Dagblaðið - 27.12.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 27.12.1977, Blaðsíða 24
irjálst, óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 27. DES. 1977. „Og hvad á barnið art heita?" Sí'ra Olafur Skúlason efndi til skirn;ii gu.lspjónustu hæói á jóladag og annan til að þarna hefðu tólf kollar beðið þess að verða ausnir vatni. í jólum. Herði ljósm.vndara, sem tók þessa DB-mynd, taidist svo Þegar hinn almenni borgari liggur á meltunni um jólin og slappar af sem mest hann má er ein stétt manna sem sér varla fram úr annríkinu — prestastétt- in. Auk allra almennu jólamess- anna halda þeir skírnarmessur og gifta fjölda manns. Dómprófasturinn, séra filafur Skúlason, lét sig ekki muna um að skíra 24 börn á jóladag og annan dag jóla. Er Dagblaðið ætlaði að ræða við prestinn í stærstu sókn Reykjavfkur, séra Hrein Hjartar- son, í gær var hann ekki heima og ómögulegt að ná i hann. Hann var nefnilega að gifta núna en hafði stuttu áður lokið við að skíra sjö börn. góð um jólin. Fullt var út úr dyr- um í Reykjavíkurkirkjunum á aðfangadagskvöld og þeir sem siðastir komu urðu frá að hverfa. Á jólunum finnur fólk hjá sér hvöt til að fara i kirkju. Prestum landsins ber saman um að kirkju- sókn hafi verið með eindæmum Akurnesingar voru bæði prests- og kirkjukórslausir um hátíðarn- ar. Séra Björn Jónsson sóknar- prestur þar er staddur á Betle- hemsvöllum ásamt kórnum. En Akurnesingar fengu samt sínar messur, því að gamlir kórfélagar og kór barnaskólans tóku að sér sönginn. Aðkomuprestar sáu síðan um að guðsorðið kæmist til skila. - AT- Fjárdráttur hjá útvarpinu auglýsingast jóra vikið f rá Auglýsingastjóra Ríkisút- varsins hefur verið vikið úr starfi á meðan endurskoðun fer fram á bókhaldi auglýsinga- deildarinnar nokkur ár aftur i timann. Að sögn Halldórs V. Sigurðs- sonar ríkisendurskoðanda beinist athugun Ríkisendur- skoðunar að þvf, hvort allar auglýsingatekjur útvarpsins undanfarin ár hafi skilað sér. Halldór sagði að athugun þessi hefði hafizt fyrir um það bil mánuði og hefði auglýsinga- stjórinn látið af störfum skömmu síðar. Hann færðist undan að ræða málið nánar, en sagðist gera sér vonir um að endurskoðuninni færi að ljúka. Við þetta hugsan- lega misferli varð vart í venjulegri endurskoðun Rikis- endurskoðunar, sem gerð er reglulega hjá ríkisstofnunum. Andrés Björnsson útvarps- stjóri neitaði alveg að ræða þetta mál þegar fréttamaður DB leitaði til hans. -ÖV. Ka ba rctty fyrsta kvikmyndin ílit ísjónvarpinu Eigendur litsjónvarpstækja kættust mjög er sýning jólamynd- arinnar Kabarett hófst i gær- kvöldi þvf myndin var sýnd f lit um. Jólaskemmtiþátturinn ýmislegt annað jólaefni var einnig f iitum og var leikmyndin og sérlega fögur í lit. Af því tilefni hringdi DB í Pétur Guðfinnsson framkvæmda- stjóra sjónvarpsins og spurðist fyrir um hvort litvæðingin væri nú orðin algjör. „Þetta var nú gert með vissum tilfæringum, því tækið sem við eigum von á er ekki komið til landsins," sagði Pétur. „Þetta var það efni jóladagskrárinnar sem var á filmu en miklar vonir höfðu verið bundnar við að hægt yrði að sýna í litum. Þetta eru hins vegar það miklar tilfæringar að ekki er hægt að gera það dagsdaglega. Hins vegar vonumst við til þess að sýningarvélin komi til landsins milli jóla og nýárs og þá tekur ekki nema fáeina daga að koma henni i gagnið, þannig að sýning á litfilmum ætti að geta orðið raun- veruleiki fljótlega eftir ára- mótin," sagði Pétur. -A.Bj. Ung kona ekin niður á Kringlu- mýrarbraut Ekið var á 21 árs gamla konu á Kringlumýrarbraut klukkan rúmlega eitt sl. nótt. Var konan þarna ein á ferð fótgangandi og var komin suður fyrir Sigtún er Volkswagenbifreið lenti á henni. Engin vitni eru að árekstrinum. Stúlkan höfuðkúpu- brotnaði og fótbrotnaði illa. I morgun var hún við sæmilega líðan en þá var fyrir höndum aðgerð vegna fótbrotsins. Þetta slys á Kringlumýr- arbrautinni i nótt var alvar- legasta slys helgarinnar. Arekstrarnir í gær urðu 12 talsins. I fjórum tilfellum slasaðist fólk en ekki alvar- lega. -ASt. SKAL FYRIR HELGA „Meira gos?“ spyr þjónninn unga manninn með kampavfns- glasið. „Jú, takk, kannski örlítið meira.“ Það var skáiað í hléinu í Þjóðleikhúsinu í gær- kvöldi, þegar lelkhúsið frum- sýndi Hnotubrjótinn. Helgi Tómasson sýndi þá löndum sín- um hvað í honum býr, og það var eins og við manninn mælt, aðgöngumiðar seidust allir upp á sýningar þær, sem Helgi tekur þátt í. A myndinni er fjöiskvida Helga í leikhléi í gær, eígin- kona hans og tveir synir, en lengst til hægri er Dagmar Helgadóttir móðir hans. — DB- mynd Bjarnleifur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.