Dagblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 1
3. ARG. — FÖSTUDAGUR 21. JANUAR 1977 — 17. TBL. RITSTJÖRN SÍÐUMÚLA 12 Slml 83322. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA. ÞVERHOLTI 2. SÍMI 27022. Tveir mánuðir í næstu skjálftahrinu við Kröflu — að mati Eysteins Tryggvasonar, jarðeðlisfræðings Jarðskjálftahrinan á Kröflu- svæðinu er að hjaðna niður í bili og hefur dregið mjög veru- lega úr skjálftum þar og í ná- grenninu. Eysteinn Tryggva- son, jarðeðlisfræðingur, sagði í samtali við fréttamann blaðsins- i morgun, að sín ágizkun væri sú að næsta hrina gæti komið eftir tvo mánuði. „Norðurendi stöðvarhússins hefur ekkert sigið frá því um kl. 20 í gærkvöld,“ sagði Ey- steinn, ,,en þá hafði hann sigið um 6.85 mm frá því að hrinan hófst tuttugu klukkustundum áður. Eftir tvo mánuði ætti húsið að hafa hækkað aftur upp í þá hæð sem það var í, áður en það tók að síga í fyrrinótt.“ Jarðskjálftamælar í Mývatns- sveit sýndu, að sl. nótt og í morgun varð einn skjálfti á ca tuttugu mínútna fresti, en þeir voru 2—3 á mínútu á meðan hræringarnar voru mestar. Smáskjálftar mælast enn. „Þetta hefði þótt líflegt fyrir eins og tveimur dögum,“ sagði Eysteinn Tryggvason í morgun, „en nú er þetta greinilega að deyja út í bili.“ Að sögn Eysteins virðast upp- tök jarðhræringanna nú vera í Gjástykki og jafnvel norðar, þannig sýni Gæsadalsmælir að upptök skjálfta þar séu í um það bil 15 km fjarlægð. Tveir jarðvísindamenn, þeir Karl Grönvoíd og Oddur Sigurðsson, fóru i gær norður í Gjástykki og urðu þar varir yið töluvert jarðrask, svo og nýtt jarðhitasvæði um einn ha. að stærð. „Þetta var nú líklega ekki eins nýtt og þeir héldu," sagði Eysteinn í morgun. „Heima- menn segja mér að þarna hafi rokið í nóvember þegar sú hrina gekk yfir, en það virðist síðan hafa hætt þangað til nú.“ -ÓV. Sumarbústaður brann i Almannada! Slökkviliðið var kvatt út laust eftir klukkan 18 í gær- kvöld. Eldur hafði komið upp í tveggja hæða sumarbústað í Almannadal i Reynisvatns- landi, skammt fyrir ofan sprengiefnagcymslurnar. Að sögn slökkviliðsins gekk slökkvistarfið vel miðað við að ekkert vatn var að fá þarna efra og varð að selflytja það úr bænum. Öllu slökkvistarfi var lokið f.vrir klukkan tíu. Húsið sem brann var tvílyft. gamalt timburhús sem hefur verið flutt i heilu lagi þarna upp eftir. Svo mikill eldur var í húsinu á tímabili, að sjónar- vottur, sem var staddur á Bústaðaveginum sagðist hafa séð himininn lýsast upp. — Húsið brann til kaldra kola. Eldsupptök eru ókunn og erfitt var um rannsókn á þeim í gærkvöld sökum myrkurs. — DB-m.vnd Sveinn Þorm. * Heimdelling- ar vilja Ólaf og Einar úr stjórn ella stjórnarslit Sjábls.9 Hvers vegna eru f ramsóknarmenn bendlaðir við skuggaleg mál? Sjá föstudagskjallara __________Vilmundar Gylfasonar á bls. 11 Álverið er böggull semmenn taka ef þeirfánýjahöfn — Sjábls.9 i 1 1 \ \ \ Leitin að fíkniefnafanganum: SPOR EFTIR „KORKY” NIÐUR í FLÆÐARMÁL Höfuðpaurinn í fíkniefnaínn- flutningi inn á Keflavíkurflug- völl, Christopher Barbar Smith, alias „Korky", sem strauk úr fangelsi varnarliðsins í fyrra- kvöld, var ófundinn í morgun. Hvít Toyota Crown stationbif- reið, JO-7517, fannst í gær- morgun fyrir austan Grindavík. Fannst hún í malarnámu í Hraunslandi um 3 km frá þorp- inú. Frá bifrgiðinni sáust liggja spor niður að sjó eftir sams konar skófatnað og stroku- maðurinn er talinn hafa verið í. Mikil leit var gerð í allan gærdag hjá mönnum, sem tald- ir voru í kunningsskaparsam- bandi við strokufangann. Ekki bar hún neinn árangur, sem fvrr segir. A undanförnum tveim til þrem árum hefur maður þessi oftar en einu sinni komið við sögu vegna fíkniefnaviðskipta. Virðist hann hafa haft mikil fjárráð og meðal annars keypt tugi kílóa af hassi fyrir tugi milljóna króna árlega af ýmsum aðilum og flutt það til sölu inn á Keflavíkurflugvöll. Leitin að „Korky“ heldur áfram. Á öllum viðskiptaháttum „Korky“ telja kunnugir greini- legt handbragð „atvinnu- manns". Hefur sú tilgáta fengið byr undir vængi, að hann hafi undirbúið strok úr fangelsinu vandlega, og haft um það meiri f.vrirhyggju en svo, að flóttan- um hafi lokið í Grindavíkur- fjöru, þótt erfitt sé að átta sig á því, hvernig hann hefði til dæmis komizt úr landi. BS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.