Dagblaðið - 27.12.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 27.12.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 1977. Það íslenzka er það langbezta fyrir utan það brezka: Meira af léttu íslenzku efni G.K. skrifar: Mig langar til þess að koma á framfæri þakklæti til sjón- varpsins fyrir þáttinn Gesta- leik. Mér finnst að almennt sé þessi þáttur mjög vinsæll og vil ég skora á sjónvarpið að halda áfram á sömu braut. Það er dáiítið einkennilegur smekkur hjá þessum Benedikt Helgasyni, sem skrifar um þátt- inn í DB á lesendasíðunni 20. desember sl. Hann nefnir ekki hvað hann vill fá í staðinn nema þá einhverjar bíómyndir. Það vantar bara að taka fram hvers konar bíómyndir hann vill fá, kannski glæpamj eða klámmyndir. Það væ.u ömurleg skipti. Það er betra að spara stóru og ljótu orðin og færa rök fyrir því sem á að koma í staðinn fyrir það sem maður er óánægð- ur með. Eg hef farið víða um Evrópu bæði í austur og vestur og séð sjónvarp þar. Mér finnst að ís- lenzka sjónvarpið sé með því bezta sem gerist. Ef Benedikt og hans skoðanabræður hefðu horft á sjónvarp í Danmörku og Noregi yrðu þeir fegnir að komast heim til þess að horfa á það íslenzka. Það er mörgurn innum betra en hin tvö. Það eina sem er betra er það brezka, en það er líka það bezta í heimi. En við getum ekki borið okkur saman við það. Það er bæði eldra en það íslenzka og fólksfjöldi er miklu meiri í Bretlandi heldur en hér. Megi sjónvarpið hafa þökk fyrir þætti eins og Gestaleik, sem fellur í góðan jarðveg og eru mörgum sinnum ódýrari en vafasamar íslenzkar kvikmynd- ir, þótt sumar þeirra séu mjög góðar, jafnvel þótt eitthvað þurfi að greiða í verðlaun i þættinum. Það er ekki nema sanngjarnt, fari það ekki fram úr hófi. Meira af þessu og öðru léttu íslenzku efni. LOKSINS EINN ÞATTUR SEM RÍS ÚR FLATNESKJU ÓSKALAGAÞÁTTANNA þáttinn síðastliðinn miðviku- dag bíður maður í ofvæni eftir að hlusta á þann næsta. Vil ég hvetja a'lla djassunn- endur til að láta þennan þátt ekki framhjá sér fara. Loksins er einn þáttur sem rís upp úr flatneskju óskalagaþáttanna. ATHS.: Athygli skal vakin á því að þátturinn Svört tónlist er næst á dagskrá útvarpsins kl. 22.50 miðvikudaginn 28. desember. - 2980-2351 skrifar: Mig langar til þess að koma á framfæri þökkum til ríkisút- varpsins fyrir þáttinn Svarta tónlist. Eftir að hafa hlustað á 4t Blökkumenn eru yfirleitt heill- andi tónlistarmenn. Þarna er Boney M. sem er eftirlæti ótal margra. Ætlarðu að sjá jólamyndir kvikmyndahúsanna? U Alfhildur Hallgrímsdóttir verzlunarskólanemi, 22 ára: Eg held það bara og það nærri allar Sérstaklega aúla ég að sjá Gauks- hreiðrið Spurning dagsins Guðbjörn Björgólfsson kennari, 25 ára: Já, ég hef mikinn hug á því. Það virðist vera venju fremur gott úrval, frumsýningar mynda eru skemmtileg nýjung og einnig gaman að kvikmyndahúsin úti á landi skuli einnig vera með frum- sýningar. Anna Margrét Jóhannsdóttir skrifstofumaður, 18 ára: Já, ég get ekki séð betur en þetta séu bara mjög bærilegar myndir sem boðið er upp á. Ólafur Sveinbjörnsson nemi i Menntaskólanum í Hamrahlíð, 18 ára: Já, ég ætla að sjá þær flestar og hlakka til að sjá nýja kvik- myndahúsið Regnbogann. Benedikt Arnason endur- skoðandi, 64 ára: Ég hef nú ekki spekúlerað í því, ég hef ekki svo mikinn áhuga á bíóunum, horfi mest á sjónvarpið. En þó gæti verið að ég endurskoðaði afstöðu mína. Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi formaður Í.B., 56 ára: Ekki geri ég ráð fyrir þvi. Jú, ég fer i bíó svona einu sinni á ári eða svo.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.