Dagblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 24
„Samningar á næstunni llfílAL^AÍH” " Segir formaður utanríkis- ] UilltmdUir málanefndar um EBE_ „Eg tel alveg útilokaó, aó samningar veröi gerðir viö Efnahagsbandalagið um land- helgismálin í náinni framtíð,“ sagði Þórarinn Þórarinsson (F), formaður utanríkismála- nefndar, í morgun í viðtali við Dagblaðið. Utanríkismálanefnd og landhelgisnefnd koma saman til fundar í dag. Þórarinn Þórarinsson sagði, að þar yrði til umræðu skýrsla frá ríkis- st.jórninni um viðræður em- bættismanna frá Islandi og Efnahagsbandalaginu í Brussel fyrirjól. . Þórarinn kvaðst ekki gera ráð fyrir, að neinar ákvarðanir yrðu teknar á fundinum í dag. Hins vegar mundu menn tjá sig unt málin. Hann kvaðst tæplega reikna með viðræðum við Efnahags- bandalagið á næstunni. Þó gætu orðið einhverjar viðræður án niðurstöðu. -HH Gylfi Þ. Gíslason (A) getur ekki haldiA uppi árósum ó stjórnarlið, þegar utanríkismala- og landhelgisnefndir þinga i dag. Hann er í sjukrahusi, ekki alvarlega veikur og vœntan- legur heim um helgina. Þórarinn Þórarinsson skrifar nú i blað sitt, Tímann, um þaö, sem hann kallar rógsherferð ó hendur Framsókn- armönnum. En þeir fólagar, Þórarinn og Gylfi, hafa ótt vinalegar stundir eins og myndin sýnir. Krummagull í sjón- varpi á Norðurlöndum? Leikhópur Alþýðuleikhússins lagði land undir fót og sýndi- Krummagull eftir Böðvar Guð- Stofnendur Alþýðuleikhússins. Leikhópurinn ekkert á því aö gefast upp þrátt fyrir tíma- bundna fjárhagserfiðleika og fjandskap þeirra sem ráða fvrir almannafé. mundsson í Svíþjóð og Danmörku núna nýlega. „Megintilgangur ferðarinnar,“ segir m.a. í fréttabréfi frá hópn- um, „var þó sá að koma leikverk- inu inn á myndsegulband í stofn- un þeirri er heitir Dramatiska Institutet og er einn virtasti skóli í Evrópu af þeim sem kenna kvik- myndagerð og vinnubrögð í fjölmiðlum eins og sjónvarpi og útvarpi. I þessum skóla eru nú 3 íslend- ingar, þar á meðal Þráinn Bertels- son, sem lýkur námi í vor í kvikmynda- og sjónvarpsleik- stjórn. Hann er einn af stofnend- um Alþýðuleikhússins og vann hann það sem verkefni hjá skól- anum að taka upp Krummagull. Það var tekið upp i lit. Að lokinni klippingu myndsegulbandsins stendur til að bjóða m.vndina til sýningar í sjónvarpsstöðvum Norðurlandanna og viðar. Það stóð til að sýna Skollaleik einhvern tíma i janúar. Aðsókn var svo góð í Reykjavík, þegar leikurinn var sýndur þar í nóvem- ber, að þar átti að sýna hann nokkrum sinnum i viðbót og ferðast siðan eitthvað um Suður- og Vesturland. Vegna veikinda eins leikarans gat ekki orðið af þessu. Fór því Ieikhópurinn af launum hjá Alþýðuleikhúsinu um tíma. Þessi timi verður notaður til þess að safna styrktarfé hjá felög- um og einstaklingum, sem ekki vilja una því að Alþýðuleikhúsið svelti í hel. Undirtektir hafa verið góðar og peningar þegar farnir að berast. Alþýðuleikhúsið er fjarri því að gefast upp, þrátt fyrir fjárhags- erfiðleika og fjandskap þeirra sem ráða fyrir almannafé. Það þarf að rifa seglin um tíma vegna óviðráðanlegra ástæðna — en starfseminni verður haldið áfram og stefnt er að æfingu nýs leik- verkefnis síðar á þessu ári.“ EVI Krafla: Engin breyting á borholunum Engar breytingar hafa orðið á ástandi borholanna við Kröflu þrátt fyrir jarðskjálftahrinuna sem þar hefur gengið yfir, að sögn dr. Valgarðs Stefánssonar hjá Orkustofnun í morgun. Starfsemi Orkustofnunar á Kröflusvæðinu er nú í algjöru lágmarki, að sögn Valgarðs, „rétt aðeins fylgzt með holun- um,“ sagði hann. Engar breytingar hafa orðið á holu 10 undanfarna 2—3 daga og gera Orkustofnunar- menn sér vonir um að hún haldist eins og hún er. „Eins og hún er gefur hún sæmileg afköst og heldur áfram að vera sterkasta holan,“ sagði dr. Valgarður. Kvað hann hana gefa af sér 10—15 kg af gufu á sekúndu, en treysti sér ekki til að segja hvað það væri mikil raforka. -ÓV frfálst, nháð dagblað FÖSTUDAGUR 21. JANUAR 1977 Hestur í óskilum síðan ísumar: „Viðhöfum hann ísúpu einhvern daginn” — segir lögreglan „Við erum með hest, sem enginn virðist vilja eiga,“ sagði Tryggvi varðstjóri á Arbæjarstöð lögreglunnar, er hann var spurður frétta í morgun. „Hann er búinn að vera á þvælingi hjá okkur slðan í sumar og enginn eigandi hefur gefið sig fram, þó að hest- urinn hafi verið margaug- lýstur. — Ætli það endi ekki með þvi að við verðum að hafa hann i súpu. Alla vega verður hann boðinn upp, ef enginn gefur sig fram." Að sögn Tryggva er hestur- inn leirjós, 3—5 vetra, tví- stjörnóttur og ómarkaður^ Hann var látinn ganga í Korpúlfsstaðalandi í sumar, en þegar vetraði, var hann látinn í hús. Fóðrun hans kostar 400 krónur á sólarhring. Tryggvi sagði að allt of mikið væri um, að hestaeigendur sinntu lítið um hesta sína, — sumir hverjir að minnsta kosti. Þeir væru oft ómarkaðir og látnir í handónýtar girðingar, sem væri leikur einn að sleppa úr. „Við höfum sífellt verið að amast við fjáreigendum á borgarlandinu, en hestaeigend- urnir komast upp með að trassa. alveg að hirða um hesta sína,“ sagði Tryggvi. Brotizt inn á barnaheimili Einhverjir náungar fóru inn í barnaheimilið Selásborg í Árbæjarhverfi í fyrrinótt. Þeir komust þó lítið .um -húsið, — aðeins inn í herbergi forstöðu- konu. Þar stálu þeir segulbands- spólum og hljóðnema. Þá umsnéru þjófarnir öllu í herberginu og úði þar og grúði saman skápum, bókum og fleiru lauslegu. Litlar skemmdir voru þó unnar. — Þjófarnir eru enn ófundnir. -AT- Öllu verðskyni útrýmt með óskiljanlegum reikningum Eitt hundrað tuttugu og sex kónur — kr. 126.00 — kostar ein kílóvattstund af raforku, samkvæmt orkureikningi frá Ragmagnsveitu Reykjavíkur sem hér birtist. Uppritjun á raforkuverði til ýmiss konar tegunda orku- notkunar eru gerðar öðru hvoru. 1 sambandi við enn eina slíka upprifjun að undanförnu hafa opinberir talsmenn orku- sölufyrirtækja tjáð sig öllum al- menningi til glöggvunar á verð- lagi. Greint hefur verið frá verði á raforku, sem spannar hilið frá innan við eina krónu pr. kílóvattstund og allt að kr. 19,00 fyrir sömu einingu. DB er fullkunnugt um talsvert hærra verð en það, enda þótt þess sé sparlega getið í .opinberri um- ræðu .talsmanna orkusölufyrir- tækja. Það er orðin svo til föst venja að reikningar fyrir opinbera þjónustu eru svo margþættir að naumast er venjulegu fólki ætlandi að botna upp eða niður í verðlagi. Menn gefast upp við að skilja og borga möglunar- laust, ef þeir geta. Þetta veldur ónæmi i verð- skynjun. Dæmi um slika reikningsgerð er meðfylgjandi orkureikningur. Orkan. sem keypt er. 1 kílóvattstund, kostar kr. 19,00. Sú upphæð meira en sexfaldast, þegar öll kurl eru komin til grafar. Mælisleiga er kr. 76,00 verðjöfnunargjald er kr. 12,00 og söluskattur er kr. 19.00 = samtals kr. 126,00 fvrir eina kíiówattstund af raforku. Hefði nú getuleysi, ágreiningur eða aðrar ástæður leitt til þess að lokað hefði verið fyrir mælinn, sem telur kílóvattstundirnar hjá nevtand- anum. hefði hann orðið að greiða kr. 2.000,00 — tvö þúsund — sérstaklega fyrir að fá hann opnaðan aftur. Með nákvæmlega sömu rökum og hin opinbera orkusala notar við framsetningu reikninga sinna, hefði þannig ein kílóvattstund ” ' ' AFMÁGNSVEITA REYKJAVIKUR F. ^ -’númi 7 r»-«ifS -aFNARHÚSINU v/TRYGGVAGÖTU - SlMI 10222 kostað í raun kr. 2.126.00 Þessi viðbót fréttamanns við reikninginn er auðvitað óþörf. Reikningurinn er nógu óskiljanlegur eins og hann er. BS Orkureikningur WOTKUW I TAXTI T UPTHM9m t KHðNUU Oag*l| Emlngar | & FYRRl ALESTUR m./ð»g. MahstiaSa SEINNI ÁLESTUR Min./ðag. MahaatSI 29920181 VERDJOFMUMAAGJALD 09/06 799 12/14 900 47 1 C3 1 MH 1 97 DA6A 4 19.12 KR/KMH NILISiEKA 12 S0LUSKATTU6 19 NACNUS CUOJOMSSOM • taður SELBRAUT 36 -.Key!.Javn«» GREITT íreíðslunúmer 7l42v2S 6339—66003

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.