Dagblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. JANUAR 1977. 9 Oddviti Þykkvabæjar: Álverið vildu víst allir vera lausir við ff ff vilja þd taka þann böggul til að fá höf n „Við buðumst til að taka ai okiýir álverið til þess að við feijgjum höfn hérna i Þykkva- baetium. Alverið vildu víst flest- ir Vera lausir við en við viljum vinina það til að hafa það gegn þvi að fá höfnina.“ — Þetta sagöi Sigurbjartur Guðjónsson oddviti í Þykkvabænum i sam- tali við Dagblaðið í gær. A miðvikudaginn fóru fram viðræður milli hreppsnefndar Djúpárhrepps (Þykkvabæjar) og viðræðunefndarinnar um orkufrekan iðnað. Sigurbjart- ur sagði að hreppsnefndin hefði lagt alla áherzlu á að vetu vangsrannsókn færi fram í Þykkvabænum með tilliti til hafnargerðar. „A Suðurlandsundirlendi er starfandi félag sem kannar möguleikana fyrir jarðefnaiðn- að,“ sagði Sigurbjartur. „Við Sunnlendingar höfum hér flest þau jarðefni, þar á meðal ýmis gosefni við Heklu. sem hentug þykja til útflutnings. Það er því mjög brýnt að fá hafnaraðstöðu á Suðurlandi og teljum við hér í Þykkvabænum að við höfum góða aðstöðu f.vrir hana. Við viljum láta gera þessa vettvangsrannsókn út frá hag- kvæmnissjónarmiði en ekki aó höfnin verði sett niður þar sem þessum eða hinum pólitíkus- um hentar bezt frá bitlingasjón- armiði.“ Út með Einar og Ólafeða stjómarsamstarfmu slitið Sigríður E.vþórsdóttir. Námskeið í leikrænnitjáningu Leikararnir Kjuregej Alex- andra og Sigríður Eyþórsdóttir hafa ákveðið að efna til nám- skeiðs fyrir unglinga í leikrænni tjáningu. Héldu þær stöllur sams konar námskeið sl. haust og tókst það vel. Á námskeiðinu verður veitt kennsla í látbragðsleik, spuna (improvisation), framsögn, leik- túlkun og andlitsförðun. Nám- skeiðið stendur í tæpa tvo mán- uði, hefst miðvikudaginn 27. jan- úar og lýkur 21. marz. Kennt verð- ur tvisvar í viku, tvær stundir í einu, í húsi Æskulýðsráðs Reykja- víkur við Fríkirkjveg. Upplýsing- ar og innritun í símum 32296 og 84445. -ÖV —segir Heimdallur Heimdallur, samtök ungra sjálfstæðismanna, vill að Einari Ágústssyni og Ólafi Jóhannessyni verði vikið úr ríkisstjórninni, ella verði stjórnarsamstarfinu slitið. Tólf manna stjórn Heimdallar samþ.vkkti í fyrrakvöld einróma ályktun um þetta. „Heimdallur vekur athygli á þvi óvissu- og upplausnarástandi sem ríkt hefur í dómsmálunum að undanförnu," segir í ályktun- inni. „Félagið telur að stjórnvöld hafi ekki beitt sér fyrir nauðsyn- legum umbótum á þessu sviði f.vr- ir utan skipulagsbreytingar á mál- efnum rannsóknarlögreglu. Félagið átelur mjög harðlega afskipti utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra af afplánunar- málum sakamanns. Afskipti utan- ríkisráðherra af máli þessu sam- rýmast ekki stöðu hans og ákvörð- un dómsmálaráðherra er brot á lögum. Mál þessi sýna fram á að ekki er fyrir hendi raunhæfur vilji af stjórnvalda hálfu til að hefja óhjákvæmilegt siðferðilegt end- urreisnarstarf í dómsmálasýsl- unni,“ segir Heimdallur. „Fyrir þá sök lýsir Heimdallur vantrausti á nefnda ráðherra og telur rétt að þeim verði veitt lausn þegar í stað. Að öðrum kosti verði stjórnar- samstarfinu slitið." -HH Kjuregej Alexandra. Fjölskyldur— Átthagafélög—Félagasamtök—Starfshópar -Þorri nálgast Hinn annálaöi þorramatur frá okkur er nú, eins og undanfarin ár, til reiöu ímatvælageymslum okkar. Byrjum ídag að afgreiöa þorramat íþorrablót Þorramatarkassar afgreiddir alla daga vikunnar. Heitur veizlumatur. Kaldur veizlumatur. Matsveinarfráokkurflytjayöurmatinn — og framreiöa hann. HALLARMULA SIMI37737 OG 36737

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.