Dagblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1977.
LAGER
r
Oskum að taka á leigu lagerhiísnæði ca.
100 fermetra Í2-3 ma'nuði, með góðum
aðkeyrsludyrum.
Sælgætisgeröin Víkingur
Sími 11414
Nýtt bflaverkstæði
Höfum opnað bílaverkstæði að Duggu-
vogi 17.
Önnumst allar almennar bílaviðgerð-
ir.
Bílaverkstœði Gísla og Einars
Dursuvorí 17 — sími 85232.
Umboðsmaður í Vestmannaeyjum er
Auróra Friðriksdóttir, Heimagötu 28. sími
98-1300.
Umboðsmaður í St.vkkishólmi gr
Magnús Mór Halldórsson, Silfurgötu 2.
Sími 93-8656.
mmiABin
fijálst, óháð dagblad
Sparið!
og aukið hreinlætið
Notið pappírshandþurrkur í skblum,
sjúkrahúsum og á vinnustöðum.
Veruleg verðlœkkun.
Heildverzlun Á.A. Pólmasonar
Hafnarstræti 5. simar 23075 og 34648.
Hljómsveitin
Árblik
UMB0ÐSSÍMI30514
Skóiítsala
Kven-og
karlmannaskór
Inniskór
Barnaskór
Skóverzlun Péturs
Framnesvegi 2 og Laugavegi 74
Carter setur sig í stellingar, enda eru vandamálin mörg sem við honum blasa.
Bandaríkin:
Carter forseti situr nú
einn að öllum vandamálum
Jimmy Carter situr nú á for-
setastóli í Hvíta húsinu og horf-
ist í augu við veruleikann:
Deilurnar fyrir botni
Miðjarðarhafs, kjarnorku-
vandamál, olíu frá Arabalönd-
unum og mikil efnahagsvanda-
mál heima fyrir.
Og þetta eru aðeins nokkur
þeirra vandamála, sem hann
mun verða að fást við nú, þegar
hann hefur tekið við embætti.
Vandamálin eru ekki ný af
nálinni: Forveri hans á for-
setastóli barðist einnig við þau
með misjöfnum árangri.
En í kosningabaráttunni lof-
aði Carter kjósendum sínum að
taka á málunum á nýjan hátt.
með samblandi af hæfni og
samvizku — og það er mæli-
kvarðinn. sem settur verður á
verk hans til þess að byrja með.
Efst á lista hjá Carter ér, að
koma efnahagnum i betra horf.
Hann stendur enn mjög
ótraustum fótum og Carter hef-
ur lýst þeirri skoðun sinni, að
áður en hægt verði að sinna
öðrum vandamálum, verði að
rétta efnahaginn við.
30 milljarða dollara áætlun
hans um efnahagsbata, þar sem
hann gerir ráð fyrir skatta-
lækkunum, og sérstökum
vinnuáætlunum f.vrir átta
milljónir atvinnulausra Banda-
rikjamanna hefur hins vegar
vakið mikið unttal og deilur.
Frjálslvndir og verkamanna-
samböndin hafa sagt. uð ekki sé
nóg ,uð gert til þess að hleypa
lífi í efnahag landsins á ný og
íhaldsmenn segja, að áætlunin
hafi aðeins meiri verðbólgu í
för með-sér.
Þá þarf Carter að sanna að
hann hafi meint öll þau loforð
sem hann gaf svörtum
mönnum, en þeir greiddu hon-
unt atkvæði sín svo milljónum
skipti. Telja þeir að eitthvað
vanti á vegna þess að tiltölulega
fáir svartir menn hafi fengið
háar stöður í stjórn Carters.
Á erlendumvettvangi erCart-
er sagður leggja hvað mesta
áherzlu á bætta sambúð vjð
Sovétmenn og viðræður við
Brezhnev um nýtt samkomulag
um afvopnun.
Gef ur hann kost á sér árið 1980?
Gerald Ford fyrrum for-
seti Bandaríkjanna hverfur
nú aftur til lífs hins vénju-
lega borgara, eftir að hafa
staðið í stjðrnmálaþrasi i 28
ár. Hann mun halda upp á
það með því að taka þátt í
Bing-Crosby-golfkeppninni í
Kaliforníu. þar sem Betty og
hann munu dveljast fyrst
um sinn.
Sagði hann við frétta-
menn, að hann hlakkaði til
að fá nú að lifa venjulegu
lífi. „Ég þarf að koma ein-
hverju lagi á golfkunnáttu
mína,“ sagði hann.
Ford kom til Kaliforníu
aðeins nokkrum klukku-
stundum eftir að hann hafði
verið viðstaddur embættis-
eiðtöku Jimmy Carters í
Washington. „Minn tími er
liðinn og tími Carters er að
hefjast,“ sagði hann við
fréttaménn.
Ilann stakk því að frétta-
mönnunum, að hann kynni
að gefa kost á sér til forseta-
kjörs árið 1980. „Við þurfum
að gera mikið á þeim tíma.
Ég vil, að fólk hugsi ráð sitt
og velti hlutunum fyrir sér,"
sagöi hann. „Eg vil ekki að
neinn fari að gefa kost á sér
til forsetaframboðs öðru visi
en að viökomandi sé full-
kunnugt að þar er einn á
meðal okkar sem hefur
reynslu," sagði Ford enn-
fremur.
Kird vni reyna að ná meiri
árangri i golfi.
Auglýsing
um stofnun undirbúningsfélags saltverksmiöju á Reykjanesi
Samkvæmt lögum nr. 47, 25. maí 1976, hefur verið ákveðið að stofna hlutafélag er hafi það
markmið að kanna aðstæður til að reisa og reka saltverksmiðju á Reykjanesi og annast
undirbúning þess. að slíku fvrirtæki verði komið á fót, m.a. með því að reisa og reka
tilraunaverksmiðju.
Með saltverksmiðju er i lögunum átt við iðjuver til vinnslu á salti (natríum-klóriði) fyrir
innlendan og erlendan markað og hagnýtingar á efnum, sem til falla við þá vinnslu.
Ákveðið er. að aðild sé heimil öllum innlendum aðilum. einstaklingum, stofnunum eða
félögum, sem áhuga hafa á málinu. og geta stofnendur skráð sig fvrir hlutafé hjá
iðnaðarráöuneytinu. Arnarhvoli, Reykjavík. fyrir þriðjudaginn 1. febrúar nk.. en þar
liggja frammi drög að stofnsamningi og samþvkktum fvrir félagið.
Lágmarkshlutafjárframlag hvers stofnanda er kr. 20.000.00 og er við það miðað, að '4
hlutafjárloforðs greiðist innan viku frá stofnfundi.
Stofnfundur verður haldinn þriðjudaginn 15. febrúar. enda hafi þá fengist nægileg
hlutafjárloforð að mati stofnenda á stofnfundi.
Iðnaðarróðuneytið.