Dagblaðið - 27.12.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 27.12.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 1977. 5 Perunum stolið hvað eftir annað Reykjavík: Ekið á staur á Háaleitisbraut —Ökumaður stakk af, en fannst Ekið var á staur við Háaleitis- brautina á jólanótt. ökumaður stakk af en lögreglan hafði hendur í hári hans skömmu seinna. Hann var drukkinn. Tveir farþegar i bílnum slösuðust en ekki mikið að sögn lögreglu. DS Akranes: Ekiðá kyrrstæðan bílog stungið af A Akranesi var á jólanóttina ekið utan í kyrrstæðan bíl og hann stórskemmdur. Sá sem tjón- inu olli stakk af en náðist skömmu seinna þar sem greinileg ummerki eftir áreksturinn voru á bil hans. DS Happdrættisárið 1978 - Happaárið þitt? Happdrætti Einhverjir geta ekki látið jólastemmn- óvenju mörgum jólaperum, en þær munu vera um 80 talsins. Tveim dögum fyrir jól setti hann jólaseríurnar upp en stuttu síðar, um kvöldið, hafði um helm- ingi peranna verið stolið. Magnús endurnýjaði perubirgðirnar og ljósin skinu á ný. En kvöldið eftir var perunum stolið á nýjan leik. Helzt virðast þjófarnir sækjast eftir gulum og rauðum perum „Það eru engin börn, sem gera þetta,“ sagði Magnús. „Perurnar eru hátt í trjánum, þannig að það þarf töluvert til að ná þeim. Það er einkennilegt innræti þessara manna að steia jólaskrauti fólks hvað eftir annað." .jh. Trén eru há á Grettisgötunni og fallegt að setja perur á þau fyrir jólin, en sumir menn geta ekki látið slíkt í friði. DB-mynd R. Th. Fleiri ingunaífriði Það getur verið erfitt að halda jól. Einhverjir pöróttir hafa gert Magnúsi Skarphéðinssyni lífið leitt, en hann býr á Grettisgötu 40 B. Undanfarin ár hefur hann skreytt garð sinn og hús með Akureyri: Eldurí Helga magra Báturinn Helgi magri brann lítilsháttar í Akur- eyrarhöfn um jólin. Að sögn lögreglunnar var þó fljótt ráðið við eldinn og er ekki talið að báturinn hafi skemmzt verulega en það á eftir að kanna betur. DS Reykjavík: Fjöldamargir árekstrar á annan og á aðfangadag 11 árekstrar urðu í Reykjavík á aðfangadag. Enginn þeirra var þó mjög stórvægilegur og urðu ekki mikil slys á mönnum. Á annan jóladag gekk yfir árekstra- bylgja þar sem mjög var orðið’ hált. Strax um fjögurleytið höfðu orðið 10 árekstrar og var búizt við öðru eins undir kvöldið. I þrem árekstranna urðu slys á mönnum, ,en ekki alvarleg. _________________DS Reykjavík: Fulluróká í Álfheimum Drukkinn maður ók á bifreið sem honum mætti á Alfheimun- um nóttina milli jóladags og annars í jólum. Engin slys urðu á mönnum en sá drukkni stakk af af vettvangi. Hann fannst þó fljót- lega og var settur í gæzlu. Fáránleg krafa? Er einhver leiö til að uppfylla hana? Einfaldasta leiðin er sú að vera með í happdrætti SÍBS. Þar hlýtur fjórði hver miði vinning. Alls verða þeir 18.750 í ár - rúmar 324 milljónir króna. Mánaðar- lega er dregið um heila og hálfa milljón. Aukavinningur í júní er Mercedez Benz 250 að verðmæti yfir 5 milljónir. Það kostar aðeins 600 kr. á mánuði að gera eitthvað í því að fjölga happadögum sínum í ár.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.