Dagblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 2. JtlLÍ 1976. 12 „Hún er systir mín og dóttir" Háskólabíó: Chinatown. Bandarísk, gerð árið 1974. Aðalhlutverk: Jack Nicholson og Fay Dunaway. Leikstjóri: Roman Polanski. Loksins fáum við að sjá góða kvikmynd í öllu þvl flóði af endaleysum, sem dunið hafa yfir okkur undanfarið. Þeirri stöðnuðu uppskrift af saka- málamyndum sem við eigum að venjast, er hér breytt. Einkaspæjarinn er ekki lengur óskeikull og honum tekst ekki lengur að framkvæma hvað sem er. Gittes, leikin af Jack Nichol- son, er fyrrverandi lögreglu- maður, er starfaði i kínverska hverfinu í Los Angeles, Hann hefur nú snúið sér að því að hjálpa þeim, sem telja að makar þeirra dragi þá á tálar. Dag einn er mætt á skrifstofu hans kona, sem kynnir sig sem frú Mulwray. Hún biður hann að fylgjast með manni sfnum, sem er yfirmaður hjá vatns- veitu Los Angeles. Hann fylgist með honum og kemst að því að hann á vingott við stúlku nokkra. Málið kemst einhvern veginn í blöðin og þá fer Gittes að gruna að ekki sé allt með feldu og styrkist i trúnni, þegar Mulwray verkfræðingur finnst látinn. Góður einkaspæjari kemst ávallt til botns í málunum og auðvitað reynir Gittes að gera slíkt hið sama. Fyrir honum verða ýmsir erfiðir þröskuldar, sem hann reynir að klöngrast yfir. Hin raunverulega frú Mulwray leikin af Fay Dunaway kemur fram í dags- ljósið og styður við bakið á honum við starf sitt. Faðir hennar Noah Cross, leikin af hinum kunna leikstjóra John Huston, er mjög auðugur og valdamikill, enda eigandi vatnsveitunnar áður en borgin eignaðist hana. Hann vill endi- lega komast að því hvar stúlka sú er niðurkomin, sem Mulwray átti vingott við. Gittes finnur hana og kemst að einkennilegri staðreynd. Frú Mulwray þekkir þessa stúlku, sem hún kallar reyndar bæði systur sína og dóttur og reynir að koma henni undan klónum á Cross. Gittes snýst á sveif með konun- um tveim og reynir að hjálpa þeim. En lögreglan gerir honum erfitt fyrir, en hún hefur skipun frá Cross að ná stúlkunni. Jack Nicholson skilar sínu hlutverki vel. Hann hlaut Óskarsverðlaunin fyrir beztan leik á þessu ári, í myndinni „One Flew Over the Cuckoo’s Nest". Einnig er gaman að sjá Faye Dunaway skila hlutverki sínu, því nú veit maður að hún getur svo sannarlega leikið. Roman Polanski birtist einnig á hvíta tjaldinu, í hlut- verki mannsins sem ógnar Gittes með hnífi, þegar hann er í einni njósnaferð sinni. Leik- stjórinn frægi John Huston er frábær í hlutverki föðurins, þeir geta fleira en leikstýrt þessir karlar. KP. Kvik myndir Faye Dunaway leikur frú Mulwray i kvikm.vnd Háskólabiós „Chinatown.” Yfir meira en hólfan hnöttinn til að fara á vertíð á Grundarfirði Enda þótt Grundarfjörð sé víst ekki að finna á alheims Atlas-kortum, þá lögðu þær þessar leið sína vestur á Snæfellsnes og fóru að vinna í fiskvinnu, áströlsku stúlkurnar á myndinni. Þær þóttu standa sig vel, og flestum þótti bara góð býtti að fá þær í staðinn fyrir þá Islendinga, sem haldið hafa til heimalands þeirra undanfarin ár. Þær heita annars Jenny Dayet frá Adelaide, Vick Sullivan frá Nýju Suður-Wales, Annette Leech frá Ingham, Janet Eggleston frá Perth, Patricia Heggie frá Adelaide og Maria Lyce frá Sydney. Og hér eru þær í vertíðarlokin tilbúnar til að halda utan, — ákveðnar í að koma aftur, þegar næsta vertíð hefst. V Þar verða allir að vera syndir Eftir að sundlaugin þeirra í Grundarfirði er orðin að veruleika verður þar mun betra að búa. Þeir sem þekkja til sundlauga og sundlaugamenningar. gufubaðs og sauna, vita þetta. Þarna er smiður að leggja lokahönd á verkið, Fjölmargir aðilar sýndu rausn í sambandi við smiði laugarinnar.t.a.m.sjómenn. sem sáu þörfina fyrir sundlaug i sjávarplássi enda sjá allir að það geiur verið lifsnauðsyn að kunna að synda.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.