Dagblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 11
11 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. JAN'UAR 1977 ... ....... » — AF HVERJU FRAMSÓKN? Má vera að Þórarinn Þórar- insson, alþingismaður, ritstjóri og formaður útvarpsráðs, hafi rétt fyrir sér?Má vera að öðru hvoru komi saman, ein- hvers staðar í skúmaskotum samfélagsins, skuggalegir sam- særismenn, afturgöngur og bullur, og ræði það hvernig bezt megi koma höggi á beztu syni þessa lands? Má vera að rógsherferðir séu skipulagðar af áðuróþekktum klókindum í þessu samfélagi? — því öðru vísi er það vart hugsanlegt að sömu ráðamenn sama flokks dragist aftur og afturinní neta- flækju vafasamra mála. Og má vera, að þessi viðbjóðslega rógs- herferð sé kostuð utanlands frá, eins og þráfaldlega hefur verið gefið í skyn í dagblaðinu Timanum? Eina ferðina enn hafa ráða- menn i Framsóknarflokki dreg- izt inn í vafasöm mál, flækzt inn í málavafstur þar sem erf- itt er að greina þá frá íslenzk- um undirheimalýð. Málavextir eru nú öllum kunnir: Fjársvik- ari á eftir langa mæðu að afplána dóm fylir fjársvik. Guðbjartur Pálsson nálgast dómarann og tilkvnnir honum að Einar Ágústsson, utanríkis- málaráðherra, muni blanda sér í málið. Sem og gerist. Maðurinn fer samt í tukthús. Enn er hann flæktur í fjármála- vafstur Guðbjarts Pálssonar. Þá grípur dómsmálaráðuneyt- ið inn í, sleppir manninum úr tukthúsi og gefur síðan dular- fullar skýringar. Á sama tíma fer fram einhver kraftmesta dómsrannsókn í manna minn- um á meintum lögleysum Hauks Guðmundssonar í starfi. Ög þætti ýmsum nógsamlega reyfaralegt. En þetta með framámenn í Framsóknarflokki. Þeir koma til skjalanna aftur og aftur, trekk í trekk virðast þeir hafa blandað sér inn í mál af þessu tagi. Er það staðreynd? Eða er það tilbúningur ritsóða? Því sé þetta samsæri, þá er það orðið risastórt! Hauki Guðmundss.vni er vikið úr starfi, á meðan um- fangsmikil rannsókn fer fram á starfsháttum hans. Lögfróðir rnenn telja á hinn bóginn að dómsmálaráðherrann hafi brot- ið landslög með því að frelsa fjársvikarann. Og enn fremur hafa lögfróðir menn talið að afskipti utanríkisráðherra af starfi domara sé brot á grund- vallarákvæðum stjórnarskrár- innar, sem kveður á um þrí- skiptingu valds. Það er þvi Úi“r.l7» W“' rinudu öll l*nd*in» numr.*av‘M«AIÞi?u"uí. rá»h«T. iinortu^. jUnrk'4' M anna! m Nýirmenn kanni málin Rógsherferðo maffan •jrtupptýMial vd I VUi I (*r hver e I “m h*u« mrt þeim skr 4ri' Olafur Jðhánnes «íöá*2SSnkn c*lrt‘nnsm4*»ins I . og magruhar haía lasonar Vi8 hJi8ina á forustugr • brottrekstrar þS °* Emars Agustssorur i _blrllsl Rrem. þar sem Utinn ^armur yflr þvl. æ SjálfsUCufl - G»ir Hollgriimion, lor*aeti*ráfthorra: „Ég ber fyllsta traust til allra samráðherra minna f.r. /W 1 .. inar og Ólafur víki nari Ágú^Y'" tfgj- r.ÞETTA VAR einnaf unm - áfram fulitnia vSd 'ss^isSafBi ®an °* si*,numll þeirra er ^^ennt er skoftaS " w. «„ bak vkJ árásirnar a a/ nokkrum leifttoeum A .manna I Sjál/«Xnoí úrt^fíokT 'r'g‘ °* endu aftstandendur Klubbsins ^mkab6um“bu.tuár" &tíí“,ís.r; *kilega mistekut en “mt ekki af hak, Au, ssssi c ifi haffturá varftándi ía mv**4tlU5 hefur lengi V( tandi," þ,. rrt»mgar he ^na hms demda ^á t f^"^* *ri,ftr» a manrlk! brogftm. sem a.t hafatS,u?(^L^*"uv',mu malum siftan a dogum ,77 7**ntkum itKw hollunUlsTO ^ «em »ill koma Sjaifstaftisflokknum ,Tar mif,u flokknum aftur i e.nT Un? .T Alt>ý6u auftsjáanlega emskis En {^T^mafk, ,hUn Svl,« gegn fYamsOknarflokknum mum.' nnut,r°gö J“ur en Ijkur. alveg ^ bombu og Kolluma* V 4 ,,mum "Stftn. I* »g úiur Cuftö, )S'*Merrama,skiptis‘na'**k nsendaáttiáUtMl Iraun [—*# föstudMg*kjagan riwuvUrCrtlu^TÍ varla einkennilegt þótt Vísir krefjist þess í forustugrein að mannaskipti fari fram í ríkis- stjórn. Það er varla verið að fara fram á annað en að allir séu jafnir fyrir lögum: Haukur Guðmundsson, Einar Agústs’- son og Ólafur Jóhannesson. En — viðbrögðin koma ekki á óvart heldur. Hverjar eru ávirðingarnar? Tengslabálkur hluta Fram- sóknarforustunnar við undra- mál sem einhverjum þykja orka tvímælis, er nú orðinn langur og skrautlegur. Húsakaup Halldórs E. Sigurðssonar af svissneska ál- Kjallari á föstudegö Vilmundur Gylfason félaginu hafa aldrei veriðskýrð til hlítar. Ljóst er þó pð ráð- herrann keypti glæsihús af félaginu, langt undir markaðs- verði, á sama tíma og ríkis- stjórnin stóð í samningum við auðhringinn. Firnahátt bankalán til Einars Ágústssonar hefur raun- ar verið skýrt, og kemur þar til óvenjuleg hreinskilni ráðherr- ans. Eftir stendur að lánið var óvenjulega hátt og með óvenju- legum kjörum. Afskipti Ólafs Jóhannes- sonar af málefnum Klúbbsins er stórbrotið mál, þar sem fjár- mál undirheima sannanlega tengjast fjármálum Húsbygg- ingasjóðs flokksins á sömu dögum og ráðuneyti hans tók ákvörðun, sem kom lögbrjótum vel og réttvísinni þar með illa, og eru þá fáir þættir þess máls taldir. Halldór E. Sigurðsson notaði leynisjóð í fjármálaráðuneyt- inu til þess að gera Listasafni íslands kleift að kaupa bruna- rústir af Húsbyggingasjóði þessum. Sanddæluskipið Grjótjötunn — sem auk þess er nú verið að rannsaka í Sakadómi — virðist hafa notið óvenjulegrar fyrir- greiðslu í rikisbönkum. Pottur- inn og pannan í því fyrirtæki er augljóslega Kristinn Finnboga- son, framkvæmdastjóri Tím- ans, þó svo nafn hans komi ekki fram á skjölum. Og nú síðast afskipti dóms- málaráðherra og utanríkisráð- herra af undirheimum fjármála og dómskerfinu, þar sem ekki bólar á öðru en verið sé að hygla vini og samstarfsmanni Guðhjarts Pálssonar, og þar sem landslög og andi stjórnar- skrárinnar virðast þverbrotin. Þetta er ljótur listi, og vantar þó efalitið á hann. Nú er það vissulega fjarri mér að ætla að af þessu megi álykta að aðrir stjórnmálaflokkar séu samsafn engla, að aðrir forustumenn i stjórnmálum hafi í gegnum tíðina verið óaðfinnanlegir. Allar slíkar ályktanir eru auk þess einskis virði; þær koma málinu ekki við. Af hverju Framsókn? Nú er það auðvitað einnig kjarni málsins, að þessi um- ræða snertir ekki allan þorra þess fólks sem í þessum stjórn- málaflokki er eða nálægt honum stendur. Það er efalítið upp og niður eins og gengur. En af hverju beinist þessi málavafstur svo mjög í þennan eina farveg? Má vera, að þrátt fyrir allt séu þetta skipulegar ofsóknir, upp diktaðar af fúl- mennum? Eg tel rnig geta fullyrt að fyrir nokkrum misserum, þegar sú blaðamennska var feimnis- lega að ryðja sér til rúms, að taka orð valdakerfis og emb- ættismanna ekki trúanleg, ef blaðamenn þóttust hafa ástæðu til að ætla annað, þá hvarflaði ekki að neinum að gera einn stjórnmálaflokk öðrum fremur að skotspæni. Það var þvert- á móti verið að brjótast út úr gamla flokksklafakerfinu. En ótrúlega fljótlega æxlaðist það svo, að þegar spjót beindust að forustumönnum Framsóknar- flokks þá snerist dagblaðið Tíminn til varnar með þeim hætti, að grunsamlegt var. Öll viðbrögð Tímans, allt frá Þórarni niður til Alfreðs litla, hafa verið með þeim hætti, að menn hlutu að álykta að þar færu menn með dularfulla sam- vizku svo ekki sé meira sagt. Þórarinn Þórarinsson til- heyrir svartnætti liðinna tíma, jafnvel alda. Hann hlýtur að vera stjórnmálaflokki byrði. Þó svo mér vitanlega ekki nokkr- um heilvita manni detti í hug að bendla hann við nein þau mál sem hér hafa verið talin — eða mál af því tagi — þá hefur hann í málgagni sínu gerzt varnaraðili undirheima og spillingar, og mér vitanlega hefur ekki eitt einasta flokks- systkin hans fundið að þessu opinberlega. Að ekki sé minnzt á litla skuggaritsóðann. Þetta eitt, hvernig dagblaðið Tíminn hefur af fullkominni heift snúizt gegn þeirri nýju blaðamennsku — og nánast einu málsvörum hennar, síð- degispressunni — ber vott ekki einasta um forpokaðan smekk, heldur beinlínis hættulegan. Ég geri ráð fyrir að Þórarinn Þórarinsson vilji hafa kerfið þannig, að fjórir gamlir stjórn- málaflokkar hengslist í land- inu, og við hliðina á þeim dratt- ist fjögur dagblöð, sem þeir gefa út. Kannske ríkisfjölmiðl- ar, sem þessi stjórnmálaflokkar þá stjórna og minnast ekki á Klúbbinn og Batta rauða, ef Framsóknarflokkurinn vill um það þegja. Fjögur flokksblöð fjögurra stjórnmálaflokka eru skaðlaus.alla gagnrýni má af- greiða sem venjulegt pólitískt þvarg. Það er leikurinn, sem Þórarinn Þórarinsson kann og vill fá að leika í friði. Síðan á leikurinn að vera fólginn í því að komast í valda- aðstöðu, ráða vini sina i em- bætti, veita úr sjóðum, belzt leynilegum, byggja upp valda- kerfi. Og svo lengi var búið að leika þennan leik, samtrygging- arástandið var orðið svo algert, að það varð eins og sprenging í skipsrúmi, þegar þessi forpok- aða valdaklíka komst til valda — og hefur meðal annars lykt- að með því að ekki aðeins sið- ferðisundirstöður samfélagsins heldur jafnvel bókstaflega lög og réttur hafa verið fótum troð- in, þegar þurft hefur að hygla vinum sínum. Sögulegar skýringar mega vera flóknari og sögulegar rætur dýpri. Þetta valdabákn byggir á Samvinnuhreyfing- unni, og þó svo sam- vinnuformið sé stórkostlega virðingarvert rekstrarform og eigi sér merka sögu hér á landi, þá er þetta í dag orðið að meiri háttar auðhring, sem að mörgu leyti hegðar sér eins og auðhringar annarra landa. Að auki virðast aðstöðubraskarar og vafasamir fjármálamenn hafa safnazt þarna. Þessi valdaklíka er ekkert einsdæmi, þetta er afleiðing samtryggingar og samþagnar til margra ára. En þetta er ýkt mynd íslenzka samtímans, nánast skrípamynd. Forsœtisráðherra att á foraðið Valdaklíka af þessu tagi á sér aðeins eitt markmið: Að halda í völdin. Og til þess er öllum ráð- um beitt. Það er nánast orðinn kækur hjá Þórarni Þórarins- syni að skrifa varnarleiðara fyrir félaga sína; það virðist hann gera með sama hugarfari og við hin klórum okkur þar sem okkur klæjar. En aðferðir valdaklíkunnar eru líka séðar. Dagblaðið Vísir skýrði frá því fyrir skömmu, og hafði blaðamaður heimildir sinar úr sölum Alþingis, að Framsóknarforustan hefði hót- að stjórnarslitum, ef Sjálf- stæðisflokkurinn kysi ekki Kristin Finnbogason — með Grjótjötun á bakinu — í banka- ráð Landsbankans. Tíminn spurði Geir Hallgrímsson — og hvað gat maðurinn sagt? Auðvitað sagði hann að engin slík skilyrði hefðu verið sett, annars var stjórnin fallin. Vísir krefst í vikunni afsagn- ar tveggja ráðherra, vegna af- skipta þeirra af sakamanni. Tíminn leitar til Geirs Hall- grímssonar — sem auðvitað lýsir trausti á ráðherrum sín- um. Annars væri stjórnin fallin. Ef alvörublað leitaði til for- sætisráðherra og bæri upp við hann slíkar spurningar, þá vekti það ekki grunsemdir. En slíkt blað er Tíminn ekki. Það er eiginlega hryggilegt til þess að vita, að forsætisráð- herra skuli láta etja sér út í þetta forað. Eins og svartnœtti liðinna alda Það stóð aldrei aldrei til að skrifa neitt þessu líkt um forustu stjórnmálaflokks í þess- um dálkum. Þó hafa atvikin hagað því þannig að svona grein verður til. Skrif Tímans um mafíu, samsæri og rógsher- ferð þeirra ólíku afla, sem hafa gerzt gagnrýnendur þeirra stjórnarhátta sem Tíminn aftur ver dag og nótt.gru engu lík. Og þegar siðlausir greiðar eru orðnir að lögbrotum, en vörnin verður einungis heiftúðugri en fyrr, þá versna mál enn. Þetta ástand getur varla tilheyrt árinu 1977. Og enda gerir það það ekki, nema í hugarheimi og gerðum ein- stakra nátttrölla.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.