Dagblaðið - 27.12.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 27.12.1977, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 1977. ........ 4 r Akurnesingar vilja ekki skjóta f lugeldum í ár: Ætla að minnast slyss- ins í Flugeldagerðinni — óánægja með flugeldasölu Kiwanis- manna á staðnum Akurnesingar ætla margir hverjir ekki að skjóta flugeld- um á loft um áramótin. í sept- ember síðastliðnum sprakk Flugeldagerðin hf. á Akranesi i loft upp og vilja bæjarbúar minnast þess atburðar með því að hafa ekki skptelda um hönd að þessu sinni. Stærsti flugelda- salinn á Akranesi, Kiwanis- V__— klúbburlnn F’reyr, hyggst þó selja áramótavarning sinn eins og endranær, þrátt fvrir. óánægjuraddir einhverra bæj- arbúa. „Að höfðu samráði við fjöl- skyldu Helga heitins Guð- mundssonar, sem fórst í bruna Flugeldagerðarinnar, höfum við ákveðið að ganga í hús og selja áramótavarning okkar sem endranær," sagði Rúnar Pétursson varaforseti Freys i samtali við Dagt)laði.ð í gær. Hann bætti við: „Við í Kiwanisklúbbnum vorum á báðum áttum fyrst í stað hvort við ættum að selja skotelda f.vrir áramótin eins og endranær og raddir í klúbbnum voru bæði með og á móti. Við höfðum átt góða samvinnu við Helga heitinn um margra ára skeið en eftir að fjölskyldan hafði hvatt okkur til að halda okkar striki, tókum við endan- lega ákvörðun." Rúnar sagðist eiga von á minni flugeldasölu að þessu sinni en undanfarin ár. Skiljan- legt væri að samdráttur yrði, en það myndi væntanlega jafna sig þegar frá liði. — Kiwanismenn ganga með varning sinn í hús á morgun og bjóða Akuresingum hann til sölu. Hinir látnu gleymast ekki um jólin Útikerti lýstu upp Fossvogskirkjugarð Jólin leiða huga manna alllaf leggja greinar eða annað skraut á sögunnar útikerti sem mjög eru að látnum ættingjun) og vinum. A grafir látinna í kirkjugöróum. Á oróin vinsæl sem skraut á grafir. aðfangadag er venja margra að seinni árum hafa svo komið til Á aðfangadag upp úr klukkan Útikerti komið fyrir á leiði í Fossvogskirkjugarði. Börnin vilja gjarnan koma með til þess að leggja blóm á leiði látinna ættingja og fá þá kannski að heyra eitthvað um þá og hvernig þeir lifðu. DB-mynd Ragnar. fjögur mátti sjá fagra sjón í Foss- vogskirkjugarðinum. Hann var allur uppljómaður af litlum kerta- ljósum sem blöktu kyrrlátlega i golunni. Þegar inn í garðinn kom sást að ljösin voru ekki það eina heldur voru leiðin fagurlega skreytt með greinum og kross- um. - DS Hrunið íHeimdkletti Rifnaði úr berginu eins og stór brauðsneið sjónarvottur „Þetta rifnaði úr klettinum tröppum barnaheimilisins og austurendinn á Dönsku tó féll eins og stór brauðsneið," sagði heyrði hávaða og brest og Ieit þá niður. Ég sá þó ekki flóðbylgjuna Hilmar Jónasson starfsmaður upp í klettinn og sá grjótflykkið sem myndaðist, þvi hraunið ber f barnaheimilisins Sólu í Vest- hverfa niður með miklum hraða. milli og skyggir á. mannaeyjum, um hrunið úr Það fylgdi þessu hvinur líkt og af 1 Heimakletti á dögunum. ,,Það stórri dýnamít sprengingu. Það Þetta gerðist hratt eins og vildi svo til að ég var staddur á var hrikalegt að sjá þetta, allur hendi væri veifað og var mjög stórbrotið. Við sem erum fæddir og uppaldir höfum oft séð hrun úr eyjunum, en aldrei svona mikið eins og þarna. Danska tó er gras- blettur um 20-30 metra niður i berginu. Ég tel að sprungan hafi frekar myndazt f gosinu, en vegna holna sem lundinn hefur grafið, og síðan hefur þessi sprunga vfkkað smám saman, án þess að fólk tæki eftir þvf, enda er sjaldan farið þarna um.“ JH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.