Dagblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. JANCAR 1977. frfálst, úhád daghlað Utgefandi DagblaAiö hf. Framkvæmdastjóri: Svoinn R. Eyjólfsson. Ritstjórí: Jónas Kristjansson. Frettastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aöstoöarf.-éttastjori: Atli Steinarsson. íþrottir. Hallur Símonarson. Hönnun: Johannes Reykdal. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingolfsdóttir, Gissur Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Petursson, Jóhanna Birgisdóttir, Katrin Palsdottir, Kristin Lýösdóttir, Olafur Jonsson, Ómar Valdimarsson. Ljosmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Sveinn Þormóösscn. Gjaldkeri: Þróinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Mór E.M. Halldórsson. Askrif targjald 1100 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 60 >kr. eintakiö. Ritstjórn Síöumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiösla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaöiö og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerö: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Hvað á aðgera við Kröflu? Rótt væri aó hætta byggingar- framkvæmdum við Kröflu. að minnsta kosti moðan vetur er. Starfsfólk hefur nú aó nýju verið flutt brott vegna harðra og margra jarðskjálfta og vaxandi ótta við eldgos. Hins vegar er ætlunin að halda byggingarframkvæmdum áfram eftir stutt hlé en starfsfólk verði þar kannski ekki um nætursakir og dregið verði úr dagvinnu. Þau verkefni, sem að hefur verið unnið að undanförnu. geta ekki talizt aðkallandi. Vinnuafköst hafa líka verið lítil, aðeins tuttugu og fimm prósent í útivinnu og sjötíu og fimm prósent í innivinnu. Erfitt gæti re.vnzt aó flvtja starfsfólk brott í skyndi. meðan vetur er. og athuganir hafa sýnt. að örvggisráðstöfunum er mjög ábótavant. Þar sem mannslífin eru dýrmætust, er ekki vit i öðru en að fara fvllilega að tillögum Almannavarnaráös, sem hafði lagzt gegn vinnu þar á þessum árstíma. Hverjir ætla að taka á sig áb.vrgð. ef illa fer? Þar sem ekki er unnið að brýnum verkefnum og vinnuafköst lítil en gos- hættan hins vegar mikil. ætti að stöðva bygg- ingarframkvæmdirnar. Hins vegar er ekki vegur að hætta alveg við Kröfluvirkjun á þessu stigi. Til þess eru of miklir fjármunir komnir í virkjunina. Vist er Ijóst. aö vitlaust var farió í málið. Miklu itarlegri rannsóknir hefði þurft til. áður en ætt var af stað. Það var röng stefna að ..bvggja. áður en borað er“, eins og einn nákom- inn Kröfluvirkjun komst að orói. Þetta eru ekki lítil mistök, heldur stofna þau öllu málinu í hættu. Mistökin hafa verið viðurkennd með því að þeir. sem hlut eiga að máli, benda hver á annan og segja: ..Hann er ábyrgur en ekki ég“. Iðnað- arráðherra segir. að sérfræðingarnir hafi sam- þykkt virkjunarframkvæmdirnar. í Orkustofn- un segja sérfræðingarnir. að stjórnmálamenn- irnir hafi tekið ákvörðunina og þeirra sé ábvrgðin. Menn reyna eftir megni að þvo hend- ur sínar af virkjuninni. Þar sem um marga menn er aó ræða, er hætt við. að ábvrgðin geti týnzt, svo að fólk viti ekki, hver hana ber. í rauninni er hió rétta. að þeir bera hana allir. bæöi stjórnmálamennirnir og sérfræðingarnir. Hafi sérfræðingunum ekki lit- izt á blikuna. áttu þeir ekki aö þegja heldur hefja hörö andmæli. Kröfluvirkjun hefur til þessa gefið sáralítið, þrátt fyrir allar borholurnar, og miklu minna en aðstandendur hennar ætluðu. Formaður Kröflunefndar hefur orðið aö fara bónarveg til Japan. «f því að virkjunin hefur ekki getað staðið við sitt. Víst er öll Kröfluvirkjun heims- met. eitthvert mesta fjárhættuspil. sem um getur. Hín.s vegav stoóar ekki að fjargviórast vfir liðnum tíma og gömlum mistökum. Úr því sem komtð ev. vevóuv aó \va\da áfvam. ef uvmt roynist. En það er lágmarkskrafa. að mannslífin verði varin. Meginverkefnið <u- að trvggja 'iryggi starfsfólksins. ATHYGLISVERÐAR RANNSÓKNIR FRANSKRARBLAÐAKONUVEKJA MlKLAR UMRÆÐUR ERLENDIS: KONANERSEK „Konan er talin sek. ef hægf er að greina útlínur likama hennar undir fötunum." sagði Mariella Righini. Konan er sek. Eða réttara sagt, hún er gerð sek. Það skiptir ekki máli, hversu augljóst er, að konunni hafi verið nauðgað, það liggur alltaf í loftinu: Var það ekki þetta, sem hún vildi? t allt haust og vetur hafa miklar umræður orðið um mál- efnið nauðgun-nauðgun ekki á meginlandinu og víðar og hafa margir orðið þar til þess að leggja orð í belg. Franska skáld- konan og blaðamaðurinn Marielle Righini hefur tekið málið upp í grein og komizt að þeirri niðurstöðu, að það er nánast ómögulegt fyrir konu að hrista af sér þær fyrirfram gerðu skoðanir, sem ríkja um þetta mál, bæði hjá konum og' körlum. Þetta gerir hún í grein í tíma- ritinu Le Nouvel Observateur. Þar setur hún m.a. fram þetta dæmi: Ef gömul kona gengur eftir götunni með veski sitt og því er rænt af henni, segir fólk ekki: Það er henni að kenna að töskunni var stolið af henni. Hún vakti áhuga þjófsins með því að sýna veskið. Ef um rán á veski frá gamalli konu er að ræða, er ekki hægt að snúa hlutunum við. En ef um nauðgun er að ræða, fer það gjarnan svo, að konan sem fyrir misþyrmingunni varð, er meira. eða minna sökuð um allt saman. Mariella Righini telur upp tíu dæmi úr nýjum f.rönskum dómsmálum. Burtséð frá því, hvernig aðstæðurnar voru í raunveruleikanum má sjá, að auðvelt er að snúa málunum gegn fórnarlömbunum. Dómarinn: Af hverju voru þér ekki í nærbuxum undir síð- buxunum?j Konan: Þá sáust útlínur þeirra í gegn. Niðurstaða: Burtséð frá því hverju konan hefði klæðzt und- ir síðbuxunum, verkaði hún eggjandi á menn og þar með hvatti hún til nauðgunar. 2) Stúlkan er I skósíðu pilsi. Þessi breyting á tízkunni hefur ekki fækkað nauðgunartilfell- um. Nú er ímyndunarafl jcarl- manna hvatt á annan hátt. Hvernig lítur þessi kona út undir öllum þessum fötum? Hvað er hún að reyna að fela? Konur ættu að vita, að íbúar jarðarinnar eru ekki tómir munkar og skátastrákar. 3) Konur, sem biðja um far með bílum á vegum úti, geta sjálfum sér um kennt. Um leið og þær setjast upp í bíl, eiga þær að vita, að níu af hverjum tíu karlmönnum viija sofa hjá þeim. Kona, sem nauðgað var, eftir að hún hafði fengið far með ókunnugum manni í bil í sum- arleyfi sínu, var spurð: Þekkir þú ekki illsku þessa lífs? Veiztu ekki, að þú getur ekki treyst hverjum sem er? Konan var á ieið til Suður- Frakklands, þar sem hún lagði stund á fornleifafræði. Hún, taldi sig ekki hafa gert neitt af sér. „Þetta er skemmtilegur ferðamáti," sagöi hún. „Eg ferðast svona, af þvi að það er skemmtilegt. Ekki til þess að verða nauðgað. Konan er sek, 1) ef neðri hluti líkama hennar er eggjandi, ef hún kAæðist þröngum buxum,' 1 þröngum skyrtubol, fötum, þar I sem hægt er að greina iíkama I hennarígegn. Dæmi frá réttarhöldum: Var I konan eggjandi? Já. Hvernig? I Hún var í stuttu pilsi. 4) 19 ára gamalli stúiku var ljóstz að það gat verið hættulegt að fá sér far með bílum. Hún tók þv\ \estfna \ staðfnn. Þar eð leguvagnarnfr í lestfnni voru yfirfullir, fylgdi hún ráðum iestarvarðarins og fékk sér miða í svefnvagninum framar í lestinni. Hún greiddi viðbótar- gjald fyrir það. Um nóttina nauðgaði lestarvörðurinn henni. Dómarinn við réttarhöldin: „Vissuð þér ekki, að þér voruð eini farþeginn í svefn- vagninum? Yður hefði átt að gruna þetta. Ung stúlka getur ekki búið um sig ein í svefn- vagni." 5) Kona, sem er ein á ferð, er kona, sem hægt er að notfæra sér. Hún tekur þá áhættu, að háttalag hennar verði tekið sem boð um eitthvað meira. 6) Konur geta ekki leyft sér að fara einar á veitingahús i kvikmyndahús eða vera einar á tjaldstæði. Konur hafa auðvitað rétt á að koma á þessa staði. En karlmenn vita, eftir hverju þær eru að sækjast og haga sér eftir þvi. 7) Konan er sek, ef hún opn- ar dyr húss síns, þegar hún á ekki von á neinum í heimsókn. Kona nokkur var svo óheppin að anza dyrabjöllunni eitt síð- degi, þegar maður hennar var við vinnu sína og börnin í skól- anum. Maður nokkur var þar fyrir utan og bauðst til að slá fyrir hana blettinn. Þegar hann kom til að fá greitt fyrir, bað hann um eitt vatnsglas. Siðaa nauðgaði hann konunni. Konan var dæmd meðsek vegna hugsunarleysis síns. 8) . Konur eru sekar, af því að þær eru fallegar, af því að þær eru konur. í einni varnarræðu kom þetta fram: Lilliane er fall- eg. Hún vildi ekki láta nauðga sér. En kona er kona. Það verð- ur einnig að hugsa um eðli karl- mannsins. 9) Karlmenn velja fórnardýr sín af miklu handahófi. Konan getur verið 64 ára, hún getur verið ellihrum, hún getur verið tannlaus og hún getur verið 12 ára. Hún getur verið nunna. Nauðgun er órökrænn gern ingur. Það er eitthvað sem ger- ist án umhugsunar, stjórnlaust. 10) Kona, sem er ekki kona einhvers, er kona allra- Hið kynferðislega frjáisræði, er við búum við, hvetur til misnotkun- ar. Það er konu engin afsökun að vera kynvillt. Ef hún hvetur á einhvern hátt og freistar karl- manna, getur hún sjálfri sér um kennt. Mariella Righini skrifar: Konan verður að gera sig ljóta, hún verður að láta lítið á sér bera, hún má ekki horfa á fólk og gæta sín á því að haga sér ekki á nokkurn hátt þannig, að hægt sé að skilja það sem. hvatningu til karlmanna. Skrif Righini hafa vakið þá, sem efuðust í baráttunni, »il verulegrar umhugsunar um þessi málefni. Tímarnir hafa breytzt. Kona á að hafa rétt til þess að horfa beint í augu karl- manns.til þess að brosa, til þess að segja já, þegar hún meinar já og nei, þegar hún meinar nei og að það verði virt. Hún á einnig rétt á því að hafa frum- kvæðið að líka við karlmann, án þess að það verði eitthvað rneira. Hún á að hafa rétt á því að vera vingjarnleg, án þess að það þýði að hún vilji láta nauðga sér,. En ennþá eru m\k.Ur íordóm- ár rikjandi, bæði hjá körlum og konum, og ekki má búast við því, að framfarir á þessu sviði mannlegra samskipta verði miklar fyrr en þeim hefur verið eytt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.