Dagblaðið - 27.12.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 27.12.1977, Blaðsíða 7
Baráttan harðnar — Spassky vann þá DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 1977. Skákeinvígið í Belgrad: tólftu í gær Boris Spassky sigraði Kortsnoj f tólftu einvfgisskák þeirra sem lauk í gærkvöldi. Spassky hafði hvítt og lauk skákinni eftir þrjátíu og átta leiki, þegar Kortsnoj féll á tíma. Staðan í eingvígi þeirra kappanna er þá að Kortsnoj hefur 7!4 v. og Spassky 4V4. Þarf hinn fyrrnefndi þá þrjá vinninga í viðbót til að vinna sér rétt til að skora á heims- meistarann Anatoly Karpov. I skákinni í gær beitti Kortsnoj franskri vörn, sem ihann hefur raunar beitt í hvert skipti sem hann hefur haft svart í Belgrad. Eftir fimmtán leiki virtist Spassky hafa örlitið betri stöðu en slðan vann Kortsnoj peð og nokkra yfir- burði. Hann hafði aftur á móti notað mikið af tlma sinum og hafði aðeins fjögurra mfnútna umhugsunartlma fyrir sfðustu leikina. Honum tóks að vinna annað peð en klukkan féll áður en hann gat lokið hinum lög- boðna leikjafjölda. Kortsnoj sagði strax eftir skákina, að hann mundi kvarta 'yfir aðstæðum á skákstaðnum. Virðist þvf kalt strlð milli kepp- endanna sffellt verða alvar- légra eftir þvf sem lengra líður á keppnina. Sýningartaflan f keppnis- salnum var uppi f tólftu skákinni og gátu báðir kepp- endur virt hana fyrir sér. Kortsnoj hafði krafizt þess að hún yrði fjarlægð og fékk þvf framgengt f einni biðskákinni. Mætti Spassky ekki til leiks f næstu skák vegna þessa, en hann hefur undanfarið mjög beitt þeirri aðferð að sitja f hvfldarstól slnum fjarri tafl- borðinu og hugsað stöðuna á sýningartöflunni. Hefur Kortsnoj kunnað þessu illa og talið Spassky sýna sér óvirðingu. REUTER Boris Spassky virðist vera að sa-kja i sig veðrið í einvíginu á móti Kortsnoj. Begin varð stórhrifinnaf egypzku pýramídunum Menachem Begin forsætisráð- herra ísraels sagði í gær að hann vonaðist til þess að fá fljótt tæki- færi til þess að skoða egypzku pýramídana. Er ráðherrann flaug heim frá friðarviðræðunum í Ismaliu, þar sem hann ræddi við Sadat Egypta- landsforseta, var þotu hans leyft að fljúga lágt yfir hin fornu mannvirki, til þess að hann gæti séð þau f fyrstu ferð sinni til Egyptalands. „Það var áhrifa- mikil sjón,“ sagði ráðherrann við komuna til Tel Aviv,“ og ég vona að mér gefist tækifæri til að skoða pýramídana betur“. FRJÁLST EÐA HEIMASTJÓRN Egyptaland mun leggja fram eigin friðartillögur til lausnar deilu Israels og Arabarlkjanna þar sem þeir álfta tillögur ísraela ekki ná nógu langt. Er þetta haft eftir egypzkum heimildum eftir fund Menachem Begins forsætisráð- herra Israels og Anwars Sadats forseta Egyptalands, sem lauk í gær. Hafði hann þá staðið f tvo daga f sumarhöll Egyptalands- forseta f Ismailia við Súes- skurð. Forustumönnunum tókst ekki á fundi sfnum að ná sam- komulagi um hvernig fara skyldi með mál Palestínu- manna. Vildi Sadat að þeim yrði heimilað að stofna sjálf- stætt rfki á vesturbakka Jórdan, en á það féllst Begin ekki. Israelar hafa aftur á móti boðið Palestinumönnum upp á nokkurs konar heimastjórn. Dagblaðið Al-Akhbar, hálf- opinbert málgagn egypzku stjórnarinnar sagði í gær að önnur deilumál, svo sem hvenær ísraelsmenn ættu að hverfa á brott af Sinafskaga, yrðu rædd á fundum hernaðar- nefndar Egypta og Israels- manna, sem kæmi saman um miðjan janúar. • Blaðið sagði einnig að Israelsmenn hefðu fallizt á að fara með her sinn á brott af skaganum að landamærunum sem giltu fram að sex daga strfðinu, árið 1967. Sagt er að Israelsmenn hafi viljað að Sadat léti þessa getið f yfirlýsingu þeirri sem hann las á fundi með fréttamönnum f gær. Hann hafi hafnað þvl á þeim grundvelli að tilgangur með fundunum f Ismailia hafi verið að reyna að ná heildar- samkomulagi um frið í Mið- austurlöndum. Ákveðið hefur verið að tvær nefndir frá hvorri þjóð, tsrael og Egyptalandi, haldi áfram að ræða friðarmálin 1 Kairo eftir áramót. Verður önnur nefndin :hernaðarleg en hin pólitfsk. Að sögn Al-Akhbar er taiið að fundirnir geti staðið f einn og hálfan mánuð eða jafnvel f þrjá mánuði. Betaífor3 SfedJjpsaiwiti Stór- markaðs- verðá kassettum SS SUPERMARKAÐUR GLÆSIBÆ SS SÚPERMARKAÐUR AUSTURVERI i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.