Dagblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 2. JULÍ 1976. Frumleitin að heitu vatni: Líka hart undir þeim, Grundfirðingum Það er víst ekki einungis hart undir Þingeyingum, eins og Þjóðviljinn orðaði það hérna um árið. Bormennirnir á honum Crelíusi sögðu okkur að ástandið væri engu betra hjá þeim Grundfirðingum. í vestur- kanti Grundarfjarðarþorps hittum við að máli þrjá að- komumenn, sem höfðu með sér borinn Crelíus. Tækið er heldur lítið miðað við olíuborana stóru, sem hingað hafa verið keyptir frá Texas. Reyndar eru þeir ekki að bora eftir olíu, heldur heitu vatni á vestari bakka Ytri- Búðarár í landi Kirkjufells. „Þetta er gert einungis í vísindalegum tilgangi,“ sögðu þeir okkur. „Við tökum hér bor- kjarna og sendum vísinda- mönnunum syðra til rann- sóknar. Þeir geta síðan lesið eitthvað út úr jarðlögunum um hvað neðar megi finna.“ Við Snæfellsnes má finna heitt vatn á Oddbjarnarskeri, og sunnan fjallgarðsins má finna heitt vatn í Laugagerði. Nú er það heita spurningin: Er vatn að finna í grennd við þétt- býlið á nesinu? * < Staldroð viðí Grundarfirði Texti: Jón Birgir Pétursson Myndir: Árni Póll Jóhannsson Hann Bœi: ÞÚSUND- ÞJALA- SMIÐURINN Yfirleitt er hann kallaður Bæi hann Bæring Cecilsson, fréttamaður sjónvarpsins og Vísis á Grundarfirði. Við sóttum Bæring heim í vél- smiðju hans, sem áreiðanlega er einhver vinsælasti staðurinn á Grundarfirði. Þangað leitar margur með raunir sinar, og það gerðum við DB-menn, fengum ökutækið smurt, meðan við kíktum í ágætt myndasafn Bærings úti í bílnum hans. Skorturinn á hæfum iðnaðar- mönnum í sjávarplássunum er stórt vandamál, en Bæring er réttur maður á réttum stað. Auk þess er hann „gott fréttanef“ sem kallað er á fag- máli, hann sér hvað er frétt og ekki frétt. Er ekki grunlaust um að fréttamenn annarra staða ættu að taka Bæa sér til fyrirmyndar og grípa til myndavélar og penna eilítið oftar en þeir gera. 13 Grundarf jörður: Fyrir 30 árum var þar lítil eða engin byggð Ungi sveitarstjórinn vill framkvœmdahraða Líklega eru þeir ekki margir sveitarstjórarnir, sem tekið hafa við svo ábyrgðarmiklu embætti aðeins 26 ára að aldri. Það gerði Arni Emilsson, sveitarstjórinn i Grundarfirði. í dag er hann 33 ára og hefur brennandi áhuga á að hans byggðarlag megi blómgast og dafna. „Það má segja að allt standi upp á okkur varðandi framkvæmdir og það sem miðar að endanlegu útliti byggðar- lagsins," viðurkenndi Árni, þegar við ræddum við hann á vistlegu heimili þeirra hjón- anna, en konan hans er ætluð frá Sámsstöðum ; Fljótshlið. Grundarfjörður er eitt af nýrri þorpunum á íslandi. Upp úr lokum seinni heimsst.vrjald- ar var þar ekki nein byggð að ráði, — það var ekki fyrr en á árunum 1950 til 1965, sem veru- lega var farið að byggja á staðn- um. Fiskurinn var ekki langt undan landi og þarna mátti byggja ágæta höfn. Öll skilyrði voru fyrir hendi að koma þarna á fót blómlegu byggðarlagi. „Verkefnin hjá okkur eru öþrjötandi, og okkur finnst oft að fullhægt gangi. A vissu ára- bili var framkvæmdagleðin hjá okkur meiri en við þoldum með göðu móti, það var frá 1967—71. Síðan lá allt niðri góða hríð, en núna er ýmislegt að gerast, sem ætti að verða til að gera bæinn skemmtilegri og betri fyrir íbúana." Árni kvaðst gera sér góðar vonir um að hafizt yrði handa í sumar við gatnagerðarfram- kvæmdir á staðnum. Sveitar- félögin á Snæfellsnesi hafa sameinazt um olíumalargerð, en malarnáman er skammt fyrir utan Ólafsvik á leið út í Rif. Gatnagerðin er mikið fram- faramál fyrir íbúana því margir þeirra hafa sinnt garð- rækt og eiga fallega skrúð- garða, enda þótt oft sé erfitt um vik. þegar göturnar eru ófrá- gengnar og oft forað eitt. í Grundarfirði hefur kjarn- mikið ungt fólk setzt að, þar búa nú liðlega 800 manns. Ný sundlaugarbygging er að komast í gagnið í Grundarfirði. innflutt laug, gla»silegt inánn- virki ásamt byggingu. sem hefuraö geyma búningklefa. gufubaðstofu og böð. Rekstur slíkrar laugar krefst inikilla fjármuna.en huneraðsjálfsiigðu bráðnauðsymeg. Þá or verið að vinna að stórfelldum breyting- um og bótum á gamla félags- heimilinu. Rétt fyrir utan Grundárfjörð eru jarðboranir ul að kanna bergið og vonast er til að finna heitt vatn. Að sjálfsögðu mundi fundur heits vatns fyrir byggðina verða álíka og olíu- fundur er talinn erlendis. Víða verða menn að borga 20—25 þúsund krónur fyrir kyndingu á einbýlishúsum sínum, en slíkur kostnaður yrði aðeins lítill hluti þess fjár, ef heitt vatn fyndist. í Grundarfirði er unnið að gerð sjóvarnargarðs og þar munu fjöldamargir bátar geta leitað hafnaraðstöðu, þegar búið er að ganga frá honum endanlega. Okkur var sagt frá því af Grundfirðingum að Árni sveitarstjóri kynni vel til verka og væri ákveðinn maður, sama að hverju hann gengi. Var það nefnt til dæmis að á vertíðum kæmi með heiðarlegu vinnu- fólki alls konar óheppilegur lýður sem heldur að hann sé frekar kominn á staðinn til að skemmta sér. Slíka menn hefur Arni tekið tali, afhent þeim far- miða til síns heima og losað staðinn við allan ófógnuð, sem fylgir óhóflegu „skemmtana- haldi." Á þennan hátt hefur Grundarfjörður losnað við óþægindi. sent ella hefðu orðið af óæskilegu fólki. J

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.