Dagblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 14
DAGRLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 2. JULÍ 1976. •77 íþróttir Júgóslavía tryggði sér nær örugglega sæti í úrslitakeppni körfuboltans i Montreal, þegar júgóslavnesku ieikmennirnir sigruðu Holiand 102—78 í Hamil- ton í gær. Það var fyrsti leikurinn i úrslitakeppninni. Þá sigraði Mexíkó Braziliu með 85—77. Borg gegn Nostase Björn Borg, Sviþjóð, og llie Nastase, Rúmeníu, leika til úrslita á Wimbledon-mótinu í tennis. í undanúrslitum í gær vann Björn Roscoe Tanner, USA, með 6—4, 9—8 og 6—4, og Nastase vann Raul Ramirez, Mexíkó, með 6—2, 9—7 og 6—3. Kidd til Man. City — Chivers til Sviss Tveir kunnir enskir knatt- spyrnumenn skiptu um félög í gær. Martin Chivers hjá Tottenham var seldur til sviss- neska liðsins Servette í Genf fyrir 80 þúsund sterlingspund. Samningar félaganna hafa lengi staðið yfir. Þá seldi Arsenai Brian Kidd tii Manch. City og fékk fyrir hann 100 þúsund sterlingspund, eða sömu upphæð og Arsenal keypti Kidd á frá Manch. Utd. Kidd er fæddur í Manchester — var enskur landsiiðsmaður hjá Uni- ted — og kemst því á fornar slóðir á ný. Eiginkonu hans féll aldrei við Lundúnaborg. í Kerlingarfjöllin £ Skíðamarkaður: Skiðafatnaður, 10% afsl. Skíðaskór á börn frá kr. 3.000,- Skiðaskór á fullorðna frá kr. 6.000.- Moonboats kr. 3.900 (40% afsl.) 20% afsl. af sumum skíöagerðum. Parablack og skiöaslopparar og margt, margt flcira. '&TXIaXF GLÆSIBÆ — simi 30350 Loksins snérist lukku- hjólið með liði Fram! - sigraði Víking með 3-2 í bráðskemmtilegum leik í gœr á Laugardalsvelli Víkingur tapaði sinum öðrum leik í 1. deild íslandsmótsins i knattspyrnu í gærkvöld þegar Fram sigraði liðið 3—2 í afar skemmtilegum og spennandi leik. Leikurinn fór fram í Laugardal í ágætu veðri utan þess, að helli- dembu gerði um tíma í fyrri hálf- leik. Segja verður hverja sögu eins og hún er — talsverður heppnis- stimpill var yfir sigri Fram. Vík- ingur sýndi oft á köflum stór- skemmtilega knattspyrnu og sóknir Iiðsins voru skemmtilega útfærðar, en hins vegar var vörn Víkings talsvert ólík sjálfri sér og beinlínis færði Fram tvö stig á silfurbakka. Já, Víkingur sótti mun meira í leiknum og þegar frá upphafi lá þung pressa á marki Fram. Þrátt- fyrir það var það Fram sem skoraði fyrsta mark leiksins.og það í sinni fyrstu sókn. Eggert Steingrímsson tók aukaspyrnu frá vinstri sendi knöttinn vel fyrir mark Víkings. Knötturinn barst út í teig fyrir fætur Rúnars Gíslasonar, sem sendi knöttinn Staðan í 1. deild Víkingur—Fram 2-3 Staðan í íslandsmótinu er nú: Valur Víkingur Fram Akranes KR Keflavík Breiðablik FH Þróttur 0 28-6 2 12-8 11- 9 12- 10 11 12-10 8 13-14 7 8-11 7 5-16 5 5-22 1 14 13 12 Markhæstu leikmenn íslands- mótsins eru: Guðmúndur Þorbjörnsson, Val 9 Hermann Gunnarsson, Val 9 Ingi Björn Albertsson, Val 6 Teitur Þórðarson, ÍA 6 Hinrik Þórhallsson, UBK 4 Jóhann Torfason, KR 4 A morgun leika Akranes og FH á Skaganum, en á sunnudag Valur:—Breiöablik og Keflavik— Þróttur. Olympíudagur Olympíudagurinn er í dag — og það verður kcppt í frjálsum íþróttum, júdó og lyftingum. Formaður Olympíunefndar Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ, flytur ávarp á Laugardalsvelli kl. 19.30 en síðan hefst keppni í frjálsum á vellinum. Lyftingar verða í Laugardalshöll kl. 20.30 og júdó kl. 21.00. Margir keppenda íslands á Ólympiuleikunum verða meðal þátttakenda. rétta boðleið í markið með þrumuskoti af 10 metra færi. Staðan 1—0 fyrir Fram og aðeins J. mínútur liðnar af leik. Sókn Víkings var þung en vörn Fram sterk fyrir. Þrátt fyrir það sköpuðu Víkingar sér góð færi — Stefán Halldórsson komst tví- vegis innfyrir vörn Fram. í fyrra skiptið kom Árni Stefánsson markvörður Fram vel út á móti, Stefán féll við og boltinn rúllaði áfram að marki og Marteinn Geirsson náði til hans áður en hann fór yfir línuna. Þarna vildu margir meina að Arni hafi brugðið Stefáni en dómari leiks- ins, Guðmundur Haraldsson, sá ekki ástæðu til að dæma brot. Tvívegis komst Jóhannes Bárðar- son í góð færi — fyrra skiptið skaut Jóhannes yfir frá markteig. Eins átti Eiríkur Þorsteinsson góðan skalla að marki en Árni var sem fyrr eins og klettur í marki Fram. Árni sýndi hvers hann er megn- ugur þegar Magnús Þorvaldsson skaut hörkuskoti, er stefndi efst í markhornið — fleygði sér upp í markhornið og varði snilldarlega. Ekki svo að skilja að Fram hafi ekki átt sín tækifæri, síður en svo. Skyndisóknir liðsins voru oft hættulegar og tvívegis fengu framherjar Fram ágæt tækifæri. Kristinn Jörundsson stóð einn fyrir opnu marki en hitti knöttinn illa og eins fékk Pétur Ormslev gullið tækifæri til að auka muninn þegar hann skaut framhjá opnu marki. Víkingar byrjuðu síðari hálf- leik af sama krafti og hinn fyrri — beittar og skemmtilegar sóknarlotur en þrátt fyrir það skoraði Fram næsta mark leiksins eftir ljót varnarmistök Víkinga.' Kristinn Jörundsson fékk knött- inn á markteig — skaut en Diðrik Ölafsson varði skot hans, Hins vegar barst knötturinn aftur til Kristins sem ekki urðu á nein mistök — sendi knöttinn örugg- lega framhjá Diðrik í Vikings- markið — en hvar var Víkings- vörnin? Þó á móti blési gáfust Víkingar ekki upp og loks á 20. minútu síðari hálfleiks skoruðu Vikingar. Óskar Tómasson fékk knöttinn upp vinstri kantinn og lék inn i vítateig Fram, gaf síðan góðan bolta á Jöhannes Bárðarson sem lék aðeins nær marki Fram og sendi knöttinn með þrumuskoti í mark Fram — út við stöng — óverjandi fyrir Árna, 1—2. Bjuggust nú flestir við að Vík- ingar jöfnuðu en öðru nær — Fram skoraði sitt þriðja mark á 27. mínútu eftir hroðaleg varnar- mistök. Helgi Helgason, sem var óvenjudaufur í leiknum, ætlaði að skalla knöttinn til Diðriks mark- varðar en tókst ekki betur en svo að Rúnar Gislason komst á milli, lék á Diðrik og sendi knöttinn i autt markið — ljótt. Aðeins fjórum minútum síða höfðu Víkingar minnkað munini í 2—3 og hvílíkt mark. Þrumusko Stefáns Halldórssonar af 31 metra færi hafnaði efst í mark horninu, óverjandi fyrir Arna Þrátt fyrir örvæntingarfullar til raunir Víkinga til að jafna tóks það ekki, meira að segja skorað Fram sitt fjórða mark ei Guðmundur dæmdi það af — Pétur Ormslev var rangstæður. Þrátt fyrir tap sýndu Víkingai ágætan leik, knötturinn gekk frí manni til manns hratt og vel sóknir liðsins vel útfærðar mef Steíán Halldórsson I fararbrodd — Marteinn Geirsson átti fullt 1 fangi með að hemja Stefán. Hins vegar brá svo við að styrkasti hluti Víkings í leikjum sumars- ins, vörnin, brást og því fór sem fór, þrátt fyrir tvö glæsimörk urðu Víkingar að sætta sig við ósigur vegna varnarmistaka. Greinilegt er að Fram kemur nú til að blanda sér á baráttuna um efsta sætið. Liðinu hefur farið fram í síðustu leikjum, allt annað að sjá leik liðsins en í upphafi mótsins. Styrkasti hluti Fram er vörnin. Leikinn dæmdi Guðmundur Haraldsson og gerði Guðmundur hlutverki sinu góð skil — hins vegar naut hann óöruggrar og slakrar aðstoðar línuvarðar, Grétars Norðfjörðs. h.halls. Annað mark Fram staðreynd — Kristinn Jörundsson og Jón Pétursson tveir á auðum sjó. Krlstinn á skot að marki, en Diörik varði. Knötturinn féll fyrir fætur Kristins sem skoraði. En hvar var Víkingsvörnin? Jú, hún var á leiðinni aftur. DB-myndir Björgvin Pálsson. Bommi og siclkan cru í slæmri klípu. -pr~ ---- — ■■ <* Þykir aó hala komió þúr í Ss. þctta Hommi. J | fEngar áhygjBfjur. Við sleppum, þý hefur I ekki einu sinni shgt níér hvað }------ þú heitir. Er það ekki sætt, Mira og Bommi hughrcysla hvorl annað. Og þið þarfnizt þcss annarlega..

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.