Dagblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 02.07.1976, Blaðsíða 11
11 \ DAGBLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 2. JULÍ 1976. --- f— möguleiki á því. Elvis keypti lagið, og ef textinn var byggður upp á sömu hlutunum og féllu honum í geð söng hann venjulega lagið í sömu út- setningunni inn á tilraunaupp- tökuna, sem síóan var gefin út sem nýjasta Elvis Presley plat- an. Einn þeirra, sem svona þénuðu smápeninga fyrir að færa honum hlutina á silfur- ,bakka, var hinn þekkti P.J. Proby. Elvis segir ekkert. Eins og margir poppskrifarar hafa sagt: Elvis segir hreint út sagt aldrei neitt“. Það er ekki vitað um eitt einasta fullbúið viðtal við manninn öll þessi ár. Elvis í þessu núi Þegar menn fara út í búð og vilja kaupa nýju plötuna hans Presleys er allt eins víst að afgreiðslumaðurinn vari menn við, — þetta sé alls ekki líkt honum. En við hverju er að búast? Tímarnir hafa breytzt, fyrir Elvis, eins og alla aðra. Það er erfitt að vera í sífelldri endurnýjun. Nú er Elvis orðinn meira en fertugur og langt í burtu frá þessum heimi, og þegar menn eru orðnir fertugir verður heimurinn sjaldan stærri. Og fari menn í kvikmynda- hús og sjái „Blue Hawaii", frá árinu 1961, er það auðvitað sér- stakur viðburður. Myndin er léleg en ef menn vilja sjá eitthvað frá ákveðnu tímabili, um eitthvert ákveðið ástand, verða menn að fara að sjá léleg- ar kvikmyndir. Þær góðu standa alltaf fyrir sínu og eru því alltaf í takt við tímann. „Blue Hawaii", fimmtán árum eftir að hún var gerð, er ein óslitin sinfónía sakleysisins, byggð upp utan um kokkteila úr ananassafa, sólbrúna líkama, brimreiðarskíði, smá- vægilegar ástarsenur i kvöld- kyrrðinni, skínandi gítara og hvíslandi pálmatré. Þetta er paradís unglinganna I Cinemascope, eins huggulegt og hægt verður og eftir hundr- að ár verður þetta sólalags- myndin frá okkar samtíð. I dag er hins vegar búið að veiða Presley í netið og hann á sér enga undankomuleið, endurtekningin ein bíður hans, ljónið mikla úr frumskógum Las Vegas, Frank Sinatra okkar tíma. En eins og poppskrifarinn Mick Farren segir: „Sá eini sem getur sagt okkur sannleikann um Elvis Presley og tónlist hans er Elvis Presley." Og Elvis segir jú aldrei nokkurn skapaðan hlut. ARONSKA Þetta er einfalt mál: hér á auðvitað enginn her að vera. Og sá her sem hér er i þykjustunni hafður til að passa okkur fyrir rússum, hann á auðvitað að verða á brott hið fyrsta. Er nokkuð meir um þetta að segja? Þegar svonefnd „aronska" fyrst kom fram fyrir nokkrum árum: sú hugmynd, eða hug- sjón, að taka bæri stórfellt leigugjald af bandaríkjamönn- um fyrir herstöðvar þeirra og aðra aðstöðu hér á landi og bjargast þann veg úr okkar eillfu efnahagsvandræðum — þá man ég ekki betur en henni væri einróma vísað á bug af öllum sem orð til lögðu. Vera má að kenningar Arons Guð- brandssonar hafi þá þegar hlotið einhvern hljómgrunn I almenningsáliti. En svo mikið er víst að allir svonefndir „ábyrgir stjórnmálamenn,“ og aðrir sem köllun fundu til að tjá sig um mál þetta opinber- lega, voru fljótir til að þvo hendur sínar af slíkri skoðun, en fussuðu og sveiuðu hinni aronsku villu í nafni föður- landsástar sinnar, sjálfstæðis landsins og háleitra hugsjóna frelsis og lýðræðis. Hvað skyldi nú hafa breyst síðan þetta var? Hvernig stendur á því að hugmyndir aronskunnar sýnast nú allar upp á nýtt orðnar gulls ígildi og ræddar í alvöru hátt og í hljóði í blöðum og á mannamótum og meir atFsegja að sögn á fundum okkar æruverðu ríkisstjórnar? Höfundur kenningarinnar getur líka sagt í nýlegri blaða- grein án þess nokkur fari að hlæja að honum, að mikill meirihluti landsmanna sé orðinn sama sinnis sem hann. Og stjórnmálamennirnir, þeir hafa nú lagt niður fuss og svei, en þykjast vlst endilega þurfa að „skoða“ þetta mál I næði eins og þeim er svo tamt. Tók ég ekki rétt eftir því að Ölafur Jóhannesson fyrrum forsætisráðherra ríkisstjórnar sem víst þóttist ætla að láta herinn fara úr landi, að hann segði í útvarpið á sunnudaginn að „auðvitað" ættum við engan kostnað eða útgjöld að bera vegna herstöðvar bandaríkja- manna eða annars viðbúnaðar þeirra hér á landi og þótt ósæmilegt væri að taka „leigu fyrir land“ af bandarikjamönn- um væri hitt svo sem sjálf- sagður hlutur að þeir greiddu fullt verð fyrir „afnot“ lands og lýðs og hver þau gögn og gæði sem þeir kynnu að njóta hér? En þetta eru auðvitað aronskar hugmyndir, bara svolítið eins og pússaðar til að gera þær út- gengilegri og auðveldari að kyngja þeim. Og þá er nærtækt að spyrja á móti: af hverju er það auðvitað eða sjálfsagt mál að við skulum engan kostnað bera af vörnum landsins, ef hér er á annað borð verið að halda uppi vörnum? Sjálfsagt eru I meginatriðum rétt þau svör við þessum og öðrum sllkum spursmálum sem þegar eru fram komin. Að_ I fyrsta lagi hafi hín skammarlega undirskrifta- söfnun „varins lands“ fyrir tveimur árum gert það lýðum ljóst að fyrir miklum fjölda landsmanna var herseta í landinu orðin svo sem sjálf- sagður hlutur og menn óskuðu Kjallarinn Ólafur Jónsson ekki í bráð eða lengd eftir neinum breytingum á þeim efnum. Um sömu mundir kom raunar fram hugmynd, sem aldrei var víst rædd 1 neinni alvöru, um flutning herstöðvar- innar úr Keflavík norður á Mel- rakkasléttu, sem í raun réttri fól í sér ef framkvæmd yrði, formlega viðurkenningu á varanleik hersins I landinu. Og I öðru lagi hafi landhelgis- deilan í vetur og afskipti Nato af henni seint og um siðir gert það lýðum ljóst að 1 alvörunni væri okkur engin vörn í banda- rlska hernum hér, að herstöðin I Keflavík væri 1 fyrsta lagi vígstöð á varðlínu bandarlkja- manna gegn óvinum I austur. Fylgismenn bandarlksrar hersetu og aðildar að Nato munu þá svara þvl til að okkar hagur af stöðinni liggi í því að innlimast þannig 1 vlgkerfi bandarikjamanna til sóknar eða varnar ef og þegar til styrjaldar dregur. En eru menn I alvöru á þvi að okkur sé vörn og skjól í slíku hlutverki á stfíðstnna? Það hefur að minnsta kosti verið hin viðtekna skoðun á öryggismálum sem svo eru nefnd. Og þá má segja eins og áður að áhætta og tilkostnaður sem við tökum á okkur herset- unnar og herstöðvarinnar vegna sé okkar tillag til hins helga málstaðar frelsisins og lýðræðisins, en ósæmilegt sé að svo mikið sem hugsa til þess að taka gjald fyrir. Ef menn hins vegar eru á því að herstöðin I Keflavik sé fyrst og fremst 1 þágu bandarikjamanna, en okkur gagnslaus, ef ekki bein- línis háskaleg I ófriði, — er þá nokkuð eðlilegra en menn bollaleggi um maklega þóknun fyrir þessi „afnot“ landsins? Og sé það orðin skoðun „almenn- ings“ að slika þóknun skuli taka, þá segir náttúrunnar lög- mál stjórnmálamönnum vorum að taka strax upp aronskuna. „Hægt er að festast, bágt mun úr að víkja,“ orti Jón Helgason fyrir aldarfjórðungi þegar herinn kom I landið. Hann var þá að yrkja I þjóðræknislegum umvöndunar- anda um þjóð sem léti frelsi sitt falt i aurasníkjum, sukki og fleðuláta og mundi að afnotunum afloknum hljóta sín maklegu málagjöld í verðgangs- manna sæti. Er það kannski að koma á daginn að orð hans hafi verið áhrinsorð? En það hefur auðvitað alltaf verið vitanlegt öllum, sem bara vildi vita það að alla tlð frá hinum fyrsta her- verndarsamningi við Banda- ríkin á stríðsárunum, og þaðan af fyrr, hafa efnahags- og svonefndir öryggishagsmunir verið náið samslungnir I allri meðferð stjórnvalda og stjórn- málamanna á þessum mál- efnum. í umræðum um þau hefur hins vegar ævinlega verið dul dregin á hinn efna- hagslega þátt öryggis- og varnarmálanna, hvort heldur er um Keflavlkursamning 1946, inngöngu I Nato ’49 og komu hersins ’51, eða meðferð svonefndra varnamála síðan, og munu allir flokkar eiga jafna hlutdeild að þeim feluleik. Enda er víst óhætt að segja að opinber umræða um þessi efni hafi lengi, lengi verið öldungis gagnslaus, svo menguð sem hún hefur verið sumpart af flokka- deilum I innanlandspólitík rreð gagnkvæmum land- sölubrigslum, sumpart af úr- eltum þjóðernis- og þjóðræknis- sjónarmiðum. Aronskan væri aldeilis ekki gagnslaus ef hún yrði til eða stuðlaði að þvf að umræða um þessi mál kæmist loks niður á jörðina og tæki að snúast um staðreyndir sögu og samtíðar. Þá væri vert að fá upplýst hvernig og hvaða beinir og ó- beinir efnahagsmunir hafa frá öndverðu samtvinnast í meðferð og ákvörðunum um öryggis- og varnarmál, og hvað raunverulega væri I húfi ef herverndarsamningnum væri sagt upp eins og formlega er unnt samkvæmt ákvæðum hans. Allir hafa tekið eftir því þegarvinstristjórnirsvokallaðar eru við völd, ao jafnan verður dráttur mikill og ^tilbugur á framkvæmd fyrirheita þeirra um brottför hersins. En um ástæðurnar er aldrei rætt í hreinskilni. Skynsamleg skoðun virðist, að vegna margvíslegra annarra hagsmuna sé okkur ágerningur að standa gegn ákveðnum óskum okkar nánustu viðskipta- og vinaþjóða 1 og utan við Nato um að hér sé her 1 landi og viðbúnaður við ófriðar- tlmum. En ef svo er, þfi er vert að segja það lfka skýrt og skorinort. Ef vernd og skjól sem okkur á að vera I herstöðinni f Kefla- vik staf ar einkum af þvf að hún sé partur af viðbúnaði Banda- rfkjanna til sóknar og varnar í væntanlegri styrjöld, þfi vsri vert að ffi nfinar að vita um það hvaða hlutverk henni nákvæmlega sé ætlað f strfði. Eftirtekt vakti i vetur umræða sem þá spratt um það spursmfil hvort kjarnorkuvopn væru varðveitt í Keflavík. Eiginlega var eina niðurstaða hennar sú að væri herstöðin kjarnorku- stöð — þá hlytu bndaikjamenn að ljúga til um það, bæði að stjórnvöldum og öllum al- menningi. En þá fyrst þegar bessi og önnur spursmál verða komin á hreint, ef það er þá unnt — þfi fyrst verður unnt að far að tala i alvöru um hið eiginlega viðfangsefni aronskunnar: hvaða verð við eigum að taka fyrir sæmd okkar og siálfstæði. ef við höfum selt það af hendi í þágu Bandaríkjanna og það verði ekki endurheimt ALGREIÐAN OG SKALUNN Það var einn fagran dag fyrir nokkrum mánuðum, þá er ég var sérlega meyr I lund og brjóst mitt fullt af ást til fóstur- landsins að ég ákvað að kaupa mér álgreiðu. Þetta gerði ég til að styrkja álmarkaðinn og þar með framtíð álbræðslunnar i Straumsvík, og þá um leið efna- hag Eyjunnar hvítu. Það er mjög skrítið að greiða sér með álgreiðu. Það syngur í henni, sérstaklega þá er hún leysir flækjur. Það er eitthvað annað en ótætis plastið. Til að byrja með fór um mig þjóðernisfiðringur, og mér fannst sem ég væri að heyra álmarkaðinn styrkjast með stroku hverri. Ekki liðu þó nema nokkrir dagar þar til annað hljóð fór að koma í strokkinn. Ég uppgötvaði mér til skelfingar, að álverkfærið var farið að reyiaaf mér hárin! Eg tók nú cki i Hiir .-íiingnuin ljúfa, því athygli mín beindist að dýrmætum hárum, sem lágu andvana flækt í tennur fyrrver- andi, tilvonandi hjargvættis ál- versins i Stra nnsvík. Setiist ég nú út í horn og var iieidur dapur i skapi og daufur í dálk Eg horfðist í auga við grundvallarspurningu, sem milljónir föðurlandsvina um heirn allan hafa orðið að svara frá aidaöóli: Ilversu miklu vilt þú fórna fyrir ættjörð þína? Ég hafði auðvitað heyrt um fórnir af ýmsu tagi, allt frá missi lima upp í missi lífs. Aldrei hafði ég samt heyrt um, að hægt væri með nokkurri sanngirni að fara fram á, að hárið á höfði manns væri hægt og hægt rifið upp með rótum af álgreiðu, í nafni föðurlandsins. Hér fannst mér full langt gengið og reyndar ráðist á vegginn þar sem hann var lægstur. Eg er nefnilega ekki maður hárprúður og hefi þar af leiðandi ekki eins mörg hár að gefa fyrir föðurlandið og margir aðrir. Ef satt skal segja, þá er ég reyndar þunnhærður. Jæja, fyrst svona langt er komið, er víst bezt að segja allan sannleikann: Eg er lík- lega flokkaður sem hálf- sköllóttur. Ef þið haldið, að ég ætli að fara að koma með þessa sígildu predikun sköllóttu mannanna um hvað þeir séu mikil karl- menni í rúmi og framúr þvi, hafið þið rangt fyrir ykkur. Ég þjáist sem sé ekki af neins konar minnimáttarkennd vegna hárleysis. Það stafar af því, að ég fæddist með skalla- blett i hnakkanum, og var ein- faldlega farinn að venjast Þórir S. Gröndal honum. þegar ég á endanum komst til fullorðisára. Fúslega skal ég viðurkenna að það var ekki auðvelt að vera sköliótt barn og unglingur. Það er híað og strítt, og maður fær aldrei stundlegan frið. Ég var eini strákurinn. sem var með derhúfu í leikfimi í Miðbæjarskólanum. Einu sinni gekk ég afturábak heim úr skólanum alla leið vestur á Mela. Ég var nefnilega berhöfðaður, aldrei þessu vant, og á eftir mér gengu nokkrar stelpur úr bekknum, þar á meðal ein, sem ég var alvarlega skotinn í. Þegar ég fór í bíó, reyndi ég jafnan að fá miða á aftasta bekk. Ef það tókst ekki, þá reyndi ég að bíða frammi, þar til rétt áður en ljósin voru slökkt. Er ég komst á þann aldur að ég fór að bjóða stelpu i bíó, hafa þær eflaust haldið, að ég hafi valið aftasta bekkinn, af því að ég ætlaði að reyna að taka utanum þær eða svoleiðis. En mig skorti bæði hugsun og líklega hugrekki til að standa í rómantískum fram- kvæmdum, en naut myndarinnar öruggur i þeirri vissu, að enginn myndi vera fyrir aftan mig, þegar ljósin kviknuðu I hléinu, nema veggurinn. Af framanskráðu ætti að vera auðskilið, að ég gat varla beðið eftir því að komast á þann aldur, sem leyfir mönnum að skarta smáskalla, án þess að það sé híað á þá. Margir jafn- aldrar mínir, sem urðu fyrir hárlosi eftir að þeir fullorðnuðust, tóku að ganga með hatta og áttu sumir hverjir bágt með að sætta sig við missinn. Ég var aftffr á móti búinn að taka út mína þjáningu, og lét nú aldrei upp höfuðfat. Hérna í henni Ameríku sem annars staðar, er gert mikið veður út af hárprýði. Jafnvel fullorðnir menn láta sér vaxa lubba mikla og fer dágóður timi í að hirða gróðurinn. Karlar eiga hárþurrkur og fara ekki út fyrir dyr, nema vera búnir að þurrka, greioa og lakka á ser hárið. Þykktin á mínu hári er ekki meiri en það, að ég þurrka það með því að blása á það í spegli! Síðan renni ég dýrindis plastgreiðunni minni einu sinni eða tvisvar í gegn, og nú syngur ekki í neinu. Alveg nýskeð hefi ég séð konuna mína greiða kettinum okkar með álgreiðu, sem hún hefir líklega hirt eftir mig. Ég hefi tekið eftir, að hárin af kettinum þyrlast í allar áttir og hann mjálmar stundum í kvörtunartón. Það er mikið lán, að hann skuli vera Islands- vinur. Þórir S. Gröndal. V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.