Dagblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. JANUAR 1977. Hart sóttar tekjur erfiðismanna fluttar með valdboði á ríkisjötuna á fölskum forsendum — Urgur íverkamönnum í Vestmannaeyjum Friðþjófur i Eyjum skrifar: 1 bændaspjalli sjónvarpsins á þriðjudagskvölið telja menn sig hafa tekið rétt eftir því, að laun bænda -og þá um leið að tals- verðu leyti afurðaverð þeirra, séu miðuð við verkamannalaun, sem nemi kr. 1.560.000,00 ár- lega. Okkur telst til, að 8 stunda dagvinnulaun verkamanns nemi kr. 877.000,00 árlega. Alveg laust við alla óvild í garð bænda, telja verkamenn hér, að bændur vinni jafnaðarlega engar 10 klukkustundir dag- !ega að meðaltali, hvað þá lengur. Til þess að ná áðurgreindum kr. 1.560 þús. í órslaun þvrfti verkamaður að vinna daglega 13—14 stundir daglega alla daga vinnuvikunnar. Eins mætti setja þetta þannig upp, að til þess að ná þessari tekju- hæð, þ.vrfti verkamaður að vinna 8 stundir í dagvinnu og 4 stundir í næturvinnu, eða á næturvinnutaxta allt árið dag- lega. Dæmi um slíkan vinnutíma .þekkjast og þá um leið þessi laun. Slík dæmi sýna ekki hið almenna í þessum efnum. Frá- leitt er að nota slík dæmi til almennrar viðmiðunar. Fráleitt er að láta slíka viðmiðun ráða verðlagi eða móta almennar tekjur heilla stétta, hvort sem þær eru bændur eða eitthvað annað. Með þessum er verið að hirða í vöruverði og sköttum veruleg- in hluta þeirra tekna.sem harð- duglegustu verkamenn á bezta æviskeiði geta haft beztar. Til- gangurinn með slíku álagi er auðvitað sá, að menn hafi fyrir það tekjur, sem gera þeim, kleift að mæta meiriháttar átökum í sókn að varanlegum lífsgæðum, svo sem þaki 'yfir höfuð fjölskyldunnar. Tilgang- urinn er ekki sá að láta grípa slíkar undantekningar og nota þær sem yfirskin yfir skepnu- skap kerfisfræðinga stjórn- málaflokkanna til þess að taka með valdboði hart sóttar tekjur úr vasa erfiðismanna í fátæk- ustu stéttum og færa þær á fölskum forsendum inn á ríkis- jötuna og til annarra stétta. Það er urgur í verkamönnum hér í Eyjum. Eftir hverju er farið þegar fundnar eru meðaltekjur? —eru laun kvenna og barna kannski meötalin? Páll Þorsteinsson Sauðárkróki skrifar: Eftir að hafa horft á sjón- varpsþátt báenda langar mig til að koma á framfæri athuga- semd vegna viðmiðunartekna V verkamanna sem .voru gefnar upp í þættinum. Árið 1976 vinn tg hjá ríkisfyrirtæki í tíma- vinnu. Ég fæ greitt verkstjóra- kaup sem er verkamannakaup með 40% álagi. Unnið er allt árið að frádregnu 3ja vikna sumarle.vfi. Hátíðisdagar eru greiddir með 8 stundum í dag- vinnu. Auk þess eru unnar 542 stundir í eftirvinnu og 121 stund í næturvinnu. Fyrir þessá vinnu eru greidd 1.386 þús. kr. plús orlof, 8.33% = 1.501 þús. Þetta er á árinu 1976 en í þættinum voru tölurnar frá 1975. Frá 1975 hefur kaup hækkað frá um 30%. Nú má beina þessu til for- ystumanna • verkalýðsins og spyrja hvort þeir hafi ekkert við þessar viðmiðunartölur að athuga, því að allur þorri verka- manna komst ekkert nálægt þessu meðaltali og hvort þeir geti skýrt hvernig þessi verka- mannameðallaun eru fundin. Eru kannski innifalin laun eiginkvenna eða jafnvel barna? Svo má einnig benda bændum á að þeir eru ekki eins illa settir og þeir virðast vera. Tekjur kvenna og barna einmitt innifaldar Við ræddum bæði við Verka- mannasambandið og Kjara- rannsóknarnefnd til þess að spyrjast fyrir um þetta.. Það kom í ljós að í fréttabréfi Kjararannsóknarnefndar nr. 34 1977 er fyrirsögn eitthvað á þessa leið. Meðalbrúttótekjur kvæntra karla eftir saman- dregnum starfsstéttum og er sama fyrirsögn og notuð hefur verið í Hagtíðindum. Þegar fyrirsögnin og greinin eru, nánar skoðaðar þá eru þetta í raun meðaltekjur heimilanna, þvi að innifaldar í þessum tekj- um kvæntu karlanna eru tekjur eiginkvenna og barna. Þetta hefur þráfaldlega valdið mis- skilningi og verður framvegis ekki rætt um þetta á þennan veg. Það kemur í ljós í umræddu fréttabréfi að tekjur heimil- anna (kvæntra, ófaglærðra karla) eru 1.536 þúsund krónur árið 1975. F3IMPEX naglahyssa S-3 meðogán hljóðdeyfis Skot,3geröir 6.3/14 —6.3/10 —6.8/U Sverrir Þóroddsson & Co. Tryggvagötu 10 — Símar 23290 og 26390 Umboðsmenn úti ó londi: Akranes: Gler og Málning Ölafsvík: Verzlunin Valverk Þingeyri: Tengill. Bolungarvík: Jón F. Einars- son. Hvammstangi: Kaupfél. V,- Húnvetninga Blönduós: Kaupfél. Húnvetninga. Siglufjörður: Einco h.f. Dalvík: Bílaverkstæði Dal- vikur. Akureyri: Atlabúðin. Húsavík: Grimur og Arni. Egilsstaðir: Gunnar Gunnarsson. Vestmannaeyjar: Vélsmiðjan Magni. Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga. Selfoss: M.M. (Magnús Magnússon) Keflavík: Stapafell. Hafnarfjörður: Verzl. Málm / ur. Re.vkjavík: J. Þorláksson ót Norðmann. 'ZTZ? " : Þær eru ekki háar verkamannstekjurnar í dagvinnu og til þess að bæta það upp vinnur hann mikla eftir- og næturvinnu. Til þess að fá þessar háu meðaltekjur sem talað var um í bændaþættinum i sjónvarpinu eru meðtaldar tekjur eiginkonu og barna. Ekkert í ,rusli’ — þótt kana- sjónvarpið sé horfið Strákur í Keflavík skrifar: Ég var afar hneykslaður á grein þeirri sem birtist í Dag- blaðinu þann 7. jan. undjr fyrir- sögninni „Kona í Keflavík". I fyrsta lagi heldur þú að við krakkarnir hérna séum alveg í rusli yfir því að Kanasjón- varpið var tekið af. Nei, síður en svo og þó fyrr væri. Satt að segja nennti ekkert okkar að horfa á hvoruga stöðina. Einnig virðist þú hafa ægilega „komplexa" yfir því hvað við eigum nú að gera fyrst við höfum ekki Kanann til að horfa á núna, þú telur bara alveg pottþétt að það komi annað „Hallærisplan“ hingað til Keflavíkur. Jæja, svarið við því er, að það erþegar komið og er á planinu við Aðalstöðina. Þú getur rennt þangað niðureftir um næstu 'helgi og séð hvort ég fari ekki með rétt mál. Svo talar þú mikið um allt það góða sem hefur komið með Kananum, skrítið hvað ég hef lítið fundið fyrir öllu þessu gó.ða. En „pældu“ í öllu þvi illa sem jiefur komið með honum. Svo kemur hérna eitt atriði sem þú hefur rétt fyrir þér i og það er að útvarpið mættu þeir alveg láta vera. Ég ætla líka að leyfa mér að halda því fram að þú sért að- flutt til Keflavíkur. Svarist ef þú treystir þér til.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.