Dagblaðið - 27.12.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 27.12.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 1977. 9 PÁLL VILHJÁLMSSON —gamlar, góðar lummur seldust bezt af hljómplötunum Þau eru sennilega æói mörg barnaheimilin í landinu, þar sem strákar og stelpur á öllum aldri sökkva sér nú niður í lestur bókarinnar Pál Vil- hjálmsson sjónvarpsstjörnu á meðan eldri systkinin hlusta með áfergju á plötuna Gamlar. góðar lummur. Dagblaðið ræddi við nokkra bóksala og plötukaupmenn fyrir jól og virtust þeir almennt sammála um að tveir ofan- greindir titlar rynnu hvað bezt út, — ja eins og heitar lummur. Af öðrum bókum þótti Heimsmetabók Guinnes standa sig hváð bezt og sömuleiðis Ætlar hann aldrei að þagna karlskrattinn eftir Magnús Storm. Þá var einnig góð sala í bókum um Tinna og Ástrík eins og endranær. Lummuplatan svokallaða hafði algjöra yfirburði yfir aðrar hljómplötur fvrir jólin Næst á eftir kom platan Fvrr má nú aldeilis fyrrvera með þeim bræðrum Halla og l udda. Þá kváðust plötukaupmenn METSÖLUBÓK einnig selja vel af Vísnabókar- plötunni Ut um græna grundu og jólaplötunum Hvít jól með Silfurkórnum og Jólastrengj- um. Erfitt var að segja um hver erlendu hljómplatnanna seldist hezt, en Out ()f The Blue með hljómsveitinni Eleetric Ligth Orchestra var oft nefnd og sömuleiðis nýjustu plötur hljómsveitanna Smokie og Queen. Þá er Elvis heitinn Presley ávallt vinsæll. Plata hans, Elvis Forever var sögð seljast nijög vel. Hún hefur gengið mjög vel allt frá þvi er rokkkóngurinn lézt fyrr á árinu og mun sennilega vera sú sölu- ha.'sta á öllu árinu. - AT - ■ mjæt . •• % 9 HIHif nUL m Trúnaðarskylda blaða lögvernduð — sakadómur synjar kröf u rannsóknarlögreglu um að naf nleynd sé rof in „Hins vegar þykir samband ábyrgðarmanns blaðs eða tíma- rits og þeirra, er í það rita, þar á meðal auglýsenda, þess eðlis, að eigi sé rétt, nema ríkar ástæður krefjist, að skylda ábyrgðarmanninn til að skýra frá nafni höfunda, sem kjósa að leyna nafni sínu", segir í úr- skurði sakadóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp fyrir skömmu. Fyrir skömmu birtist i Morgunblaðinu auglýsing, sem býður eigendum „sparifjár" mikla og hraða ávöxtun. Nánar tiltekið er boðizt til að tvöfalda peninga á einu ári ,,á algjörlega löglegan hátt“, eins og i auglýsingunni segir. Rikissaksóknari lagði fyrir rannsóknarlögreglu ríkisins að kanna málið með hliðsjón af hugsanlega löglausri vaxta- töku. Auglýsandinn nafngreindi sig ekki heldur óskaði hann eftir þvi, að þeir, sem áhuga hefðu, legðu bréf inn á af- greiðslu blaðsins. Morgunblaðið synjaði kröfu rannsóknarlögreglustjóra um að láta honum í té vitneskju um nafn auglýsandans. I greinar- gerð ritstjóra Morgunblaðsins segir m.a: Dagblað lítur á það sem frumskyldu sína að gæta þess trúnaðar, sem því er sýndur. Ef þeir, sem gefa blaði upplýsingar í trúnaði, sem al- mannaheill getur krafizt að birtist opinberlega, geta átt von á því, að leynd hvíli ekki yfir nafni þeirra, þrátt fyrir loforð ábyrgðarmanns, er augljóst að upplýsingastreymi til blaða hlýtur að takmarkast mjög. Með því er meiri almannaheill stefnt I voða en þótt Morgun- blaðið neiti að gefa upp nafn þess auglýsanda, sem hér um ræðir, eða hvort blaðinu er yfir- leitt kunnugt um hver hann er. Hvarvetna í heiminum líta blöð á það sem frumskyldu sína að gæta trúnaðar gagnvart heimildum sínum....“ „Ef íslenzkir dómstólar kveða upp úrskurð, sem skylda blöð til þess að að gefa upp heimildir, er augljóst, að stefnt er í átt til lögregluríkis þar sem einstaklingar geta engin sam- skipti átt án þess að opinber yfirvöld telji sér heimilt að hnýsast í þau." Halldór Þorbjörnsson, yfir- sakadómari, kvað upp úr- skurðinn. Byggði hann m.a. á því, að viðurlög við hugsanlegu lög,- broti auglýsandans gætu ekki farið fram úr sektum, væri rit- stjórum blaðsins ekki skylt að gefa nafn hans upp . -BS. Stúf ur og móðir hans? „Mamma, mamma, passaðu mig. Ljóti kallinn ætlar að taka mynd af mér,“ gæti þessi ungi jólasveinn hafa hrópað um leið og hann greip föstu taki um læri móður sinnar. Ekki þekkjum við deili á þessum mæðginum, en eflir hæð jóla- sveinsins að dænta gæti Stúfur sjálfur verið þarna kominn. Og jólasveinamamman, — heitir hún ekki einmitt Grýla? Ef hún er ekki voðalegri en þessi, þá er cngin ástæða til að óttast lengur. DB-mynd: Ragnar Th. Sigurðsson. MIKIL ÖLVUN VÍÐA Á ÞORLÁKSMESSU — en lítið gerðist Mikil ölvun var í Réykjavík flóði. Ekkert gerðist þó sérstakt og nokkrum kaupstöðum úti á °8 voru menn hinir friðsöm- landi á Þorláksmessukvöld. Hjá uslu þrátt f.vrir víndrykkjuna. lögreglunni í Reykjavík voru Einstöku slagsmáiahundar annir gífurlegar þar sem fanga- v,)ru Þó á ferð en gerðu lítinn geymslur fylltust svo út úr óskunda. l)S OÐUR STEINSINS — Ijóð eftir Kristján f rá Djúpalæk og myndir eftir Ágúst Jónsson Gður steinsins heitir ný bók sem Gallery Háhóll á Akureyri gefttr út. í bókinni eru ljóð eftir Kristján frá Djúpalæk, en mynd- irnar í bókinni tók Ágúst Jónsson. „í þessari bók er einmitt skyggnzt lítilshátt ar inn i undraheim steinsins, hann er leystur þar úr áliigum, eins og segir þar síðar. Eg hygg að ekki sé farið þar með nokkrar ýkjur, þótt sagt sé, að Oður steinsins sé sérkennilegasta og um leið frumlegasta bók, sem gefin hefur verið út á voru landi, og ef til vi 11 í öllurn heimi." Þetta segir Steindór Steindórsson frá Hlöðum i eftirmáia í bókinni. í bókinni er fjöldi litmynda sem sýnir undraheim steinsins. Bókin er í stóru broti, .30 síður. KP ' Blöörur , Reykelsi ' Kerti Matar- og kokkteil- , servíettur Glasamottur ^&kíV'HÚSIÐ LAUGAVEGI178.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.