Dagblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. JANUAR 1977. 13 íþróttir íþróttir iþróttir íþróttir 1 Frá síðasta pressuleik — Þorbergur Aðalsteinsson úr Víking i færi. DB-mynd Bjarnleifur. Stefnum auðvitað að sigri gegn Póllandi —sagði Janusz Czerwinsky sem á mánudag stjómar íslenzka landsliðinu gegn sínu gamla liði Við stefnum auðvitað að sigri gegn Pölverjum en það verður mjög erfitt. Pólverjar koma hingað með sitt sterkasta landslið — mun sterkara en það er tók þátt í Baltic-keppninni á dögunum, sem raunar var h- landslið. sagði Januzs Czerwinsk.v hinn pólski þjálfari íslenzka landsliðsins um viðureign islenzka landsliðsins gegn Pól- verjum í næstu viku — á mánudag og þriöjudag. — Ég er ánægður með þær fram- farir sem liðið hefur sýnt svo og einstaklingar — það er greinileg framför í íslenzka liðinu en tíminn er að sjálfsögðu mjög naumur en lokaundirbúningur landsliðsins verður með heim- sókn Slask-pólsku meistaranna. Það verður auðvitað skrýtin til- finning að stjórna liði gegn sínu gamia landsliðí en við höfum val- ið 19 leikmenn. sem síðan verður valið úr fyrir leikina. sagði Czer- winsk.v ennfremur. Já. hið pólska lið er geypisterkt og n i þeirra leikmanna er tóku þátl í Olympiuleikunum konta hingað og fróðlegt verður að sjá viðureign Olafs H. Jónssonar — okkar sterk varnarmanns við Klempel — stórskyttuna pólsku sem í. vetur skaut FH-inga í kaf. Talinn snjallasta stórskytta í dag. ísland hefur sjö sinnum leikið við Pólverja — tvívegis sigrar — í Júgólsavísu ’75 og í Metz í Frakk- landi '70. Fimm sinnum hafa Pólverjar borið sigur úr býtum. Síðast þegar Pólverjar komu hingað haustið 1975 og sigruðu þá tvívegis auðveldlega í bæði skiptin. Þá var pólska liðið undir stjórn Janusz Czerwinsky — nú stjórnar hann heimamönnum og fróðlegt verður að sjá hvort hann verður enn með vinningslið. Pólska liðið sem kemur hingað er skipað leikmönnum, sem hafa hlotið mikla reynslu í keppni við beztu lið heims — en eins og áður sagði er stórskyttan Klempel íslenzkum handknattleiksunn- endum kunnastur. Einn nýliði verður nteð pólska liðinu — Piotr Czackzk frá KS Gwardia. Eins og áður sagði hafa nítján leikmenn verið valdir fyrir leik- ina en þeir eru: Markverðir: Ólafur Benediktsson Val (63) Gunnar Einarsson Haukum (27) Kristján Sigmundsson Þrótti(l) Örn Guðmundsson ÍR (0) Aðrir leikmenn: Jón Karlsson Val (41) Bjarni Guðmundsson Val, (10) Þorbjörn Guðmundsson Val (10) Czerwinsky — ánægður með framfarirnar. Geir Hallsteinsson FH (92) Viðar Símonarson FH (92) Þórarinn Ragnarsson FH(12) Viggó Sigurðsson Víking (19) Björgvin Björgvinss., Vík. (85) Þorberg Aðalsteinss. Víking (3) Magnús Guðmundsson Vík. (3) Ólafur Einarsson Víking (32) Ágúst Svavarsson IR (24) Sigurður Sveinsson Þrótti (1) Axel Axelsson Dankersen (52) Ólafur Jónsson Dankersen (93) Eins og áður sagði verða leikirnir við Pólverja á mánudag og þriðjudag. A mánudag hefst 1 leikurinn kl. 21.30 — en þriðju- dag kl. 20.30. Síðan verða leikir við Tékka á fimmtudag og föstudag en Tékkar eru nú á ferðalagi um Norður- lönd. Islendingar hafa 13 sinnum leikið við Tékka — ísland hefur sigrað einu sinni —fjórum sinn- urn jafntefli og átta töp — en leikir þjóðanna hafa einmitt í gegn um árin ávallt verið mjög jafnir — einnig þegar Tékkar voru álitnir beztur — en einmitt á HM '61 er Tékkar voru á hátindi frægðar sinnar gerði litla ísland jafntefli við þá 13-13. Coventry vill fá Booth Sölur á Englandi eru nú tiðar og líklegt er að nokkrir leikmcnn skipti um félag á næstunni. Þann- ig hefur 1. deildarlið Coventry sýnt áhuga á að fá miðvörð Manchester Cit.v í sínar raðir — það er Tommy Botth. Botth hefur ekki getað tr.vggt sér fast sæti í liði City í vetur. Enski landsliðs- maðurinn Dave Watson tók frá honum stöðuna. Fyrr í vetur vildi Brian Clough kaupa hann frá City og voru félögin búin að semja um verð — 60 þúsund pund en Booth fýsti ekki að fara til Nottingham Forest. Einnig er líklegt að Tommy Jackson, n-írski landsliðs- maðurinn hjá Manchester United fari til Fulham en hann hefur þegar rætt við forráðamenn Fulham. Fyrir tveimur árum keypti Nottingham Forest Barry Butlin frá Luton fyrir 100 þúsund pund. í gær lánaði Forest Butlin til Reading en það leikur i 3. deild. Butlin hefur ekki getað tryggt sér fast sæti í liði Nottingham Forest eftir að Forest keypti Peter Withe frá Birmingham. Alan Waddington fram- kvæmdastjóri Stoke hætti við að kaupa Alan Warboys frá Bristol Rovers en talið var iíklegt að af kaupunum yrði. Warboys neitaði fyrr í vetur að fara til West Ham. Einn leikmaður var þó seldur i gær — en það var í 3. deild. Mansficld ke.vpti David McEl- vancy frá Chesterfield eftir að hafa selt tvo leikmenn til Hudd- ersfield — þá Terry Eccles og Jim McCaffre.v. Haker fyrstur —áæfingu Norðmaðurinn Erik Haker náði beztum brautartíma á æfingum í Wangen, annan dagínn í röð — skaut þá mörgum frægum nöfn- um aftur fyrir sig, þeirra á meðal Austurrikismanninum Franz Klammer — konungi brunsins. Sjálf keppnin fer fram á laugardag og þá kemur í Ijós hvort Haker fylgir eftir hinum góðu æfingatímum. Klammer var í öðru sæti fyrri daginn en hinn síðari var hann aftarlega. Haker fékk brautartím- ann 2:42.91 en brunbrautin er um 4.2 kílómetrar að lengd. Klammer hefur náð beztum brautartíma í hinni frægu brunbraut í Wengen það var árið 1975, þá för hann brautina á 2:35.19. Meistaramót yngstu í Hafnarfirði Meistaramót í frjálsum iþróttum í pilta-, telpna-. sveina- og meyjaflökki fer fram við íþróttahúsið við Strandgötu 20. fobrúar næstkomandi. Keppnis- grcinar oru hjá piltum, telpum og meyjum: langstökk án atr. og hástökk moð atr. hjá sveinum bætist við hástökk- og þrístökk án atrennu. Hofst koppnin kl. 13.30 en þátttökutilkvnningar ásamt þátttökugjaldi 50 kr. á grein vorða að hafa borizt Haraldi Magnússyni, Hverfisgötu 23c. sími 52403 i siðasta lagi 13. fobrúar. /

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.