Dagblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ — FOSTUDAGUR 2. JULI 1976. 15 Iþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir 3 Bjarni aftur ó 49.0 sek. Þetta gekk ekki nógu vel hjá mér á Bisiet-mótinu, sagði Bjarni Stefánsson, KR, þegar blaóið ræddi við hann. í gær keppti Bjarni aftur í 400 m hlaupi þar og varð fimmti á 49.0 sek. — eða broti úr sekúndu betri en kvöldinu áður á sama stað, en langt frá sínu bezta. Það voru tveir keppendur frá Trinidad í hlaupinu, sem réðu ferðinni, sagði Bjarni, og mér tókst nokkuð vel að halda í þá fyrstu 200 metrana. Ég var í 3ja sæti, þegar á beinu brautina kom — en var þá orðinn þreyttur. Þegar 50 m voru eftir fór danski hlauparinn Lars Nielsen fram úr mér og Norðmaður rétt í lokin. sagði Bjarni ennfremur. Urslit í hlaupinu urðu þessi. 1. Coombs, Trinidad, 46.5 2. C. Joseph, Trinidad, 46.7 3. L. Nielsen, Danmörku, 48.1 4. J. Torgersson, Noregi, 48..8 5. Bjarni Stefánsson, í. 49.0 Friðrik Þór Öskarsson, ÍR, keppti ekki í þrístökkinu á mót- inu í gær — greinin vannst á 15.28 m. — en læknar hér í Drammen litu á meiðsli hans og ráðlögðu Friðriki að keppa ekki. Mótið ; heild var heldur sviplaust — þekktustu kapparnir farnir tii Stokkhólms til keppni. Armstrong frá Trinidad sigraði í 200 m á 21.2 sek. og Braitwaithe, Bretlandi, varð annar á 21.5 sek. Við Friðrik komum heim á sunnudag og ég vona, að við stöndum okkur í Kalott- keppninni á Laugardalsvellinum, sagði Bjarni að lokum. Bikarkeppni KSÍ Sigló sló út Þórsara — óvœnt úrslit á Sigluf irði Siglfirðingar slógu Þórsarana frá Akureyri út i bikarkeppni KSÍ í fyrrakvöld. Leikurinn fór fram á Siglufirði. Urslitin koma mjög á óvarí, enda eru Sigl- firðingar í 3. deild, en Þór er í öðru sæti í 2. deild. Tal>?vert rok var meðan á leiknu'm stóð. Siglfirðingar skoruðu fyrsta markið, en Akur- eyringar jöfnuðu.l hálfleik hafði KS yfir 2:1. Fljótlega í seinni hálfleik jöfnuðu Akúreyringar. A 18. mínútu skoruðu svo Sigl- firðingar 3:2 og eftir æsispenn- andi leik tókst þcim enn að auka við forskotið í 4:2. Það mark var skorað frá miðjum vellinum. Markvörður hafði hendur á knett- inum, en missti hann inn fyrir. Mörk Siglfirðinganna skoruðu þeir Þórhallui Benediktsson. 3 mörk, en Hörður Júlíusson eitt. Fyrir Þór skoruðu gamla kempan Magnús Jónatansson og Arni. Bjarni— Aftur top fyrír Bando- ríkjunum í Wisconsin! — Bandoríkin sigruðu ísland 22-20 á handknattleiksmótinu þar í nótt Við töpuðum aftur fyrir banda- ríska landsliðinu hér í Wisconsin í gærkvöld — nú með tveggja marka mun, 20—22, sagði Birgir Óvœnt úrslit á Norðurlandi! Bikarkeppni KSl er nú í tuitum gangi — 1. deildarliðin hafa að vísu ekki hafið þátttöku en liðin úr 2. og 3. deild berjast um að komast í 16 liða úrslit. Þegar hafa úrslit komió á óvart. Þannig slógu Siglfirðingar Þór frá Akureyri út eins og sagt er frá annars staðar á síðunni. Grenvíkingar úr 3. deild gerðu það líka gott — slógu út 2. deildarlið Reynis frá Árskóg- strönd. Leikur Magna og Reynis var ákaflega skemmtilegur og jafn og þurfti framlengingu — þá skoraði Björgvin Steindórsson fyrir Magna við gífurlegan fögnuð félaga sinna. KA og Leiftur frá Ólafsfirði leiddu saman hesta sína á Akur- eyri og stórsigur KA varð stað- reynd. Tólf sinnum sendu leik- menn KA knöttinn í mark Ólafs- firðingar og sýnu iðnastur var Gunnar Blöndal sem skoraði 6 mörk. Hörður Hilmarsson og Jóhann Jakobsson skoruðu tvö mörk hver. Sigurbjörn Gunnars- son og Magnús Vestmann skoruðu sitt markið hvor. • Hart barizt á Austf jörðum Bikarkeppni KSt er í fullum gangi á Austfjörðum. Þróttur frá Neskaupstað sló út Leikni frá Fáskrúðsfirði. Þróttur sigraði 3—0 — góður sigur og sanngjarn en ef til vill var sigurinn í stærsta lagi. Mörk Þróttar skoruðu Sigurður Friðjónsson 2 og Árni Guðmundsson 1. Huginn frá Seyðisfirði og Austri frá Eskifirði léku á Seyðis- firði og heimamenn sigruðu 2—1. Heimamenn voru mun atkvæða- meiri og áttu skilið að sigra með meiri mun. Mörk Hugins skoruðu Aðalsteinn Valgeirsson og Svein- björn Jóhannsson. Bjarni Kristjánsson svaraði fyrir Eskifirðinga. pumn íþróttatöskur ólagarður reiðholti S. 75020 |gpparstig44 S.M7I Björnsson, fararstjóri íslenzka liðsins, þegar Dagbiaðið náði sambandi við hann eftir leikinn. Bandariska liðið hafði yfirhönd- ina nær alian leikinn — og leik- menn okkar voru einfaldlega ekki nógu góðir í þessum leik. • Liðið lék mun lakar en í leikn- um gegn Kanada kvöldinu áður — og það var mikiö um mistök, auk þess, sem bandarísku leik- mennirnir eru í mun betri líkam- legri þjálfun. Fimmtán sinnum misstu leikmenn okkar knöttinn — þegar markaskot eru ekki talin, og oft voru góð marktæki- færi misnotuð, sagði Birgir enn- fremur. Bandariska liðið hafði oftast forustu og 3ja marka munur var í hálfleik fyrir það, 12—9. I síðari hálfleiknum tókst okkur tvisvar að minnka muninn niður I eitt mark, en herzlumuninn vantaði. íslenzku leikmennirnir lítið verið í handbolta síðan Islandsmótinu lauk snemma í vor, þó ég sé ekki að afsaka neitt með því, sagði Birgir. Mörk Islands í leiknum skoruðu Viðar Símonarson 6 (þar af þrjú úr vítum), Pálmi Pálmason 5 (allt víti), Agúst Svavarsson 4, Þórarinn Ragnars- son 2, Geir Hallsteinsson og Stein- dór Gunnarsson eitt hvor. Eitt mark vantar því — þetta eru 19. tsland leikur við Kanada á laugardag og getur sigrað í mótinu með því að vinna þann leik. Þetta eru nú ekki nema æfinga- ieikir, en mér finnst áberandi hve leikmenn USA og Kanada eru í miklu betri líkamlegri þjálfun, en okkar menn, sagði Björn Kristjánsson, en hann hefur Guðgeir Leifsson mun í kvöld leika með KA gegn sínum gömlu félögum úr Víkingi norður á Akureyri þegar liðin leika minningarleik um Jakob Jakobs- son. Undanfarið hefur Guðgeir Leifsson dvalið á Akureyri. Hann hefur æft þar, bæði einn og eins með KA. Guðgeir mun eftir helgina fa- i suður og æfa undir dæmt kvennaleiki á mótinu ásamt Karli Jóhannssyni. Þetta er skiljanlegt — okkar menn æft lítið frá í vor, en hinir hafa lengi verið I æfingabúðum vegna þátt- töku í Olympíuleikunum í Montreal innan skamms, sagði Björn ennfremur Móttökur allar hafa verið hér frábærar. I kvennamótinu eru lið frá USA, Japan og Túnis, og standa japönsku stúlkurnar bezt að vígi. Hafa sigrað Túnis og USA — en bandaríska liðið hefur sigrað Túnis í báðum leikjunum. stjórn Tony Knapps lands- liðsþjálfara og þvi má fastlega gera ráð fyrir að hann leiki í landsleiknum gegn Finnum þann 14. júlí. Ekki er að efa að Guðgeir verður liðinu mikill styrkur — ósennilegt að Jóhannes Eðvalds- son leiki og vist að Ásgeir Sigur- vinsson leikur ekki gegn Finnum. Leikur KA og Vikings hefst í kvöld kl. 20. Guðgeir með gegn Finnum — leikur í kvöld með KA gegn Víkingi RB rúmin eru framleidd á íslandi, eftir enskum og amerískum fyrirmyndum úr bezta hráefni, sem völ er á og af framleiðanda með áratuga reynslu í gerð rúmdýna. Tvöföld dýna þýðir aukin þaegindi og vellíðan. RB rúmin fást i staerðunum 100x200 og 150X200 cm. og dýnurnar fást í misjöfnum stífleika. 5 ára ábyrgð er tekin á verksmiðjugöllum. RB rúmin fást aðeins í J.L Húsinu og við bjóðum einnig sérsmíðuð hvít náttborð og höfðagafla eftir vali hvers og eins. Svefnherbergishúsgögn 5. hæð Loftsson hf. BS ■ Hringbraut 121 Sími 2 86 01

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.