Dagblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. JANUAR 1977.
í Útvarp
23
Sjónvarp
Sjónvarpiö íkvöld kl. 21.00: „Kastljós”
SKATTARNIR
Skattarnir verða eitt um- enda er Kastljós aðeins klukku- haldnir 6-7 tíma fundir um
ræðuefna í Kastljósi í kvöld, tíma þáttur, en víða hafa verið þetta óvinsæla efni.
Þeir sem mæta í sjónvarps-
sal, verða Matthías Á. Mathie-
sen, fjármálaráðherra, líklega
ásamt Jóni Sigurðssyni, ráðu-
neytisstjóra fjármálaráðu-
neytisins, en spyrjandi, auk
stjórnanda þáttarins Ömars
Ragnarssonar verður Björn
Þórhallsson endurskoðandi.
Þá er ætlunin að fá spurning-
ar frá konum, fleiri en einni og
fleiri en tveimur, úr hinum
ýmsu 'Stéttum þjóðfélagsins:
Seinna mun verða sérstakur
þáttur um skattana í sjónvarpi
en þessum í Kastljósi, er aðeins
ætlað að frumkynna helztu
breytingar og sýndar verða töl-
ur þar að lútandi. Forðazt á að
taka nokkra afstöðu til málsins,
enda hefur það ekki enn verið
kynnt á þingi og því ekki komið
á þjóðmálastig.
-EVI
Utvarpið ífyrramálið kl. 9.15:
ÓSKALÖG
SJÚKLINGA
,,Eg er alveg alsæl", sagði Krist-
ín Sveinbjörnsdóttir, umsjónar-
ntaður Óskalaga sjúklinga, um
breytinguna á tíma þáttarins.
Það hefur víst ekki farið fram
hjá neinum, að óskalögin voru
færð frá laugardagsmorgni yfir á
föstudagsmorgun. Nú verða þau
aftur á sinum gamla stað, en á
öðrum tima.
Kristín sagði að bréfin sem hún
hefði fengið frá sjúklingum,
hefðu nteira og minna haft að
geyma kvartanir yfir þessari til-
færslu. 1 fyrstu hefði hún haldið
að óánægjuraddirnar myndu
þagna, en raunin hefði orðið allt
önnur. Þetta hefði meira að segja
komið niður á barnakennslu á
spítalanum. Börnin vildu fá að
sleppa við hana á föstudögum til
þess að geta hlustað á óskalögin.
„Jú, vissulega sýnir lagavalið
•smekk útvarpshlustenda," sagði
Kristín. „Ég hef afar sjaldan ver-
ið beðin um að spila sinfóníur, en
hef orðið tvisvar við ósk, í þessi
rúm níu ár, að spila Finlandia,
eftir Sibelíus. í bæði skiptin var
kvartað og spurt hvort þetta væri
einhver sinfóníuþáttur. Mig
minnir að alls hafi verið kvartað
þrisvar allan þennan tíma og þar
af sem sagt tvisvar vegna þessa."
Þess má geta, að Kristín vinnur
ekki aðeins við lagaval fyrir sjúk-
linga, heldur vinnur hún einnig
hjá 4 lögmönnum og aðstoðar þá
við lagaval.
-EVI
Kristín Sveinbjörnsdóttir sér ekki aðeins um iög fyrir Óskalög
sjúklinga, hún er einnig til aðstoðar á lögfræðiskrifstofu og
maður skyldi ætla að þar væri sitthvað f jallað um lög.
Útvarpið íkvöld
kl. 20.45:
Myndlistarþáttur
Dieter Rot
„Þetta verður aðallega viðtal
við Dieter Rot myndlistarmann.
Hann er svissneskur að uppruna,
en bjó hér í 7 ár og haföi mikil
áhrif á unga myndlistamenn og
margir af SUM-mönnum telja
hann sinn læriföður," sagði Þóra
Kristjánsdóttir sem sér um Mynd-
Jistarþátt í útvarpinu.
Rot býr ýmist í London, Sviss
eða á íslandi, en hann á hús á
öllum stöðunum. Hann segist nota
húsið hér til þess að hugsa í, húsið
i Löndon til að mála í og semur
bækur og „fremur" tónlist í Sviss.
Svo hefur hann söluskrifstofur í
Hamborg.
Þóra segir líka fréttir úr Nor-
ræna húsinu, þar sent finnskir
framúrstefnumenn sýna, en þaó
fyrsta, sem þeir spurðu að við
komuna, var hvort Dieter Rot
væri hér.
Þá minnist Þóra á sýningu serp
nýlega var sett upp í göngum
Borgarspítalans, sjúklingum og'
starfsfólki til ánægju.
-EVI
17 tegundir á þorrabakkanum
HANGIKJÖT LIFRARPYLSA SVIÐASULTA MARINERUÐ SÍLD RÓFUSTAPPA RÚGBRAUD SVÍNASULTA FLATKÖKUR SÚRIR BRINGUKOLLAR SMJÖR SÚRIR HRÚTSPUNGAR ÍTALSKT SALAT SÚRIR LUNDABAGGAR HARÐFISKUR SÚR HVALUR HÁKARL BLÓÐMÖR ínæstum 70 ár höfum við veríð ífremsturöð. Við bjóðum aðeins fyrstaflokks súrmat á þorranum.
Úrvals skyr- og glerhákarl
Kjötverzlun Tómasar
Laugavegi 2 símar -11112 —12112
K