Dagblaðið - 27.12.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 27.12.1977, Blaðsíða 10
10 Útgefandi Dagblaöið hf. hjélzi, áháð dagblað Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjolfsson. Ritstjori: Jonas Kristjansson. Fréttastjóri: Jon i Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrif stofustjori ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Aðstoðarfréttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit:, Ásgrimur Palsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Asgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dora Stefánsdo' or Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson. Katrin Palsdóttir, Ólaf<>> Geirsson, Ólafur Jonsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lar. Ljosmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Hórður Vilhjalmsson, Sveinn Þormoösson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjolfsson. Gjaldkeri: Þrainn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Mar E. M. Halldórsson. Ritstjórn Siðumula 12. Afgreiösla Þverholti 2. Áskriftir, auglysingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins 27022 (10 linur). Áskrift 1500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasolu gp kr. eintakið. Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Myndaog plótugerð: Hilmirhf. Siöumula 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Blóðmörskeppurinn Spillingin vann stórsigur á al- þingi í síðustu viku, þegar þrjátíu þingmenn samþykktu að heimila ríkisstjórninni að kaupa Víðishús- ið. Sigurinn fólst ekki í því, að metTT peningum en endranær væri sóað til einskis. Hann fólst fyrst og fremst í því, að spillingaröflin treystu sér til aö koma grímulaus fram í skærara dagsljós en endranær. Sjaldan hefur verið jafnvel skjalfest í opin- berum gögnum, að flest mælir gegn þessum húsakaupum. Þessi gögn, sem birt voru í dag- blöðum, sýndu, að húsverðið var 124 milljón krónum of hátt, auk margra annarra vand- kvæða. Þetta umframfé er hrein gjöf til gæð- inga Sjálfstæðisflokksins. Samt treysti ekki einn einasti þingmaöur ríkisstjórnarinnar sér til að greiða atkvæði gegn þessum fráleitu húsakaupum. Allir höfðu þeir þó lengi haft með höndum hin óvefengjan- legu skjöl, sem gagnrýnin byggðist á. Aðeins tíu stjórnarþingmenn, þar af þrír ráðherrar, sátu hjá viö atkvæðagreiðsluna og neituðu þannig aö leggja sitt lóð á vogarskál spillingarinnar. Þeir, sem' þannig eru lausir ábyrgðar, eru framsóknarmennirnir Einar Ágústsson, Halldór E. Sigurðsson, Jón Skafta- son, Steingrímur Hermannsson og Þórarinn Þórarinsson, svo og sjálfstæðismennirnir Ellert Schram, Friöjón Þórðarson, Guðmundur H. Garðarsson, Gunnar Thoroddsen og Sigurlaug Bjarnadóttir. Það vekur ekki furðu, að flokkseigendafélag Sjálfstæðisflokksins skuli standa að kaupunum á Víðishúsinu. Sú afstaða er í samræmi við almennt viðhorf flokkseigenda til skoðana- könnunar sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hún er í samræmi við það sjónarmið þeirra, að skoðanir óbreyttra kjósenda Sjálfstæöisflokks- ins séu yfirleitt rangar. Undarlegri er afstaða Alberts Guðmunds- sonar, sem kallað hefur flokkseigendafélagið sértrúarsöfnuö á þeim forsendum, að það hafni þeim vilja, sem kom fram hjá sjálfstæðismönn- um í Reykjavík í öðru málefni sömu skoðana- könnunar. Hann greiddi atkvæði með kaupun- um og var þannig sjálfum sér ósamkvæmur. Sjálfstæðismennirnir, sem ábyrgð bera á spillingu Víðishússkaupanna, eru Albert Guð- mundsson, Axel Jónsson, Eyjólfur K. Jónsson, Geir Hallgrímsson, Guðlaugur Gíslason, Ingólf- ur Jónsson, Jóhann Hafstein, Jón Sólnes, Lárus Jónsson, Matthías Bjarnason, Matthías Mathie- sen, Oddur Ólafsson, Ólafur G. Einarsson, Pálmi Jónsson, Pétur Sigurðsson, Ragnhildur Helgadóttir, Steinþór Gestsson, Sverrir Her- mannsson og Þorvaldur G. Kristjánsson. Framsóknarmennirnir, sem þessa ábyrgð bera, eru Ásgeir Bjarnason, Halldór Ásgríms- son, Ingi Tryggvason, Ingvar Gíslas'on, Jón Helgason, Ólafur Jóhannesson, Páll Pétursson, Stefán Valgeirsson, Tómas Árnason, Vil- hjálmur Hjálmarsson og Þórarinn Sigurjóns- son. Allir þessir þingmenn réttu viljandi upp höndina um hábjartan dag til að stuðla að framgangi þessa verst ræmda þingmáls vetrar- ins. Einn þeirra, Páll Pétursson, var meira að segja svo kaldranalega ósvífinn að segja við atkvæðagreiðsluna: ,,Hvað munar um blóð- mörskepp í sláturtíðinni.“ Þessi gætu verið einkunnarorð alþingis. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 1977. Sovétríkin: Lasergeislinn við sársauka- litlar skurd- aðgerðir K „Lýðskrumarar, afturhalds- seggir, Glistrupar", segja sér- trúarblöðin þessa dagana „Verðbólguölæðið hefur skaðað jarðveg fyrir ákveðna tegund þjóðfélagsafla," halda þau áfram, málgögn dáðleysingj- anna sem fundu upp verðbólg- una. Það er engin ný saga að brennuvargurinn leggi stein í götu slökkviliðsins. Harmleikur flokkseigendafélags Sjálf- stæðisflokksins verður stór- brotnari með degi hverjum. Tölurnar 1362, 1510 og 1630 segja meira en nokkur harm- saga um andstöðuna við stefnu stjórnar flokksins undir forystu sértrúarhóps Geirs Hallgrímssonar. Á örlaga- stundu reynist raunverulegur liðsafli flokkseigenda um fimmtán hundruð atkvæði í Reykjavík. Er þá allur vafi látinn leika þeim í hag. Sann- gjarn líkindareikningur bendir þó ótvírætt til mun minna fylg- is. skeyti. Þannig skiptist nú Sjálf- stæðisflokkurinn i öfugum hlutföllum á milli minnihluta- brota sértrúarmanna og mikils meirihluta almennra borgara. Seinheppnir stríðsgenerálar Kórvilla sértrúaraflanna var að samþykkja prófkjör til fram- boðsákvörðunar. Mannréttind- um fylgir breytt vígstaða í áföngum. Flokksapparatið, stofnanir þess, félög og fjár- Harmleikur í skugga hermangsjóla Musterisprestur messar I nýútkomnum Breiðhyltingi, málgagni Sjálfstæðismanna í Breiðholtshverfum, segir Geir Hallgrimsson flokksformaður m.a: „Stjórnarandstaðan" innan Sjálfstæðisflokksins vann sigur las ég einhvers staðar." Og síðar: „Eftir landsfund flokks- ins sögðu þeir, sem hafa lengst setið slíka fundi, að þeir myndu ekki eftir jafn mikilli ein- drægni meðal fulltrúa flokks- ins úr öllum kjördæmum lands- ins. Engin „stjórnarandstaða" lét i sér heyra þar, þótt allir málaflokkar hafi verið ítar- léga ræddir." Fullkomin einangrun Alls greiddu 9877 kjósendur atkvæði í prófkjöri flokksins vegna alþingiskosninga. I frægri skoðanakönnun samfara prófkjörinu reyndust 1362 kjós- endur hlýnntir útvarpsein- okun, 1510 andsnúnir mal- bikunarframkvæmdum NATO- herja, og 1630 með kaupum á Víðishræinu. Útvarpseinokun, vegaand- staða og brunarústirnar eru skilgetin gæludýr Flokks- eigendafélagsins. Valdaklíkan styður þau með ráðum og dáð. Hún fylkir liðsmönnum sínum fram til orrustu fyrir þau í prófkjörum og þeir mæta allir sem einn maður. Fimm til sjö hundruð at- kvæði eru nokkuð raunhæfar niðurstöðutölur úr liðskönnun sértrúaraflanna. Vilja þessa þjóðarbrots eiga þúsundir frjálsra Reykvíkinga að lúta. Vegir lýðræðisins í Bolholti eru órannsakanlegir. Andmœlendur utangátta Ástæðan fyrir því að raddir andófsmanna ná ekki eyrum formanns er aðallega sú að al- mennir flokksmenn eiga fáa fulltrúa á landsfundum og öðrum þýðingarmiklum manna- mótum. Uppbygging Sjálf- stæðisflokksins leggur alla valdaþræði I hendur flokks- eigendafélaginu sem engu sleppir þrátt fyrir fámennið. Jábræðurnir eiga sviðið. Áhugamenn um nýja leiðir innan Sjálfstæðisflokksins hafa þjappað til nokkurar samstöðu á meðal borgara.Með lýðræði, gegn einræði. Þeir hafa beitt sér fyrir fundarsamþykktum, boðað til tímamótafundarins mikla á Hótel Borg og staðið að þremur spurningum i skoðana- könnuninni frægu og. studdu dyggilega þá fjórðu. Þeir eiga hins vegar ekki fulltrúa í valdasellum flokks- ins. Vilji þeir koma yfirlýstum meirihlutaskoðunum kjósenda á framfæri við æðstu musteris- presta þá mega þeir nota sím- sjóðir hætta að vera þunga- miðja alheimsins. Blái massinn umhverfis D-listann hefur leystst upp i sjálfstæða einstaklinga með atkvæðisrétt. Franskir hernaðarsér- fræðingar millistríðsára byggðu dýrasta hervígi allra tlma. Maignot-linan stendur ennþá ónotuð börnum og hröfnum að leik. Styrjöldin fór fram í annarri sýslu. Líkt er nú komið með lýð- veldishermönnum flokkseig- enda. Þegar þeir loks skyggnast undan hjálmbörðum sjá þeir sér til skelfingar að kjósendur eru komnir fram úr þeim og úr augsýn. Aratuga baktjalda- makk yfir leikbrúðustrengjun- um er unnið fyrir gíg. Tfmanum hefði betur verið varið á meðal lifandi fólks. Að kyssa kornabörn og hrista hendur gamlingja. Frá vöqgu til grafar Beinabygging undirbúnings- deildar eigendafélags Sjálf- stæðisflokksins er aðallega mynduð af einfaldri röð von- biðla auk nokkurs fylgifjár. Helzti höfuðverkur forystu- sauða öldungadeildar er að finna nýútsprungnum biðraða- sveinum einhver embætti, bitlinga og aðrar sporslur til lífsframdráttar hverju sinni. Einkarekstur og stjórnmála- afskipti fara illa saman. Hvort I

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.