Dagblaðið - 27.12.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 27.12.1977, Blaðsíða 2
DAGBLA IÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 1977. 2 r EKKIBARA BÆNDAKONUR FÁIKAUP HELDUR ALLAR HEIMAVINNANDIHÚSMÆÐUR Bangsi skrifar: Hvernig má það vera að eiginkonur bænda fá allt í einu full laun reiknuð til skatts þótt framtal bænda geri ekki ráð fyrir því að afgangur sé til þess að greiða húsmæðrum laun? Er þetta svikamylla land- búnaðarins að vera búinn að koma því inn hjá verðlagningu landbúnaðarvara að reiknað sé með heimilisvinnu kvenna bænda? Er ekki með þessu kominn tími til þess að heimavinnandi konur fái fullt kaup, eins og á Þórshöfn. Væri ekki rétt að jafnréttis- ráð tæki þetta mál alvarlega og rétti hlut allra þeirra kvenna sem vinna heimilisverk án launa miðað við laun land- búnaðarkvenna? Vona að þetta verði eitt af afréttingarmálum jafnréttis í þjóðfélaginu. Nú megum við miða við laun allra heima- kvenna. Að bjóða gott kvöld Sigurður Halldórsson skrifar: Ég tel það alveg fráleitt að þeir sem koma fram í sjónvarp- inu með alls konar fróðleik, bæði fréttir og annað, bjóði ekki gott kvöld eða góðan dag, eftir þvi sem við á. Þegar veðurfréttir eru lesnar á að bjóða gott kvöld. Einn af þeim veðurfræðingum sem segir veðurfréttirnar, Guðmundur Hafsteinsson, gerir það ekki. Þetta er sá þáttur sem flestir horfa á og hlusta á. Það er sjálfsögð kurteisi að bjóða gott kvöld, eins og að heilsa. Enginn kemur svo að bæ eða húsi öðru- vísi en að heilsa eða bjóða góðan dag eða gott kvöld, eftir því sem við á. Eg vil því mælast til þess að Guðmundur taki sér til fyrir- myndar þá sem lesa með honum veðurfréttir að bjóða gott kvöld. Þetta er bæði sjálf- sögð skylda og kurteisi. eða ekki Aths. Guðmundur Hafsteinsson svaraði svipuðu lesendabréfi í öðru dagblaði á dögunum. Sagði hann að sá fréttamaður- inn eða þulurinn sem hæfi fréttalesturinn bjóði jafnan gott kvöld og telji hann þvf óþarfi að fleiri geri það í einum og sama fréttatímanum. Má einnig benda á að frétta- mennirnir sem lesa fréttirnar bjóða heldur ekki gott kvöld*1 nema þeir séu fyrstir á skerm- inum. Störf sveitakvenna eru vita- skuld erfið en enginn getur mótmælt þvi að störf heima- vinnandi húsmæðra eru iika erfið. Því að gera einhvern mun á þeim? Þjóðarleiðtogarnir voru dæmdir af sigurvegurunum Helgi skrifar: „Athyglisvert er fyrir bæði leika og lærða að lesa grein eftir W. Maser f Lesbók Mbl. þann 20. nóv. si. um Niirnberg réttarhöldin f lok sfðari heims- styrjaldarinnar. Grein þessi er, eins og búast mátti við, mjög hlutdræg gegn hinum þýzku leiðtogum og stjórnmálamönn- um þessa tfmabils. Virðist t.d. slfkur skætingur nauðsynlegur eins og að segja að Herman Göring sötri súpu sína í réttar- hléi f stað þess að borða hana. Þegar svona heimsku- skætingur er viðhafður þegar um er að ræða eitt sorglegasta tfmabil mannkynssögunnar lýsir það eingöngu gáfnafari greinarhöfundar eða þýðenda og sýnir að það er ekki upp á marga fiska. En greinin er engu að sfður fróðleg, þvf hún er um málefni sem mikið hefur verið logið um og hugsandi fólk er að byrja að átta sig á því. í fyrsta sinn f sögunni eru þjóðarleiðtogar dæmdir af sigurvegurunum sem almennir glæpamenn. Þar með er sjálfumgleði hinna svo- kölluðu bandamanna eins- dæmi. Hinir dæmdu fengu ekki að velja sér lögmenn og verjendur samkvæmt eigin ósk. Þeir urðu að velja úr lista sem erkióvinir þeirra sköffuðu þeim. Á þess- um lista var enginn sem fyllti frumskilyrði til þess að verja þá. Það má deila um stjórnmál og framkvæmd þeirra af hálfu þýzkra yfirvalda. En um var að ’ræða löglega stjórnendur þýzka ríkisins, sem lyftu Grettistaki f landi sfnu og framfylgdu stjórnmálastefnu sem átti örum vinsældum að fagna, beggja vegna Atlantshafsins. Ekki var nóg með að hinir þýzku menn væru dæmdir fyrirfram af dómurum sfnum í Niirnberg sem voru fulltrúar alþjóðakommúnismans og al- þjóðaauðvaldsins, heldur var þessum stoltu mönnum mis- þyrmt og þeir pyntaðir f prfs- und sinni þar til þeir misstu andlega og lfkamlega heilsu. Meðal aðferða sem hinir sómakæru bandamenn notuðu til þess að'niðurlægja og mis- þyrma föngum sfnum var bæði óreglulegt, takmarkað og slæmt mataræði. Var leitazt við að skammta þeim mat, sem hver um sig var óvanur eða hafði óbeit á. Fangarnir fengu ekki að sofa f friði. Þeir fengu ekki að ræða saman einslega og þeir fengu ekki heldur að ræða við verjendur sina í einrúmi. Bandarískur sérfræðingur í áróðurs-sálfræði hafði það verkefni að eyðileggja upp- byggingu varna þeirra og bar lygasögur á milli þeirra. Og þegar á reyndi var þeim bannað að halda varnarræður sfnar og f hvert sinn sem þeir reyndu að segja eitthvað var gripið fram í fyrir þeim. Enda voru þeir fyrirfram dæmdir af dómurun- um. Fangaklefarnir voru ógeðs- lega óhreinir og ódaunninn óþolandi, múrhúðin var að detta af veggjunum, nær ljós- laust nema á næturnar þegar fangarnir ætluðu að reyna að sofna. Þá var ljóskösturum beint að þeim. Rottugangur var mikill og allt sem þeir sögðu var hlerað og allt sem þeir skrifuðu var annaðhvort rit- skoðað eða eyðilagt. Þessi sál- fræðingur, G.M. Gilbert, hefur skrifað bók um þessi „réttar- höld“ sem nefnist Ndrnberg Diary. Það er fróðleg bók. Fangarnir fengu ekki að svara ákærunum á sig i friði og voru ekki dæmdir hver fyrir sig heldur f hóp. Ekki var nóg að þessir stoltu Þjóðverjar væru eyðilagðir með hinum ýmsu að- ferðum þar til þeir misstu vitið, þeir voru hreinlega drepnir eða afréðu að taka þátt f þessum sorglega skrfpaleik og tóku lff sitt sjálfir eins og Göring og fleiri. Enn þann dag f dag er verið að kvelja einn þessara manna f hræðilegu fangelsi bandamanna. Þessi maður er Rudolf Hess, sem er yfir átt- rætt. Hann var tekinn höndum f Englandi árið 1941 þegar Rudolf Hess situr aleinn í hinu stóra Spandau fangelsi. Bandamenn, það er að segja aðrir en Rússar, hafa viljað sleppa karlinum, því það þykir ómannúðlegt að halda honum lengur í prísundinni. Þar að auki er þetta dýrt spaug því starfslið í fangelsinu verður að vera til að „passa upp á karlinn". hann fór þangað að eigin frum- kvæði til að leitast við að semja frið. Englendingar launuðu honum með fangeisun og hefur Hess setið f fangelsi síðan i einangrun. Menn geta spurt sjálfa sig hve miklum hörmung- um hefði mátt afstýra ef hægt i hefði verið að koma á friði árið 1941. 1 ensku fangabúðunum missti Hess heilsuna og minnið. Bandarisku sálfræðingarnir f Nilrnberg komust að þeirri niðurstöðu að Hess þjáðist af -ninnisleysi „amnesia" og því ósakhæfur. Samt var hann dæmdur í ævilangt fangelsi í Niirnberg. Hess var sekur fund- inn fyrir tvennt. Fyrst fyrir að hafa verið háttsettur i stjórn Þýzkalands og í öðru lagi fyrir að vita um innrás í Austurríki, Tékkóslóvakíu 0g Pólland. Auðvitað var þetta eitt og hið sama en kjarni málsins er sá að Hess var í enskum fangabúðum meirihluta strfðs- ins vegna friðarumleitana sinna. Þegar til NUrnberg kom var Hess orðinn sjúkur maður sem hafði ekki nokkra minnstu möguleika til þess að verja sig. Það má sannarlega segja að það sé rangt þegar eitt rfki gerir innrás f annað, þótt slfkt hafi verið f tízku undanfarin tutt- ugu og fimm ár. Hvers konar glæpur er það að ráðast inn í hlutlaust og óhervætt land og hernema þjóð þess eins og gert var með Is- land? Hver verður látinn svara til saka fyrir það? NUrnberg var sorglegur skrfpaleikur i endalok mikils harmleiks, sem heldur áfram á meðan hinn aldraði Hess er látinn lfða hræðilegar misþyrmingar, ein- angraður f fangeisi banda- manna. Sagan og framtiðin munu dæma þetta athæfi þegar þeim gefst gæfa, siðgæði og mann- dómur til. Dómurinn yfir hin- um raunverulegu glæpamönn- um er óuppkveðinn."

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.