Dagblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 2. JULÍ 1976. Austfjarðahljómsveitirnar á fullu: Ekkert í Völund og Heródes varíð — „Amon Ra" er bezt — segir aðdáandi þeirra á Reyðarfirði Tónlistarmenning Reyðfirðinga endur- speglast í Völundi — segir Heródesaraðdáandi á Fáskrúðsfirði Saelir. Tilefni þessa bréfs er að ég vil vekja athygli á mjög svo góðri hljómsveit frá Neskaup- stað. Hún heitir Amon Ra og er hiklaust meðal beztu hljóm- sveitanna hér á Fróni. Eg veit að ég fer ekki með rangt mál, því ég var í Reykjavík fyrir skömmu og heyrði þá í þeim hljómsveitum sem taldar eru fremstar í islenzka poppinu, þ.e. Paradís, Galdakörlum, Eik og Cabaret. Hljómsveitina Amon Ra skipa eftirtaldir menn: Örn Óskarsson, trompet, alt sax, orgel, píanó, gítar, flauta, söngur. Ágúst Þorláksson, orgel, píanó, söngur. Pétur Hallgrímsson, trommur. Jón Steinþórsson, bassi, söngur. Guðjón Steinþórsson, gítar. söngur. Smári Geirsson, saxó- fónn, söngur. Guðmundur Eiríksson, aðalsöngvari, brass, horn, takkabásúna. Þeir hafa,eins og ráða má af hljóðfæraskipan, tónlist við allra hæfi á efnisskránni, svo sem rock & roll, dixieland, soul, blues og einnig jass. ef svo ber undir, svo ekki sé gieymt þeim lögum sem eru vinsælust hverju sinni. Ég vil eindregið hvetja þá, sem eiga eftir að sjá og heyra þessa ágætu hljóm- sveit, að geta það sem fyrst. 1 sambandi við þær ritdeilur, sem verið hafa í blaðinu að undanförnu um hljómsveit- irnar (öllu má nú nafn gefa) Heródes og Völund vil ég segja þetta: Gutlararnir i Völundi eru skömminni til skárri en vesalingarnir í Heródesi. Völundarnir geta þó stillt saman hljóðfæri sín, en það er kúnst sem peyjarnir í Heródesi hafa aldrei lært. Vil ég mót- mæla því harðlega að Völundur hafi prógramm, sem aldrei er eins því uppistaðan í þeirra pró- grammi er lög eins og Kötu- kvæði, Einsi kaldi, Pálína og svo framvegis. Þetta hefur verið uppistaðan alla þeirra hundstíð. í sambandi við Færeyjaferð þeirra óska ég þeim alls góðs en mikið'vildi ég að Völundur gerði okkur Austfirðingum ekki þá skömm til að spila á höfuðborgarsvæðinu þar sem poppritarar heyrðu í þeim. Glúmur Grúba Júlí, Reyðarfirði. Hæstvirta poppsíða: Reyðfirðingar hafa alltaf verið heimskir en ég hélt ekki að þeir væru jafnheimskir og ,,tvær stelpur“ frá Reyðarfirði opinberuðu í blaðinu í gær (25/6). Að segja að hljómsveit- in Heródes sé á bleyju- og pela- stiginu (sem stelpurnar þekkja líklega vel af eigin reynslu á Reyðarfirði) er fávizka. Það hefur lengi verið vitað mál meðal Fáskrúðsfirðinga og á fjörðunum þar fyrir sunnan að Reyðfirðingar, Héraðsmenn og fleiri þar um slóðir eru andlega vanskapaðir. Á það einkum við um tónlistarmenningu þessara staða. Sú menning endurspeglast i Völundi. Ef einhver hljómsveit reynir að koma með þyngri tón- list en „Lónlí Blú Bojs“ þá er sú hljómsveit pípt niður á þessum stöðum. Svoleiðis er Heródes, þung og með miklar pælingar sem vonlaust er að troða inn í höfuðið á þessu fólki. Söngur hljómsveitarinnar er góður, jafnvel betri en það. Gítarleikurinn er þaulhugsaður og góður eftir því. Jóhannes bassaleikari er sennilega 13. bezti bassaleikari landsins og trymbillinn er frábær (kann vel að nota bassatrommuna). Svo töluðu þessar pæjur frá Reyðarfirði um að Völundur væri iðin hljómsveit. Það má vera en árangurinn er ekki samkvæmt því. Eintóm þriggja hljóma lög (oftast G,D,C). Ef Reyðarfjarðargellurnar telja lög eins og „Mansöng" vinsæl lög þá eru þær 500—600 árum á eftir tímanum. Við fot'num að sjálfsÖHðu öllum bréfum nokkuð af bvi, að hverjum þykir sinn fu«l oK viljum nú hvetja fðlk I fl’eiri larids* fjorðunMum að demba sér inn í umræðuna. Jafnframt hiðjum við menn að ííæia nofs í orðavali, en standa við orð sin vneð fullu nafni ella. Nafn verður að sjálfsöKðu að fyb»ja bréfum, en dulnefni le.vfð. Þær deilur, sem fram hafa farið i þessum dálkum að undanförnu um aust- fir/.kar hljömsveitir, mðtast eðlile^a faKur. En víðar um landið eru til hljóm- sveitir, músfkmennin« o« hressir krakkar. Poppsiðan hefur en«a þessara þrij’j'ja Austfjarðarhljðmsveita, sem nefndar hafa verið, he.vrt í ei«in persónu. Það hefur því verið ákveðið að «era út leiðan^ur austur þej»ar kemur fram i næsta mánuð oj» sækja dans- oj> músfkskemmtanir heima- manna eftir því sem við verður komið. -óv. Svo spuróu þær hvort hljóm- sveitin Heródes æfði mikið. Jú, hún gerir það reyndar og er með sextíu lög til taks. Að hún hafi ekki spilað nema á 3—4 böllum er fjarstæða. Það væru frekar 30—40 böll í sumar og þaðber að hafa í huga aö til eru fleiri samkomuhús en Félagslur.dur og Valaskjálf. bvg, Heródesar-aðdáandi Fáskrúðsfirði. Hebbi og Dýnamit héldu fyrsta útikonsert sumarsins nú fyrir skömmu á Lækjartorgi. Framtakið er lofsvert og mættu fleiri fylgja fordæmi þeirra félaga. Hins vegar hefur tónlist þeirra fengið alla vega dóma í blöðum, m.a. hafa menn hvatt félaga Herberts í Dýnamit til þess að sýna meiri áhuga á því sem þeir eru að gera uppi á sviði. Ljósm.: Árni Páll. RAGGIBJARNA FjŒRIR FÓLKI SUMARGLEÐI Ragnar Bjarnason, Þuríður Sigurðardóttir, Jon sigurðsson, Andrés Ingólfsson, Árni Scheving, Grímur Sigurðsson og Stefán Jóhannsson veifa Ömari Ragnarssyni en fyrir aftan hanná fiugyélinni er Bessi Bjarnason. Otrás hljómsveitanna frá Reykjavík er hafin! Ólafur Gaukur er kominn langt á leið, og nú mun Ragnar Bjarnason og hljómsveit hans leggja upp í herför með Sumargleði fyrir alla fjölskylduna. Sér til liðstyrks I hafa þau fengið enga aðra en Ómar Ragnarsson og Bessa Bjarnason, semeftir myndinni að dæma,sem þessari grein fylgir, munu fara fljúgandi en hin fara gangandi. Án gríns mun þetta vera i fjórða skiptið sem Sumargleði Ragnars Bjarnasonar og hljómsveitar hans fer um landið og verður hún með svíduöu sniði og áður, hefst með I skemmtidagsskrá, en síðan verður dansleikur. Á dansleikn- um verðurspilað bingó um utan- landsferðir. Skemmtanir verða alls á 24 stöðum. -HP Það gerist alltaf eitthvað Valgerður Stefónsdóttir og Gunnar Ásgeirsson með 70 manna fjölskyldu í sumarbústoð manna tjald og svefnpoki. — Ögn um gömlu góðu Bítlana — Rœtt við Ellen Kristvins um Fedda fúskara — íslensk smósaga og sitthvað fleira —

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.