Dagblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. JANtJAR 1977. Hátíð i kjötbúðum og veitingahúsum Litið inn hjá Tómasi og í Hólagarði I dag er fyrsti dagur þorra. í blaðinu í gær var skýrt frá forn- um siðum bænda sem viðhafa skyldi árla þess dags. Fáir munu enn viðhalda þeim forna sið að hoppa í kringum bæinn og allt það. En ef ráða má af undirbún- ingi kaupmanna og veitinga- manna verða margir sem viðhalda gamalli hefð um að borða mikið og gott og fagna þorra með góðum þorramat. Nú hafa allar tunnur kaup- manna opnazt og þorramaturinn er boðinn fram i kössum og öskj- um sem eru tilbúnar beint á borð- ið. Hæfilegur skammtur af alls kyns nýmeti og súrmat er látinn í kassana, hákarl og harðfiskur, hangikjöt og svið, hrútspungar og fleira. Ljósmyndari DB leit inn til tveggja kaupmanna í gær þá er sala þorramatarins var að hefjast. Sautján tegundir þorramatar f.vlltu trogin hjá Tómasi. I Hólagarði var undirbúningurinn á lokastigi. Hjá Tómasi á Laugavegi 2 hef- ur fjölbreyttur þorramatur, sér- staklega tilreiddur og pakkaður, verið á boðstólum síðan 1961 við æ vaxandi vinsældir. Matargerðin hjá Tómasi er víðrómuð, verzlun- in fræg um stóran hluta heims fyrir matarsendingar sínar til ís- lendinga erlendis. Það eru 17 teg- undir í þorramatarkössunum hjá Tómasi. I Hólagarði í Breiðholti var einnig verið að leggja síðustu hönd á tilbúning þorramatar- kassa. Þar sem annars staðar er lögð áherzla á fjölbreytnina og útlit umbúðanna sem eiga að fara beint á matborðið. Eitt er víst að enginn þarf að kvarta yfir því að kaupmenn upp- fylli ekki allar hugsanlegar óskir varðandi þorramatinn. -ASt. OG NÚ FÆST ÞORRAMATURIDISKOTEKI ,,Það er orðið erfitt fyrir ungt fólk að fá sér þorramat nema á sérstökum matsölustöðum og því bjóðum við upp á þetta," sagði Valur Magnússon, veitingamaður á diskótekinu Sesari, en þar er nú hægt að fá borinn á borð fyrir sig þorramat í trogum, líkt og gerist annars staðar, nema hvað um- hverfið er annað, ekki er vitað til þess að diskótek hafi boðið upp á slíkan mat fyrr. „Við erum búnir að vinna að gagngerum breytingum á staðn- um að undanförnu og vildum brydda upp á einhverju nýju," sagði Valur ennfremur. Sagði hann að vinna við breytingarnar hefði hafizt fyrir þrem mánuðum og hefði verið unnið að þeim eftir hendinni og kvaðst hann vera mjög ánægður með árangurinn. ,,En verðlag á mat er orðið svo ofboðslegt að það er varla hægt fyrir yngra fólk, sem kannski hefur ekki mikla peninga milli handanna, að fara út að borða,“ sagði Valur. ,,Við höfum hins veg- ar treyst okkur til þess að lækka verð á matnum og seljum þorra- matinn t.d. á um 2000 kr. per; mann og annan mat á svipuðu verði.“ Maturinn er borinn fram á milli sex og niu og hefst þorratíð- in í Sesari núna I kvöld. -HP Og enn lœkkum við verðið. í samrœmi við tollalœkkun fró 1. janúar sl. lœkkum við teppabirgðir okkar þannig að þér getið strax í dag valið teppi ó hinu nýja útsöluverði. Og við bjóðum eftir sem óður mesta teppaúrval borgarinnar ó einum stað. Þér getið vclið úr um 70 stórum tepparúllum eða um 200 mismunandi gerðum af hinum vinsœlu dönsku Weston teppum. Opið til kl. 7 ó föstudögum. Jón Loftsson hf. Símar: 10600 — 28603 ...og í diskótekinu Sesari var þegar setzt að trogunum. DB-myndir Arni Páli. Mögnuð frjó- semi meðal Egilsstaðabiía Hlutur þeirra ínettóf jölgun á Austurlandi 22.36% á sl. ári Egilsstaðabúar geta nú með réttu talið sig frjósamasta Aust- firðinga. í kauptúninu fjölgaði íbúum um 55 á síðasta ári, sem er 6% aukning frá árinu áður, en meðaltalsfjölgun íbúa á Austur- landi var aðeins 2.05%. Illutfallslega er frjósemi Egils- staðabúa þó ennþá meiri því hlutur þeirra í nettófjölgun á< Austurlandi á siðasta ári var 22.36%. Ekki geta þeir þó þakkað frjósemi sinni alla fjölgunina þvi ef grannt er skoðað kemur í Ijós að fjölgun barna á Austurlandi á síðasta ári var 0.17% og áttu Egilsstaðabúar 3.45% þeirra. Egilsstaðir eru greinilega mesta uppgangsplássið í lands- hlutanum: þar fjölgaði húsum í fasteignamati um fjórtán. Hæsta útsvarsálagning pr. gjaldanda á Austurlandi er á Eskifirði, 136.288 kr., en Egilsstaðir fylgja fast á eftir með 134 þúsund. Sam- anburður við t.d. Reykvíkinga verður höfuðborgarbúum óhag- stæður, þar var meðaltalsálagning útsvara á siðasta ári 111.210 krón- ur, skv. ársskýrslu félagsmála- ráðuneytisins. Egilsstaðabúar líta björtum augum til framtíðarinnar og sum- arsins enda er útlit fyrir miklar framkvæmdir og mikla vinnu eins og áður. Enginn hefur verið á atvinnuleysisskrá á Egilsstöðum í mörg undanfarin ár. -BA/ÓV.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.