Dagblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 28
c Aðalstjórnormaður Framsóknarflokksins segir: ) „Flestir ó smygluðum dekkjum /# „Flestir jeppar á Suður- nesjum aka á smygluðum dekkjum. Óteljandi hljómplöt- ur og hljómflutningstæki flæða út á ólöglegan hátt.“ Þannig lýsti Guðmundur G. Þórarinsson smyglinu frá Keflavíkurflugvelli í ræðu, sem hann flutti í Stykkishólmi: Guðmundur sagði einnig, að framsóknarmenn hefóu „bjargað" landhelgismálinu. Sjálfstæðismenn hefðu viljað semja strax við fyrstu tillögur Breta. Guðmundur á sæti í aðal- stjórn Framsóknarflokksins. Fundur þessi, sem haldinn var fyrir nokkru, var á vegum framsóknarmanna í Vestur- landskjördæmi. Þar voru meðal annarra Ásgeir Bjarnason, for- seti Sameinaðs þings, og Alexander Stefánsson oddviti í Ólafsvik. Guðmundur ræddi einkum um landhelgismálið. Ræða hans vakti mesta athygli á fundinum. Hann sagði, að fram- sóknarmenn í ríkisstjórn hefðu komið í veg fyrir eftirgjafir sjálfstæðismanna, enda hefði útkoman orðið sterkur samningur við Breta. Eina Ágústson væri og oft kallaður „Einar sterki" í blöðum á Norðurlöndum, eftir frammi- stöðu hans í samningsgerðinni,, sagði Guðmundur. Hann ræddi um varnarmálin og umræður um, að nú skyldi tekin greiðsla af Bandaríkja- mönnum. En harðast tók hann til orða um smyglið frá „Vellinum.“ Viðhafði hann framangreind ummæli um hjólbarða, hljóm- plötur og hljómflutningstæki og sagði svo að „annað“ væri eftir því, smyglið væri í algleymingi. —HH „Stytting samnings- tímans er aðalmólið" — segir Brynjólfur Ingólfsson í viðtali við Dagblaðið f ró Kaupmannahöf n „Nei, það hefur ekki verið rætt um jarðstöð við þá,“ sagði Brynjólfur Ingólfsson ráðu- neytisstjóri í samgöngu- málaráðuneytinu í símtali við Dagblaðið frá Kaupmannahöfn. Hann er fyrir viðræðunefnd ís- lendinga sem ræðir við fulltrúa Stóra norræna símafélagsins um framtíð þess í símamálum okkar. „Við höfum aðallega beint kröftunum að meginmáli okkar, sem er að fá tíma þeirra styttan." Brynjólfur sagði að ljóst væri að möguleikar væru fyrir þvl að jarðstöð yrði fullbúin hér á landi um 1979. „Og eftir eins árs reynslutíma ætti að vera eðlilegt fyrir okkur að stjórna fjarskiptunum við útlönd.“ Sagði ráðuneytisstjórinn enn fremur, að auðvitað_ hefðu Norðmennirnir haldið utan um sína hluti, „og áttum við ekki við öðru að búast, samningstimi þeirra er jú ekki útrunninn við þau tímamót.“ Annars gengju viðræðurnar eðlilega, Norðmenn hefðu sýnt máli tslendinga skilning.„Þetta er þó allt háð samþykki stjórnar fyrirtækisins, sem við hittum á mánudaginn kemur. Hingað til höfum við bara rætt við starfsmenn þeirra, sem ekki hafa neitt úrslitavald," sagði Brynjólfur að lokum. -HP. %sr Rannsóknar- mðnnum fjölgoð — „fjöldi óákveðinn," segir yf irsakadómarí „Það stendur ekkert á því af minni hálfu að rannsóknar- mönnum í Geirfinnsmálinu verði fjölgað," sagði Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra í samtali við fréttamann DB. „Ráðherra eða ráðuneytið getur ekkert i þessu máli gert, það er alveg á valdi yfirsaka- dómara hvernig þessari rannsókn er háttað," sagði Ölafur enn- fremur. Svo hefur virzt sem yfirsaka- dómari, Halldór Þorbjörnsson, teldi ekki þörf á fleiri rann- sóknarmönnum í málinu. En þegar fréttamaður DB hafði tal af Halldöri sagði hann: „Eg hef sagt að nýir menn verði ekki settir í þetta tiltekna mál. Það er frekar að eldri og reyndari starfsmenn hér létti eitthvað á sér og þess vegna er verið að ráða nokkra menn — fjöldi þeirra er enn óákveðinn — til bráðabirgða fyrir utan nauðsynlega af- leysingarmenn. Einn er þegar byrjaður. Það fer síðan eftir aðstæðum hvernig nýtingu mann- aflans verður hagað i sambandi við Geirfinnsmálið." Blaðið hafði einnig samband við Örn Höskuldsson, rannsóknar- dómara í Geirfinnsmálinu, og spurði hann hvað liði þeirri fjár- málarannsókn, sem unnið væri að i Seðlabankanum á vegum saka- dóms. „Þétta er gagnaöflun," svaraði Örn, „ekki rannsókn. Ég er ánægður með gang hennar." —ÓV. frfálst, úháð dagblað FÖSTUDAGUR 2. JULl 1976. Varðskips- menn kœrðir fyrirólög- legan af la Varðskipið Óðinn kom til Suðureyrar með ólöglegan afla um síðustu helgi. Varðskipsmenn munu gera sér það til gamans að veiða í sumum af ferðum sínum. 1 þetta sinn var aflinn 674 kg. Reyndist 33% af honum vera undir þeirri stærð sm leyfilegt er að veiða. Heimilt er að 10% af aflanum sé á stærðinni 43-50 cm, en í þetta sinn var 23% af aflanum ólöglegur. Mun þetta mál hafa verið sent sjávarútvegsráðu- neytinu, þar sem það verður athugað. Verða varðskips- menn að hlíta sömu lögum og aðrir í þessum efnum. -BA. Stína kom öílum í stuð Það er mikið um að vera í tón- listarlífi borgarinnar þessa dagana. Cleo Laine hélt tón- leika fyrir fullu húsi og í gær- kvöldi fengu gestir Sigtúns að sjá hina landsfrægu Stínu stuð troða upp og sýna listir sínar. Þar hijómuðu öli helztu stuðlög vinsældalistans siðastliðið ár áheyrendum til mikillar ánægju og mikii hrifning ríkti í salnum. Og eins og myndin ber með sér var þarna full- komið „show“ eftir kúnstar- innar reglum, faldarnir lyftust o.s.frv. Er ekki að efa að Stein- unn Bjarnadóttir á eftir að vera mörg ár enn i bransanum við miklar vinsældir landsmanna. (DB-mynd Björgvin). ,Sœvar er ekki þannig drengur../ — segir móðir Sœvars Ciecielskis, sem trúir statt og stöðugt ó sakleysi sonar síns „Auðvitað trúi ég á sakleysi Sævars,“ sagði Sigurbjörg Guðjónsdóttir móðir Sævars Ciecielskis. „Sævar er ekki þannig drengur að hann gangi um og myrði fólk. Auk þess hefur hann aldrci játað á sig morðið á Guðmundi Einarssyni. Lögfræðingurinn hans (Jón öddsson hrl) segir mér að Sævar hafi aldrei játað,“ sagði Sigurbjörg einnig. Hún gekk á fund dómsmála- ráðherra nú í vikunni og ræddi mál sonar sins við hann. „Eg spurði ölaf hvort rannsóknar- mönnunum hefði ekki verið boóin aðstoð við að leysa þetta mál allt saman, en hann sagði að þeir vildu hana ekki, teldu sig ekki þurfa á henni að halda," sagði hún. „Mér finnst full ástæða til þess þvi það hefur ekkert komið fram sem upplýsir málið. Ög ég er búin að kyngja nógu stórum bita, bæði frá blöðum og öðrurn. Ef ég fæ mikið meira yfir mig, þá verð ég búin að fá nóg. Hvernig á maður að geta treyst réttarkerfinu í landinu, þegai ekkert kemur fram?“ spurði Sigurbjörg Guðjóns- dóttir. Hún er þeirrar skoðunar, að verið sé að „fela eitthvað," og eitthvað meira en lítió. „Þau Sævar og Erla bjuggu hér hjá mér þegar Geirfinnur Ein- arsson hvarf. og ég veit að það getur ekki verið að þau hafi verið eitthvað í þessu. Svo er búið að hafa þau í gæzlu i sex mánuði og ekkert kemur fram. Hvað er eiginlega hægt að hafa fólk lengi í gaezlu?" spyr hún, Að sögn Sigurbjargar er Sævar sonur hennar góður í umgengni. „Hann hefur fengið gott orð fyrir það, fólk hefur ekkert haft upp á hann að klaga,” sagði hún. „Hann var náttúrlega dálítið tauga- veiklaður þegar hann var lítill, en það er eins og gengur þegar móðirin þarf að vinna úti, eins' og ég varð að gera út úr neyð. Þá er ekkert sem bíður barna nema gatan, þegar þau eru orðin of stór til að vera á barna- heimili, þannig að hann lenti f svona útstáelsi." Sigurbjörg sagði sig og fjölskyldu sína — systkini Sævars og aðra ættingja — hafa orðið fyrir miklum óþægindum vegna alls umtalsins. „Litli bróðir hans lenti til dæmis í því að hann var eltur heim úr skólanum og spurður hvað bróðir hans væri búinn að drepa marga,“ sagði móðir Sævars að lokum. -ÓV.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.