Dagblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1977.
N
3
Svokallaö illgresi telst
einnig til nytjajurta
Steinunn skrifar:
Ég las grein í DB þriðjudag-
inn 18. jan. eftir Loft. Það er
skrýtið eins og þessi grein var
annars góð, hvað það lagðist illa
í mig að hann skyldi ráðast á
íslenzka illgresið okkar og líkja
því við menn eins og Batta
rauða. Að mínum dómi er hann
(Batti) ekkert líkur því. í
mínum augum líkist hann lús,
en í stækkaöri mynd. Hann er
ræktaður í íslenzku þjóðfélagi
og það er ekki sama og van-
hirða. Vil ég vinsamlegast leyfa
mér að benda greinarhöfundi á
þessa viHu.
IUgresið okkar, sem svo er
nefnt, er heldur ekkert illgresi
í raun og veru. Okkar illgresi er
harðgert og seigt og berst fyrir
tilveru sinni i sínum heimkynn-
um.
Notagildi þeirra jurta, sem
vaxa hér við nefið á okkur og
kallast illgresi, er mjög van-
metið. Þetta eru nytja- og lækn-
Raddir
lesenda
ingajurtir, ef vel er að gáð, svo
sem fíflar. Fíflamjólkin hefur
einhverja sérstaka náttúru og
úr fíflum er líka bruggað vín.
Sóleyjarnar haf? löngum heillað
ljóðskáldin okkar og verið þeim
yrkisefni. Silfurmuran stöðvar
blóðnasir sé hún lögð við iljar.
Arfinn er lagður við bólgur og
eyðir þeim. Auk þess inni-
heldur hann mikið c-vítamín sé
hann étinn (má setja hann í
skyr). Brenninetlan er tejurt,
njólablöð ágæt í jafninga með
mat og fleira og fleira.
tslendingar lifa í svo miklum
allsnægtum að þeir líta ekki
lengur við íslenzku illgresi, sem
áður var nýtt til manneldis. Nú
eru aðeins fáir íslendingar sem
nenna að standa í að tína fjalla-
grös og aðrar hollar jurtir. Það
eru helzt þeir sem eru farnir að
heilsu og komnir í þrot, sem
það vilja.
Loftur segir að allir viti að
illgresi þrífist bezt sé það ekki
hirt, en illgresi þarf líka áburð
og vætu eins og t.d. gras, einnig
hlýju. Næturfjólan, sem er
fögur ilmjurt telst til illgresis í
görðum vegna þess hve hun vex
ört og aðkomublómin, sem hafa
verið gróðursett þar, hafa ekki
pláss. Hún deyr í næringar-
snauðum jarðvegi.
Gaman væri annars að fá álit
grasafræðinga eða garðyrkju-
manna eða annarra sérfróðra á
notagildi islenzkra nytja- og
lækningajurta sem illgresi
nefnist. Eg segi nú bara svipað
og matvælasérfræðingurinn
Að vísu er ekki sól og sumar
núna, en daginn er að lengja og
það styttist í það. Hvernig væri
þá að huga að hinum ýmsu
B.D. þegar hann ræddi um,
þorskmálin í Dagblaðinu en
sagðist ekki nógu fróður um
þau til að geta gert þeim góð
skil. Þið hinir vísu menn. hag-
grösum, sem oftast eru nefnd
illgresi. Þau geta nefnilega
gert ýmiss konar gagn. Teikn-
ingin cr af fífli.
fræðingar, fiskifræðingar o.fl.
Segið álit ykkar.
Vernduð fiskimið eru hags-
munamál okkar, en svo er einn-
ig um jarðræktina.
íslenzk lög
í„Lög
unga
fólksins”
Bragi Jónsson i Vestmannaeyj-
um hringdi:
Af hverju í ósköpunum
kemur svona lítið af íslenzkum
lögum fram í Lögum unga
fólksins á þriðjudagskvöldum.
Á þriðjudaginn var ekki eitt
einasta lag með Islenzkum
texta, þótt flytjendur væru ís-
lenzkir. Nú veit ég til þess að
margir hafa sent bréf og beðið
um íslenzkar plötur og kveðjur
með, en lítið finnst mér hafa
komið fram af því. Gífurlega
mikið af plötum þar sem textar
voru íslenzkir kom út fyrir
jólin. Hvernig væri að fá að
heyra eitthvað af þeim?
„Halda sjónvarpsmenn
að við vitum ekki
hvernig dýr líta út?”
B.'J.G. frá Selfossi skrifar:
Mig langar að koma á fram-
færi gagnrýni á sjónvarpið sem
mér finnst orðið anzi hreint
lélegt.
Það er gott og blessað að láta
glæpaþættina hverfa en þá
verða forráðamenn sjón-
varpsins líka að hugsa um að
koma með góða og nýlega
skemmtiþætti í staðinn fyrir
hina.
Þetta lélega efni sem sjón-
varpið býður fólki upp á, er
til skammar og þessar sí-
endurtekningar eru mjög pirr-
andi. Svo eru það þessar
fræðslumyndir um dýr, halda
þessir menn að við vitum ekki
hvernig hinar og þessar skepn-
ur líta út? Er það þess vegna að
þeir bjóða fólki upp á þetta,
jafnvel áföstudagskvöldum? Já,
ef svo er langar mig að benda
þeim á að við höfum öll gengið í
skóla og vitum líklega það sem
við viljum vita um dýrin.
Annars finnst mér að þeir
hjá sjónvarpinu mættu huga að
því að frjáls samkepnni er
öllum holl og að þetta á að
kallast lýðfrjálst land.
»
Það er skrýtið að vera að sýna
manni allar þessar myndir um
dýr, segir lesandi og bendir á
að við hljótum að vita hvernig
þau líta út.
Verða strætisvagnabflstjórar
ekki að vera liðlegir?
Hrund, Sveina og Guðrún, 16
ára, skrifa:
Við tókum strætó einu sinni
sem oftar við Trabant-umboðið
á Sogaveginum, eða leið sex.
Við borguðum 120 kr., sem við
vissum mætavel að var ekki nóg
og settumst síðan aftast í
vagninn. Þá stoppar bílstjórinn
vagninn og kemur til okkar og
segir að það vanti 30 kr. upp á
fargjaldið. Við svöruðum
honum ósköp kurteislega og
sögðum aó við ættum ekki
meira í smáu, og spurðum
jafnframt hvort það væri ekki í
lagi, því að við værum að fara
svo stutt, aðeins nokkra metra.
Hann lætur það kyrrt liggja og
heldur af stað. Þegar við erum
kornnar á leiðarenda hringjum.
við bjöllunni, en hann opnar
ekki, við biðjum hann um að
gjöra svo vel að opna, en hann
svarar ekki og því síður að
hann opni. Hann heldur af stað
án þess að opna og keyrir fram
hjá næstu stöð án þess að
stoppa. Akváðum við þá að
setjast aftur og fara hring, því
okkur fannst hann í hæsta máta
óréttlátur. Því gerði hann
ekkert i þessu þegar við
komum inn í vagninn?
Kunningi okkar kom inn í
vagninn á torginu og spurði
tvívegis hvenær hann legði af
stað, en ekkert svar kom. Svo
hann settist niður og beið eftir
svari, sem kom aldrei. A
leiðarenda komumst við svo um
fjögurleytið og vorum heldur
orðnar svekktar á framkomu
'bílstjórans. Okkur flaug I hug,
hvort hann hefði komið svona
fram við okkur ef við hefum
verið þrjár fullorðnar.
Spurning
dagsins
Á að reisa fleiri
álverksmiðjur á íslandi?
Björg Lárusdóttir: Eg hef nú ekki
myndað mér skoðun á þessu máli
en mér finnst að við eigum að
fara varlega í sakirnar vegna
þeirrar mengunar sem er i kring-
um álverið í Straumsvík.
Magnús Torfi Ölafsson: Aður en
við förum að hugsa um fleiri ál-
ver þurfum við að búa svo um
hnútana að þau valdi ekki meng-
un.
Katrín Eymundsdóttir: Við
eigum að hugsa um það en ekki
kasta hugmyndinni frá okkur
strax.
Ragnar Hilmir Ragnarsson: Það
er allt í lagi að reisa fleiri álver en
það verður að vera á öðrum
grundvelli en það sem er í
Straumsvík, t.d. með tilliti til raf-
magnsverðs og mengunar.
Gunnlaugur Þórarinsson: Já'. það
er áreiðanlega hægt að komast
h já mengun.
Sigurjón A. Sigurósson: Það er
ágætt að fá fleiri álver og helzt
eitt í hvert landshorn. Það er
örugglega hægt að koma í veg'
fyrir mengun með allri þeirri
tækni sem við höfum yfir að ráða.