Dagblaðið - 27.12.1977, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 27.12.1977, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 1977. ;y': 'v. BwHI mmmm Götuleiksýning í Reykjavík á Þorláksmessu: Stressuðu hjónin í jólainnkaupum — Jólapakkaslyttiö var líka á f erð í rauninni er sá sem leikur jólapakkaslyttið ekkert aumingjalegur. Hann heitir Jón Karl. DB-mvndir Ragnar. — Kaupa meira, kaupa meira. — En peningarnir eru búnir. — Við verðum þá bara að taka víxil. Aumingja jólapakkaslyttið þvældist bara um, sjálfum sér og öðrum til litillar gleði. Alltaf eins og hálfundarlegur. ’þátt 9. Með henni vildu þeir leggja áherzlu á það aðstöðu- leysi sem reykvískum áhuga- mönnum er boðið upp á þar sem ekkert áhugamannaleik- hús er í bænum og einungis lítill hópur fólks kemst inn í Leiklistarskóla rfkisins. Ung- mennin töldu sig 1 rauninni hafa verið miklu betur sett hvað þessi mál varðar hefðu Þeir sem leið áttu um miðbæ Reykjavíkur á kvöldi Þorláks- messu vissu ekki almennilega hvað þeir áttu að halda þegar þeir sáu hóp kynlegra manna, ef menn skyldu kalla, sem voru talsvert öðruvísi en þeir sem i kring um þá voru. Þarna voru afar stressuð hjón á ferð á síð- ustu stundu að kaupa jólagjaf- irnar og f kring um þau hömuð- ust alls konar „ffgúrur", þar á meðal jólakötturinn, jóla- sveinninn, jólapakkaslyttið og engill. Þegar nánar var að gáð sást að hér var á ferðinni hópur ung fólks með götuleiksýningu að erlendri fyrirmynd. I hópnum ' er á annan tug manna sem flestír eru um tvítugt. í leiksýningunni tóku ■*. Jólasveinninn var svo mikið að flýta sér að hann mátti ekki vera að því að setja á sig nema annað skíðið, og það brotið. þau búið úti á landi þar sem áhugamannaleikhús er í hverju plássi og fá þau stundum leik- stjóra á launum til þess að starfa með sér. Leikstjórar hópsins voru þau Árni Pétur Guðjónsson og Mar- grét Árnadóttir en þau starfa bæði með leikflokki i Dan- mörku en eru hér f jólaleyfi. Árni Pétur sagðist hafa tekið þátt í sýningu svipaðri þessari þar úti og hefði þessi tekizt betur ef eitthvað væri. Fólkið f miðbænum hefði greinilega skemmt sér mjög vel og hefði verið þolinmóðara en gengur um Dani. Viðbrögð manna hefðu auðvitað orðið mismun- andi en öll þó til hins betra. Hópurinn hafði óttazt nokkuð ágang drukkinna manna og því fengið lögreglu f lið með sér. Það hefði hins vegar sýnt sig að vera óþörf hræðsla því fólkið sem kom og hlustaði hefði nær allt verið fjölskyldufólk sem ekki sá á vín. Arni Pétur og Margrét halda utan þann 6. janúar. Þangað til ætlar hópurinn að reyna að starfa saman og jafnvel eftir að þau eru farin. - DS ■*.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.