Dagblaðið - 27.12.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 27.12.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 1977. 11 Læknavísindin koma mönn- um oft á óvart nú á tímum. Skurðaðgerðir hafa þó enn t/ör með sér sársauka og áverka f mörgum tilfellum. Skurðlæknar beina nú athygli sinni mjög að því að fullkomna skurðtæknina þannig að uppskurðir verði sársaukaminni og hafi minni eftirköst. Þeir vilja draga úr notkun skurðtækja og koma í veg fyrir blóðlát ef unnt er. í stuttu máli vilja þeir ná sem bestum árangri án of mikils „blóðs, svita og tára.“ Miklar framfarir hafa orðið í skurðlækningum í Sovétríkjunum á síðustu árum. En er skurðaðgerð án blóðláts hugsanleg, einkum þegar um er að ræða holskurði? Já, hún er möguleg á sjúkra- húsi Moskvuborgar undir stjórn professors Oleg Skobelk- in. Fyrir nokkrum árum voru hann og starfsbræður hans meðal hinna fyrstu í hópi sovézkra lækna sem notuðu lasergeislahníf við maga- uppskurði. Læknar hafa lengi bundið miklar vonir við lasergeislann. Ölíkt hinum algenga fyrirrenn- ara sínum þarfnast iasergeisla- hnífur ekki sótthreinsunar og hann er örfljótur að skera sundur hvers konar vefi og „bræða saman" aftur skurðbarmana, þannig að þeir verði hreinir og án blóðs. Fyrstu tilraunir til þess að nota lasergeislahníf við upp- skurði báru ekki alltaf góðan árangur vegna þess að laser- geislinn skemmdi stundum aðliggjandi liffæri eða brenndi gat á vefi. Auk þess þurfti skurðlæknirinn oft að tefla ^ tvær hættur. Beiting laser- geislahnífs reyndist svo flókin að fylgjendum hans fækkaði brátt. Margir þeirra tóku aftur upp notkun venjulegs skurðhnífs. Þótt hún krefðist sótthreinsunar og skurðurinn þyrfti að vera stærri, þá var hún trausari og krafðist ekki nýrrar tækni. Prófessor Skobelkin gafst þó ekki upp við að nota laser- geislahníf, vegna þess að á því sviði skurðlækninga sem hann starfaði á gat lasergeislinn orð- ið til ómetanlegrar hjálpar, ef ekki „allra meina bót“. Sá eiginleiki hans að „bræða saman“ lifandi vefi var sérlega mikilvægur við innvortis- aðgerðir. Veggir innri líffæra eru ósamkynja, gerðir úr nokkrum lögum. Við venjulega skurðaðgerð þarf að sauma saman hvert þessara laga út af fyrir sig, en þvi fylgir oft að vefir skaddast. Fyrir fjórum árum hófu prófessor Skobelkin og Brekjov aðstoðarprófessor, ásamt hópi laserverkfræðinga, að nota las- ergeislahníf við maga- uppskurði. I dag hefur þessi skurðhnífur læknað hundruð sjúklinga. Lasergeislinn getur „brætt saman'" opnar ígerðir og sár og eytt sýklum og rýrn- uðum vefum. Hinn hárbeitti lasergeislahnífur getur verið hundrað sinnum þynnri en hár. Hann þurrkar ekki aðeins upp hverja æð til þess að hindra blóðmissi, heldur smýgur hann og inn í frumurnar, hið allra helgasta i mannslfkamanum. tveggja er of tímafrekt. Betra er að herða kandiata morgun- dagsins á kostnað skattborgara. Biðröðin færist svo sjálfkrafa um máttarviði flokksins þegar virðingarsæti losna. Soltnum skjólstæðingum er aðallega raðað á garða rikis og borgar. Valin fyrirtæki og félagasamtök njóta gagn- kvæmrar verndar flokks- eigendafélagsins. Þau taka einnig við upprennandi þjóð- málastjörnum í ábyrgðarstöður. Eigendur verndarfyrirtækja fá einnig nokkuð fyrir snúð sinn. Litlu flokkseigendurnir skila ekki alltaf fullri vinnu- viku. En þeir hafa í skjóli stóru flokkseigendanna lyklavöld að bankalánum, lóðaskikum og öðrum lffsins gæðum. Þannig er útþensla rfkis- báknsins forystu Sjálfstæðis- flokksins höfuðmál og lífsnauð- synleg til viðhalds stofninum. Aukin rfkisumsvif afla f raun- inni hundruða þakklátra atkvæða. Allir fá sitt lán að lokum. Herópið Báknið burt boðar enga byltingu I mesta lagi dálitla innanhússhág- ræðingu. Samtryggðir lénsgreifar og gagnkvæmir lyklapétrar geta þvf litið björtum æskuaugum til framtfðarinnar. Gamlir flokkseigendur þurfa heldur ekki að örvænta á ævikvöldi. Sértrúarmenn hafa tögl og hagldir á borg og bý og halda sér fast. Setuliðið umhverfis kjöt- katlana Annar höfuðkostur þessarar opnu ríkisforsjár er vitaskuld sá að opinberir jötumenn bera ekki ábyrgð gerða sinna. Henni er umsvifalaust velt yfir á alþýðu manna. Þeir geta þvf dundað við Kröflur og Borgar- fjarðarbrýr frá kl. 9 til 5 virka daga og á næturvinnutaxa um helgar. Troðið launaumslagið bfður á sfnum stað um hver mánaðamót. Þeir bera heldur ekki við að setja upp andlitsgrímur þegar farið er ránshendi um eigur borgaranna. Gripdeildir eru varðar með lögum þeim, sem landið skal á byggja. I verndarfyrirtækjunum rfkir oftast sama hugarfarið gegn hagsmunum almennings. Sum þeirra sitja fast við kjöt- katlana. önnur fitna óbeint. Fitumagnið er mælt í happ- drættismiðum. Nokkur fyrirtæki sjá um að reka erindi flokkseigenda á prenti. Þegar harðnar á dalnum er rfkið látið hlaupa undir bagga með þeim líka. Eina raunverulega einkaframtakið innan þessara útgáfufyrirtækja eru litlu blaðsölukrakkarnir, sem hvorki mölur, ryð né rfkis- afskipti fá grandað. Kjallarinn r Asgeir Hannes Eiríksson $amnorrœn bónbjargarstelling Sértrúarblöðin hafa fengið þau fyrirmæli að rita fallega um fslenzkt einkaframtak öðru hverju. Það blekkir einstaklingshyggjumenn til fylgilags. Þeim er einnig sagt að fordæma báknið sitt. Loks eiga þau að ráðast gegn sann- færingu 7254 kjósenda í Reykjavík. Flokksblöðunum er það dýrt spaug að uppfylla settar trúboðskröfur. Rfkisframlög hverfa með soghljóði f djúpið. Innlendar bónbjargir hrökkva skammt. En viti menn: Það klingir f fjarlægu kratagulli. Fyrstu verðmiðarnir eru ritaðir í nafni samnorrænnar alþýðu á norska pappfrsörk. I þessum jarðvegi eru Vfðis- húsakaup hvorki tilf allandi embættisafglöp né einn stakur vinargreiði. Þau eru órofa hluti af blóðrás flokkseigendafélags. Þess vegna verða þau aldrei stöðvuð að óbreyttu. Lífstfðar iðgjaldagreiðsla veitir full fyrirgreiðsluréttindi um sfðir. Nýyrði boða komu sfna f íslenzka málvitund. A bekk með Hriflu-réttlæti og Morgun- blaðs-Iygi munu i framtíðinni sitja Vfðis-mórall og trésmiðju- siðgæði. Fótalaus fagurgali Skrifarar flokksblaðanna hafa hvorki hugboð um né áhuga á þörfum deyjandi einkaframtaks á Islandi. Hugmyndir þeirra um grund- vallarhugsjón Sjálfstæðis- flokksins eru aðallega fengnar úr gömlum annálum og munn- mælasögum um horfna kapítalista sfldaráranna. Þær eru ekki fengnar af blóðvelli einkaframtaksins úr daglegu llfinu. Þar sem ábyrgð vel heppnaðs dagsverks þýðir kvið- fylli morgundagsins en misheppnað dagsverk herta sultaról. A vfgstöðvum einka- framtaks koma launamiðar ekki sjálfkrafa út úr rfkisbók- haldinu. En þeir halda áfram að skrifa fallega út f bláinn. Þeir treysta þvf að einstaklingsframtakið gefist ekki upp við að fram- fleyta þeim sjálfum og öllu heila draslinu. Skríbentar finna sjólfa sig Það er ekki fyrr en röðin kemur að landsleigu að sér- trúarblöðin njóta sfn. Þau leika sem samæft úrvalslið á heima- velli. Stríðsgróðahvöt fyrri tfma blundar f undirmeðvitundinni. Verðmerking landsins heldur áfram með uppboðshraða. Flug- skýli, vegatollar og jafnvel Marshall frændi sjálfur er vakinn upp frá dauðum. En hermöngurum er vorkunn og vandi á höndum. Þá vantar dálitla fjöru til að draga í land hin stóru orð formanns. Ahugamenn um nýjar leiðir eru reiðubúnir til að bera sjón- aukann að blinda auganu rétt á meðan. Sfðan skulum við kalla veginn: Mannvirkjagerð vegna endurskoðaðra varnarþarfa frjáls bræðralags sjálfstáeðra bandalagsþjóða á jafnréttis- grundvelli. Punktur. En við verðum að finna veginum einhvern hernaðar- legan tilgang til að fullnægja kröfum þjóðarstoltsins. Agæt hugmynd er að flytja aflvéiar Kröfluvirkjunar suður á Svartsengi. Síðan má bjóða NATO-dátum stöðvarhúsið til kaups á hæfilegu verði. Sextiu prósent út og eftirstöðvar til fimm ára með átján, prósent vöxtum. Það eru alla vega ærlegri vinnubrögð en pukrið umhverfis Aðalverktaka. Við sláum lfka sjö flugur I einu höggi Ifkt og skraddarinn forðum. Enga merkimiða á landið. Bögglauppboðinu er opinberlega lokið með flugelda- sýningu. Portkonan — endahöfn nómslóna? Hermangssinnum er tfðrætt um skyndikonur upp á sfð- kastið. Pétur Hafstein skrifar alla leið frá Englandi um port- konur. Dagfarsprúður frændi er hvorki fyrstur né sfðastur fslenzkra námsmana sem hvöt finnur til að upplýsa mörlanda um þessa verkalýðsstétt útlandsins. Bróðurpartur framhalds- skólanema hefur nú hlotið mak- lega málagjöld fyrir strákapör skólaársins. Að þvf loknu gefur Hannes Hólmsteinn sér tfma til að fjalla um verðlagningu kvenfólks. Fleiri góðborgarar hafa fyllzt vandlætingu og fundið þessari fornu atvinnugrein næturinnar samllkingar f brjóstum okkar sem vilja fbúa landsins ofar dulbúnu einkahermangi. Þrúgað til skœkjulífs Það gildir einu nvort gleði- konan svffur silkiklædd um logagyllta kampavfnssali stór- borgarinnar eða haltrar stag- bætt f skjóli gaddavfrs skotgraf- anna f einskismannslandi. Vændi er alltaf vændi, hvort sem greitt er fyrir með milli- færslu f svissneska banka eða kámugum koparskildingum almúgamannsins. Verstur er þáttur hórmangarans. Persónugervingur íslenzkrar fegurðar og hreinleika er fjall- konan frfð. Við minnumst hennar stolt á hverju ári. Eilíf er skömm þeirra íslendinga, sem forðum skelltu fjallkon- unni á hrygginn fyrir 30 silfur- dali erlendra vfgahana. Undirritaður biður sig góð- fúslega undan þeirri vændis- mennsku. Hann var ekki einu sinni fæddur þá. Tangarsókn vinstriafla Afstaða sósfalistanna svokölluðu á Þjóðviljanum hefur orðið til umhugsunar. Þeir hafa gengið til Iiðs við marxistana á Morgunblaðinu um hvftþvott flokksformanns sértrúaraflanna af villu verð- merkingar fósturlandsins. Með fullkominni virðingu fyrir nýfengnu ritfrelsi þjóðar- innar hlýtur það að verða álita- mál hvort Þjóðviljamenn eru f raun gjaldgengir f þessum umræðum. Hafandi lagt að baki milljón göngumílur til árétt- ingar brottvfsun varnarliðsins þá skortir blaðið með réttu fót- festu til að fjalla um verkefna- val verndarsveitanna. Ekki svo að skilja að afskipti blaðsins séu litin hornauga. Sfður en svo. Þegar öllu er á botninn hvolft stendur blaðið jafnfætis hermangsblöðunum f ráðþroti. Undarleg þögn sfðasta alls- herjarþings um brottför hersins vekur spurningar um stefnubreytingu: Eru betur megandi öreigar flokksins á leið til borgaralegs kapftalisma? A sama tfma hneigjast rfkisrekin sértrúaröfl Sjálfstæðisflokksins til sósfal- isma. Má vænta fagnaðarfunda á vallarmiðju? Verður eignar- aðiljum Islenzkra Aðalverktaka fjölgað um einn? Niður tónstigann Það kveður dálftið við annan .tón hjá Morgunblaðinu þessa dagana. Glóðir galdrabrenna eru að kulna. Þrátt fyrir að myrkraöfl Morgunblaðs og Þjóðvilja hafi skriðið f eina sæng gegn prófkjörum og lýðræði. Það er sem blaðið hafi allt f einu skynjað hættuna á að daga uppi eins og nátttröll á fjöllum fjarri mannabyggð. Dr. Jekyl sýnist hafa náð undirtök- um í glfmunni við Mr. Hyde f Aðalstræti 6. Morgunblaðið dustar nú ryk af gömlum hugtökum frá tfmum Valtýs heitins Stefáns- sonar. Lýðræðishefðir, frjáls skoðanaskipti og opnar umræður virðast eiga að sjá dagasins ljós aftur. Það er full ástæða til að bjóða Morgun- blaðið velkomið inn í öld rit- frelsis og hjálpa þvf að stfga fyrstu skrefin. Hortug hrekkisvín Morgunblaðið bendir réttilega á að ókurteisi, virðingarleysi og skætingur séu sfzt til framdráttar Sjálfstæðis- flokknum á kosningaári. Blaðinu ferst ágætlega úr hendi að hirta baldna götu- stráka. Mun betur en að móta skoðanir fullorðins fólks. En eitt er þó vfst. Fjöldi sjálf- stæðisfólks var viðstaddur atkvæðatalningu i Bolholtinu prófkjörsnóttina frægu. Þegar tölurnar 7254 gegn 1510 lágu fyrir um vegagerðina lýsti rit- stjóri Morgunblaðsins þvf blá- kalt yfir að blaðið yrði að' breyta skoðunum fólksins. Reykvfskri borgarastétt gremst þetta virðingarleysi fyrir lýðræði. Það er ókurteisi við dómgreind kjósenda Sjálf- stæðisflokksins og skætingur f garð frjálsra skoðanaskipta. Yfirlýsing ritstjórans og tröll- aukin framkvæmd hennar á prenti bjóða heim fylgishruni. Draugagangurinn kemur á skakkri öld. Það heimtar enginn Reyk- vfkingur að sértrúaröfl og mál- gögn þeirra hlaupi á eftir al- menningsálitinu. Þau hafa sjaldnast átt með því samleið. Það meinar þeim heldur enginn að iðka sfn trúarbrögð f einrúmi eða á torgum og jafnvel blóta á laun, ef svo ber undir. En kjósendur Sjálfstæðis- flokksins frábiðja sig eindregið þeim trúboðsvinnubrögðum sem konkvistadorar frelsuðu með ríki Inka á sfnum tfma. trafellsmóra heilaþvottar verður að særa aftur inn f sitt yzta myrkur. Til þess er aldrei i of sterkt til orða tekið. Ef hvöss tungutök hortugra götustráka megna að leggja stein f leiði draugsa þá er meðalið sannar- lega helgað af tilganginum. Asgeir Hannes Eirfksson, verzlunarmaður

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.