Dagblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1977 Jimmy Page áímála- ferlum við CBS Jimmy Page, gltarleikari Led Zeppelin, hefur krafizt tvegs.ja mill.jóna dollara af CBS fyrirtækinu, vegna út- gáfu þess á hljómleikaplötu með hljómsveitinni Yard- birds. Jimmy Page var á samningi hjá hljómplötu- fyrirtækinu Epic, sem er í eigu CBS, meðan hann starfaði með Yardbirds. Hljómleikaplatan sem urn ræðir, var tekin upp í Anderson Theatre i New York í síðasta skiptið, sem Yardbirds léku þar. A plötu- umslaginu segir, að það hafi verið 30. marz 1968, en fróöir menn segja að það geti ekki staðizt. Yardbirds hafi siðast leikið í New York í ágúst 1967. Þessi hljómleikaplata kom fyrst í búðir á árinu 1970, — um sama leyti og Led Zeppe- lin II kom út. Þá krafðist Jimmy Page þess, að plöt- unni yrði kippt af markaðin- unt. Nú skýtur henni sem sagt aftur upp í verzlunum, — allóvænt. Upphæðin, sem Page fer fram á samsvarar rúmlega 380 milljónum Isl. króna. Magnús og Jóhann saman á hljómplötu — Verður framhald af fyrstu plötu þeirrafélaga Gömlu samstarfsmennirnir Magnús Sigmundsson og Jóhann Helgason hafa ákveðið að vinna saman að plötu. Upp- takan fer fram bæði hér heima og í Englandi og er í ráði að hafizt verði handa innan tveggja mánaða. — Hljóm- plötuútgáfan Júdas gefur plöt- una út. „Það má eiginlega segja, að við ætlum að hafa plötuna í beinu framhaldi af fyrstu plöt- unni sem við gerðum," sagði Magnús Sigmúndsson, er hann var spurður um þessar fyrir- ætlanir. ,,Á annarri hliðinni verða eingöngu hröð lög, en róleg á hinni." Þá sagði Magnús, að öll lögin yrðu eftir þá félaga og að flest þeirra væru alveg ný af nál- inni. Þeir hyggjast hafa texta við lögin, bæði á ensku og ís- lenzku. en el' fallið verður frá því, sitja íslenzku textarnir í fyrirrúmi. Um aðstoðarhljóð- færaleikara sagði Magnús, að Magnús Kjartansson yrði hljómborðsleikari og auk þess hygðist hann fá sömu trommu- og bassaleikara og léku með honum á plötunni Still Photographs. Síðan yrðu aðrir ráðnir, eins og til féllu. „Annars ætlum við að hafa einfalt snið á þessari plötu," sagði Magnús. ,,Við reynum að forðast að ofhlaða nokkurs staðar, — fækkum frekar hljóðfærum fyrir bragðið." Magnús Sigmundsson fer Boney M. með 3 lög á íslenzka listanum Sænska lagið Movie Star situr enn sem fastast í fyrsta sæti í Klúbbnum þessa vik- una. Talsverðar hræringar hafa orðið að öðru le.vti — Boney M. virðist vera að gera það gott, því að það nafn kemur þrisvar fyrir á listanum. Lagið Dadd.v Cool er í 4. sæti, Take The Heat Of Mv, kemur i 12., en það lag er hinunt megin á Daddy Cool-plötunni. Loks er Boney M. með lagið Fever í fimmtánda sæti. Islenzku lögin eru jafn- mörg og þau sömu og í síðustu viku. Bæði fara þó lækkandi, — Blue Jean Queen úr 6. sæti í 7. og Storm.v Monday úr 11. í 14. sæti. -AT- ISLAND 1. <1) 2. (3) 3. <5) 4. <2) 5. (4) 6. <7) 7. (6) 8. <10) 9. (14) 10. (12) 11. (8) 12. (15) 13. (9) 14. (11) 15. < —) 16. (18) 17. < —) 18. (16) 19. < —) 20. ( —) — Klúbburinn Movie Star............................Harpo Danee Little Lady Dance........Tina Charles Car Wash ........................Rose Royce Daddy Cool........................Boney M. Nice And Slow.........................Jesse Green Peter Guun......................... Deodato Blue Jean Queen ................Magnus Thor Music Man ..................Eddie Kendricks Jam — Jam — Jam .............People’s Choice Summer Affair................Donna f>ummer You Should Be Dancing..............Bee Gees Take The Heat Of M.v..............Boney M. Disco Duck......Rick Dees & His Cast of Idiots Stormy Monday...........................Eik Fever..............................Boney M I Wish .......................Stevie Wonder Supership ....................George ,,Bad“ The Rubberband Man.................Spinners Makcs You Blind ...............Glitter Band Down To Love Town............The Originals. HVÍTA HUSIÐ OPNAÐ FYRIR ROKKTÓNLIST Dyr Hvíta hússins, að- setursstaðar Bandarikjafor- eta. voru formlega opnaðar fyrir rokktónlist í gærkvöld. Þá hélt nýskipaður forseti B a n d a r í k j an n a, .1 i m my Carter, veizlu fyrir stuðn- ingsmenn sina i kosninga- baráttunni og nteðal þeirra sem skemmtu. voru hljóm- sveitirnar Marshall Tucker Band og Sea Level. Marshall Tucker Band hélt tvenna hl.jómleika til st.vrktar Carter, meðan hann barðist gegn Ford i kosn- ingabaráttunni og þrír úr Sea Level komu einnig fram á slíkum hl.jómleikum. eins og reyndar hl.jómsveitin Allman Brothers Band. sem nú er hælt. utan á laugardaginn. Aður ætla þeir Jóhann að hafa lokið prufuupptökum. en síðan verður hafizt handa í London. þegar Magnús hefur undirbúið jarðveginn þar. -AT- Lengi hefur verið beðið eftir því að þeir Magnús og Jóhann hæfust handa við að gera plötu saman. Hér eru þeir á skemmtun í Tónabæ og í baksýn er Magnús Kjartansson, sem verður hljómborðsleikari á plötunni. DB-m.vnd: Björgvin Pálsson. Icesound: Færanlegt fjögurra rása stúdío „Það eru vúrla margir, sem vita um tilvist okkar. Við höf- um ekkert gert til að auglýsa nafnið, en þess í stað leyft því að breiðast út í rólegheitun- um.“ Þetta sagði Halldór Árni Sveinsson, einn þriggja eig- enda upptökustúdíósins Ice- sound, er Dagblaðið ræddi við hann fyrir nokkrum dögum. Ieesound stúdíóið er f.jög- urra rása stórt og að mestu leyti heimasmiðað. Það hefur lengst af verið til húsa við Vesturgötu í Hafnarfirði, en nú er unnið að því að gera það færanlegt. Fyrsta verkefnið eftir þá breytingu verður að taka upp djasshljómleika i Glæsibæ, sem verða haldnir 24. næstkomandi. „Það á eftir að koma í ljós í framtíðinni, hvort það er grundvöllur fyrir að vera með svona færanlegt stúdíó," sagði Halldór Árni...Viðrekum þetta reyndar ekki sem. peninga- fyrirtæki, heldur viljum við gefa sem flestum færi á að taka upp efni sitt. Þó að við teljum okkur reiðubúna til að taka upp hljómplötur. þá verður upptakan aldrei neitl súper. Hins vegar erum við tilbúnir að taka prufuupptök- ur og rásirnar fjórar gefa þó nokkra möguleika til blönd- unar." Halldór bætti því við, að ef hljómsveitir hefðu áhuga á að gera prufuupptökur, þá væri ekkert þvi til fyrirstöðu að þær væru unnar í æfingahúsnæði hljómsveitanna, — ef hljóm- burður þar væri almennilegur. 1 Icesound stúdíóinu hefur verið tekin upp éin hl.jómplata -og önnur er langt komin. Þá hefur verið nokkuð um að Halldór Arni Stefánsson stendur hér í stjórnkiefa Icesound stúdíósins. Hann hefur smíðað mestan hluta tækjanna, nema segulbandstæki og hljóðnema. DB-mynd: Arni Páll. ungir hljómlistarmenrr tækju þar upp lög sín. Haildór Árni bjóst við því að næsta sumar yrði fengin reynsla á því, hvort færanlegt stúdíó borgaði sig. „Ef svo er ekki," sagði hann, „þá setjum við tækin niður aftur og þá jafnvel i minni sal en við höfum í Hafnarfirði." -AT- Fimmtán sóttu um hjá Nú-Tímanum Starf við að skrifa popp- síður virðist svo sannarlega vera vinsælt, Á síðasta sunnudegi auglýsti Nú- Tíminn eftir blaðamanni og er DB hafði samband við 3unnar Salvarsson, Nú- Tímaritst.jóra á þrið.judag, höfðu ekki færri en 15 manns sótt um. Gunnar var þá þegar búinn að ráða nýjan mann. Sá heitir Kjartan Jónasson. Hann hefur áður fengizt við að skrifa smásögur og annað í þeim dúr. Ilann mun í framtíðinni sjá um að taka viðtöl fyrir Nú-Tímann, sem birtast hálfsmánaðarlega. Að sögn Gunnars Salvars- sonar voru langflestir um- sækjendanna skólanemend- ur. sem langaði til að vinna sér inn aukapening með náminu. Margt þessa fólks hefur fengizt við að skrifa uin tónlist i skólablöð sin. -AT-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.