Dagblaðið - 27.12.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 27.12.1977, Blaðsíða 1
/ / rl frfálst, 'úháð dagblað 3. ARG. — ÞRIÐJUDAGUR 27. DES. 1977 — 288. TBL. RITSTJÖRN sMÐl'Mt'LA 12. Al'GL ÝSINGAR ÞVERHOLTI 11. AFGREIÖSLA ÞVERHOLTI 2. — AÖALSÍMI 27022. Deildarst jórinn dró sér verulegt f é: Vantar skýringar á 35-40 milljónum hjá Sindra einum talið að deildarstjórinn haf i notið aðstoðar annarra án þess þeir vissu tilganginn Endurskoðunardeild Lands- banka tslands hefur leitt i ljós stórfellt misferli hjá deildar- stjóra ábyrgðadeildar bankans, Hauki Heiðar. Hefur stjórn Landsbankans krafizt rann- sóknar á grundvelli þeirrar at- hugunar. Er málið nú í rann- sókn hjá rannsóknarlögreglu ríkisins. Hefur forstöðumaður- inn verið úrskurðaður í gæzlu- varðhald allt til 1. febrúar næstkomandi vegna rann- sóknarinnar. Við bókhaldsathugun urðu forráðamenn Sindra hf. í Reykjavík varir við reikning fyrir ábyrgðargreiðslu í Lands- bankanum, sem ekki virtist ganga upp við bókhald fyrir- tækisins. Var þá fengið ljósrit af reikmngum frá ábyrgðadeild bankans. Samkvæmt því var augljós verulegur mismunur á tveim reikningum yfir sömu ábyrgðir eða kröfur. Munurinn lá meðal annars í kostnaðarlið- um og vöxtum, sem hækkuðu verulega reikninginn sem greitt var eftir. Um hálfur mánuður er nú liðinn frá því þessi athugun hófst. Östaðfestar fregnir herma, að skort hafi skýringar á á milli 35 og 40 milljónum króna hjá Sinda h.f. einum, þegar bankinn lét til skarar skríða og opinberrar rann- sóknar var óskað í málinu. Ösennilegt er talið að forstöðu- maðurinn hafi getað dregið sér fé án þess að hann hafi með einhverjum hætti notið aðstoð- ar annars starfsmanns eða starfsmanna. Ekkert bendir þó enn til þess, að sá eða þeir, sem hana veittu, hafi haft hugmynd um tilganginn og sennilegt að þ?.' hafi aðeins verið hlýtt fyrir- mæ um deildarstjórans. ,,l>etta er fyrst og fremst eftirlitsleysi, bæði bankans og okkar," sagði Einar Ásmunds- son í Sindra er DB bar þessar fréttir undir hann í morgun. „Ég er búinn að eiga viðskipti við bankann í áratugi, en aldrei haft bein viðskipti við þessa deild. Þetta kom mér þvf veru- lega á óvart,“ sagði Einar Ásmundsson. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið þar sem það væri á rannsóknar- stigi. „Þetta er mál bankans en ekki mitt," sagði Einar. Þær spurningar vakna, hvort hér sé um að ræða einangrað misferli í skiptum við þetta eina fyrirtæki eða hvort um er að ræða ítrekað brot, sem taki til fleiri fýrirtækja og spanní yfir lengri tíma. Sem fyrr segir var deildar- stjórinn úrskurðaður i gæzlu- varðhald hinn 22. des. sl. en hann hafði áður verið leystur frá störfum frá og með 19. des. sl. HP/JH Abyrgðadeild Landsbanka tslands er til húsa í eigin húsa- kynnum í Hafnarhvoli — DB- mynd Bj.Bj. íff « r’ ! it VNcjflÍ Jóhannes f ékk beztu jóla- gjöf ina—tapaði gjöfunum — sjáíþróttiríopnu Dró sér f é úr sjóðum útvarpsins — baksíða Spassky - Kortsnoj 4,1 T.5: Tauga- stríð — sjá erlendar fréttir bls. 6 og 7 Núer það jóla- gleðin! Það var líf og fjör í Sigtúni í morgun er Ragnar Th„ Ijós- myndari DB, leit inn til nemenda MR, sem eru að undirbúa jóla- gleðina sem verður annað kvöld. Eins og sjá má verður húsið glað- lega skreytt, en stanzlaust hefur verið unnið frá prófalokum til þess að gera alit sem glæsiiegast. Ef hægt verður að ná athygli gestanna frá dansinum og keleríinu annað kvöld má búast við heimagerðum skemmtiatrið- um, en það fer þó eftir aðstæðum og ástandi samkomugesta. JH DB-mvnd Ragnar Th. Fiktaði með eldspýtur — blokkin f ylltist af reyk Tólf ára drengur, sem fiktaði með eldspýtur, olli eldi i geymslu að Fannar- felli 4 i gærkvöldi. Urðu af mikil læti og umstang. Geymslurnar á jarðhæð fylltust af reyk sem lagði síðan upp stigaganginn og inn í fbúðir. Slökkviliðs- menn fóru grímuklæddir inn í reykjarkófið og réðu niðurlögum eldsins og síðan tók langan tíma að lofta út. Ekki varð umtalsvert tjón af eldinum en reykurinn kann að hafa valdið meira tjóni uppi á hæðum hússins. Húsið vjð Fannarfell sem um ræðir er fjörar hæðir. ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.