Dagblaðið - 27.12.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 27.12.1977, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 1977. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Man. Utd. hafði skorað fimm þegar Everton komst á blað! —Everton tapaði ífyrsta skipti ífjóra mánuði. Nottingham Forest jókforustu sína íþrjú stig „Hún fór beint til hjartans, lexian, sem við hlutum hjá Notting- ham Forest", sagði Lou Macari, skozki landsliðsmaðurinn hjá Manch. Utd. eftir stórsigur hins ðút- reiknanlega liðs hans á Goodison Park í Liverpool í gær. Manch. Utd. sem níu dögum áður hafði steiniegið á heimavelli gegn efsta liði deiidarinnar, Nottingham For- est, lék sér nú að liðinu, sem er í öðru sæti í 1. deiid. Hafði skorað fimm mörk áður en Everton komst á blað og vann 6-2. Það var fyrsti tapleikur Everton í f jóra mánuði — fyrsti tapleikur liðsins í 23 leikjum. Það voru sannarlega óvæntustu úr- slitin í ensku knattspyrnunni í gær. „Gegn Forest heppnaðist ekkert hjá okkur — en nú heppnaðist aiit. Við þurftum sannarlega á góðum sigri að halda eftir útreiðina gegn Forest. Maður veit aidrei hvað getur skeð í knattspyrnu — og við ieikum alitaf eins og bikarlið. Getum unnið hvaða lið, sem er á góðum degi — ifka tapað fyrir slökum liðurn", sagði Macari ennfremur en hann var aðalmaður United gegn Everton. Everton-liðið — fullt sjálfstrausts eftir velgengni siðustu mánaða — byrjaði betur gegn Manch. Utd. í gær en tókst ekki að skora. Á 27. mín. brauzt Macari i gegn og skoraði fyrsta mark leiksins og við það fyllt- ust bikarmeistararnir sjálfstrausti. Gordon Hill skoraði annað mark liðsins á 41. min. og staðan i hálfleik var 2-0. A 54. min. skoraði Macari annað mark sitt og fimm mfnútum síðar sendi Trevor Ross, sem komið hafði inn sem varamaður hjá Everton í byrjun siðari hálfleiks, í stað Jimmy Pearson, knöttinn 1 eig- ið mark — aðþrengdur af Sammy Mcllroy. A 70. min. skoraði Jimmy Greenhoff fimmta mark Manch. Utd. — staðan 5-0. Og markaregnið hélt áfram. A 73. min. skoraði Bob Lartchford fyrsta mark Everton en Mcllroy svaraði með marki á 76. mín. A 78. min. skoraði Martin Dobson annað mark Everton og þar við sat. Fleiri urðu ekki mörkin í þessum mikla markaleik þessara frægu Lancashireliða. Fyrsti tap- leikur Everton frá 23. ágúst, þegar liðið lék við Arsenal i Lundúnum, var staðreynd. „Þrátt fyrir að Nottingham Forest hefur þriggja stiga forskot i 1. deild og þrátt fyrir velgengni Arsenal siðustu vikurnar, held ég að Liverpool sigri, þegar upp verður staðið i vor. Liverpool er bezta Iiðið,“ sagði Lou Macari einnig f sigurvímunni á laugardag. Evrópumeistarar Liverpool höfðu þá einmitt náð stigi af efsta liðinu 1 Nottingham. Það var nokkuð, sem leikmenn Liverpool gátu ekki reikn- að með eftir fyrstu 20 mínúturnar á City Ground i Nottingham. Þeir voru þá sundurleiknir af bráðsnjöllu Forest-liði. Jimmy Case varð að yfirgefa völlinn á 4. mín. og kom Ian Callaghan í hans stað hjá Liverpool. Það virtist aðeins eitt lið á vellinum og John Robertson fór hroðalega með Joey Jones, bakvörð Liverpool, en hann lék vegna þess að Alan Hansen meiddist á æfingu fyrir leikinn. „Robertson er eins og Best, þegar hann var upp á sitt bezta“, sagði Denis Law, Skotinn frægi, sem var meðal fréttamanní BBC í Nottingham. Hann var greinilega ánægður með þennan landa sinn — og það voru áhorf- endur í Nottingham lika þvi í hvert skipti, sem Robertson fékk knöttinn hrópuðu áhorfendur mjög. En þrátt fyrir yfirburðina tókst Forest ekki að skora nema eitt mark. Það var á 20. mín. að Archie Gemmill skoraði með góðu skoti af 20 metra færi. Tiu min. síðar jafnaði Liverpool mjög óvænt. David Fairclough lék upp hægri kantinn og gaf vel á Steve Heighway, sem renndi knettinum i markið af stuttu færi. Metaðsókn á leiktimabilinu var í Nottingham, 47.218 áhorfendur, og þeir fengu nóg að sjá fyrir peninga sfna. Eftir Leikmenn Man. Utd. voru í sviðsljósinu í gær, þegar þeir skoruðu sex mörk gegn Everton. Hér sækja þeir Brian Greenhoff og Stuart Pearson (nr. 9) að mark- verði Norwich, Kevin Keelan, sem hefur átt hvern snilldarleikinn á fætur öðrum síðustu mánuðina. markið hresstust leikmenn Liver- pool og spenna var mikil i leik snjallra liða. Fleiri urðu mörkin ekki en markverðirnir, Peter Shilton hjá Forest, og Ray Clemence hjá Liverpool, fengu nóg að gera. Þeir sýndu líka hvers vegna þeir eru álitnir beztu markverðir Eng- lands — meðal beztu markvarða heims. Vörðu snilldarlega. Knötturinn gekk markanna á milli og það var nóg að gera og sjá. Undir' lokin fékk Forest hornspyrnu eftir hornspyrnu, en allt kom fyrir ekki — og liðin deildu þvi stigunum. En það er vist kominn lita á úrslitin. tími til að l.deiid Arsenal-Chelsea 3-0 Aston Villa- Coventry 1-1 Bristol City-WBA 3-1 Everton-Man.Utd. 2-6 Leicester-Middlesbro 0-0 Man.City-Newcastle 4-0 Norwich-Ipswich 1-0 Nottm.For.-Liverpool 1-1 QPR-Derby County 0-0 West Ham-Birmingham 1-0 Wolves-Léeds 3-1 2. deild Bolton-Notts Co. 2-0 Brighton-Bristol Rov. 1-1 Burnley-Blackburn 2-3 C.Palace-Luton 3-3 Hull-Oldham 0-1 Mansfield-Fulham 2-1 Millwall-Tottenham 1-3 Sheff. Utd.-Orient 2-0 Southampton—Cardiff 3-1 Stoke-Charlton 4-0 Sunderland-Blackpool 2-1 3. deild Bradford-Wrexham 2-1 Cambridge-Port Vale 2-0 Chester-Shrewsbury 1-0 Colchester-Lincoln 1-1 Gillingham-Portsmouth 0-0 Hereford-Peterbro 0-0 Oxford-Swindon 3-3 Plymouth-Exeter 2-2 Preston-Bury 4-0 Rotherham-Chesterfield 1-2 Tranmere-Sheff.Wed. 3-0 4. deild Aldershot-Brentford 1-0 Barnsley-Crewe 4-0 Darlington-Southport 3-0 Doncaster-Scunthorpe 1-1 Grimsby-Halifax 0-0 Huddersfield-Southend 2-0 Newport-Bournemouth 3-2 Rochdale-Wimbledon 3-0 Stockport-Reading 2-0 Swansea-Torquay 1-1 Watford-Northampton 3-0 York-Hartlepool 1-0 Arsenal fór létt með Chelsea, David Price, Graham Rix og David O’Leary skoruðu mörkin og það kom því ekki að sök þó miðherjarnir, Malcolm MacDonald og Frank Stapleton ættu mjög slakan leik — Stapleton svo, að honum var kippt út af og Peter Simpson settur inn á. Arsenal er nú komið í þriðja sætið og eftir leikinn var framkvæmda- stjóri liðsins, Terry Neil, spurður hvort hann hefði leyst öll vanda- málin, sem herjuðu á Arsenal framan af leiktfmabilinu. „Já,“ sagði Neil, „það hefur tekizt og ég er mjög ánægður með leikmenn. En ég vona — það er jólaósk mín til Arsetjal — að Alan Hudson verði áfram -hjá Arsenal. Spánskt lið hefur viljað fá hann en ég vona að Hudson verði áfram hjá okkur. Hann á nú við meiðsli að strfða — og ég mun reyna að hjálpa honum á allan hátt. Hann er snjall leik- maður.“ Miðvörður West Bromwich, John Wile, hefur tekið við stjórn WBA- liðsins eftir að Ronnie Allen réðst til Saudi-Arabfu. Strax á 2. mfn. í Bristol skoraði Tony Brown fyrir WBA — en sámt tapaði liðið fyrir Bristol City. A 37. mfn. fékk Joe Royle tækifæri til að jafna en mis- notaði vftaspyrnu. Eftir leikhléið — á 53. mfn. — fór Norman Hunter, frægi kappinn hjá Leeds hér áður fyrr, upp f sókn Bristol. Gaf knött- inn á Gerry Gow, sem jafnaði. Á 66. mfn. fór Hunter aftur f sóknina og skoraði og rétt fyrir leikslok skoraði Tom Ritchie þriðja mark Bristol- liðsins. Áhorfendur voru rúmlega 29 þús. Bezta aðsókn hjá Bristollið- inu á leiktfmabilinu. Norwich komst upp I fimmta sæti með sigri á Ipswich. 28 þúsund áhorfertdur sáu leik þessara ná- grannaliða og leikurinn var heldur slakur. Versta leiktfmabil Ipswich f sex ár. Eina mark leiksins skoraði John Ryan. Norwich fékk vfta- spyrnu en Paul Cooper varði frá Ryan. Knötturinn hrökk I þverslána i og Ryan var fljótur að átta sig. Náði knettinum og skoraði. I leiknum meiddist Trevor Whymark á hné — jafnvel talinn hafa brotnað. „Leeds er bezta lið, sem ég hef séð leika á Englandi að undanförnu og er betra lið nú en þegar Don Revie stjórnaði því,“ sagði einn fréttamanna BBC eftir leik Leeds f Wolverhampton. Þó steinlá Leeds þar. Fyrsti taþleikur liðsins f 10 leikjum. Fátt benti til þess framan af að Leeds mundi tapa. Liðið lék snilldarlega og á 16. mín. náði Joe Jordan forustu með frábæru skalla- marki eftir hornspyrnu. En þrátt fyrir mikla yfirburði tókst Leeds ekki að skora fleiri mörk og Úlfarn- ir komu meira og meira inn í mynd- ina. John Richards jafnaði á 62. mfn. og rétt á eftir skoraði Normar. Bell (Martin Patching f sumum fréttum). Leikmenn Leeds þoldu ekki mótganginn. Fóru að rffast inn- byrðis og leikur liðsins hrundi. A lokamfnútunni skoraði Richards 3ja mark Ulfanna. „Ég trúi þessu varla enn. Þetta er það versta, sem ég hef séð hjá dóm- ara,“ sagði Tommy Docherty eftir að tveir leikmenn hans hjá Derby höfðu verið reknir af velli f Lundún- um f leiknum við QPR. Það skeði á 65. mfn. Derby fékk aukaspyrnu og að venju röðuðu þeir Bruce Rioch, Charlie George og Don Masson sér upp til að taka spyrnuna. Eitthvað fór úrskeiðis og þeir ætluðu sér að taka hana aftur. Dómarinn var á annarri skoðun og þegar Rioch, fyrirliði skozka landsliðsins, reidd- ist, rak dómarinn hann af velli. Það þoldi George ekki. Spyrnti knettin- um yfir mark QPR’og var einnig vikið af velli. Leikmenn Derby voru þvi nfu það sem eftir var. Tvfvegis skoraði QPR en bæði mörkin dæmd af. Jafntefli 0-0. Áhorfendur 18.200. Ekkert mark var skorað f fyrri hálfleik á Maine Road f Manchester en eftir leikhléið kom Colin Bell inn sem varamaður hjá Man. City. Fögn- uður hefði ekki verið meiri þó sjálf Elísabet Bretadrottning hefði birzt á vellinum. Fyrsti leikur Bell frá þvi f aprfl 1976. Hann var áður fastamaður f enska landsliðinu en meiddist illa. Bell fór vel á stað f leiknum og nærvera hans hafði mikil áhrif á félaga hans í liði Man. City. Mörkin hlóðust upp. Dennis Tueart skoraði þrivegis — þriðja þrenna hans á leiktímabilinu — og Brian Kidd eitt mark. 4-0 og góður sigur var f höfn. 45 þúsund áhorf- endur voru í ljómandi skapi — mest þó af þvf að sjá stjörnuna, Colin Bell, á ný. Eftir leikinn sagði Tony Book, stjóri City: „Bell hefur æft mjög vel — en margir hefðu þó gefizt upp vegna meiðslanna slæmu. Ekki þó Colin og oftast hefur hann æft einn.“ A versta velli á Bretlandseyjum, Villa Park í Birmingham, gerðu Aston Villa og Coventry jafntefli. Sanngjörn úrslit þó svo McNaugt ætti skot ■ f þverslá Coventry- marksins og Jim Blyth verði nokkr- um sinnum vel. Völlurinn mjög slærnur — sandur og drulla og á 23. mfn. meiddist bakvörður Coventry, Graham Oakey, illa. Ian Wallace náði forustu fyrir Coventry á 73. mfn. — 15. mark hans á leiktímabil- inu, en mínútu síðar jafnaði John Deehan fyrir Villa. Leicester skoraði ekki mark f 15. sinn á leik- tfmabilinu en náði stigi gegn Middlesbro — og Alan Curbjsley skoraði sigurmark West Ham gegn Birmingham á 82. mín. Fyrsta mark hans á leiktímabilinu og annar heimasigur WH f röð. Efstu liðin f 2. deiid unnu örugga sigra. Blackburn færðist i 3ja sæti eftir sigur f Burnley. Þá koma Brighton, sem aðeins tókst að ná jafntefli heima gegn Bristol Rovers, og Southampton, sem vann Cardiff með mörkum kappanna frægu, Ted McDougall, Alan Ball og Phil Boyer. Efsta liðið í 3. deild, Wrexham, tapaði óvænt f Bradford, þar sem heimaliðið skoraði tvfvegis á tveim- ur sfðustu mfnútum leiksins. Wrex- ham hafði ,,átt“ allan leikinn áður. Wrexham og Gillingham hafa 28 stig, Tranmere 27, Peterbro og Cam- bridge 26 og Preston 25. Sheff. Wed. er langneðst með 13 stig. í 4. deild er Watford efst með 32 stig. Alder- shot hefur 28, Southend 27 og Barnsley 26 stig. í dag verður umferð f ensku knattspyrnunni. Staðan er nú þannig: 1. deild Nottm. For. 21 14 4 3 39-13 32 Everton 21 11 7 3 44-24 29 Arsenal 21 11 5 5 28-16 27 Liverpool 21 10 6 5 29-16 26 Norwich 21 9 8 4 23-23 26 WBA 21 9 7 5 32-25 25 Man. City 21 10 4 7 40-23 24 Leeds 21 8 8 5 33-28 24 Coventry 21 9 6 6 34-32 24 A. Villa 20 8 5 7 24-21 21 Derby 21 7 7 7 26-27 21 Ipswich 21 7 7 7 21-23 21 Man. Utd. 20 8 3 9 31-32 19 Middlesbro 21 6 7 8 20-28 19 Bristol C. 20 6 6 8 26-25 18 Wolves 21 6 6 9 26-32 18 Chelsea 21 5 7 9 15-25 17 Birmingham 21 6 4 11 26-32 16 West Ham 21 4 6 11 21-32 14 QPR 21 3 8 10 21-33 14 Newcastle 20 5 2 13 25-38 12 Leicester 21 2 7 12 8-34 11 2. deild Bolton 21 14 4 3 37-19 32 Tottenham 21 12 6 3 42-18 30 Blackburn 21 11 6 4 32-24 28 Brighton 21 10 7 4 31-21 27 Southampt. 21 11 5 5 30-20 27 Blackpooi 21 9 5 7 31-26 23 Sheff. Utd. 21 9 5 7 33-31 23 Charlton 20 9 5 6 35-34 23 C. Palace 21 7 8 6 32-27 22 Luton 21 8 5 8 32-27 21 Stoke 21 8 5 8 25-24 21 Sunderl. 21 6 8 7 35-34 20 Oldham 21 6 8 7 24-27 20 Fulham 21 7 5 9 31-26 19 Hull 21 5 8 8 19-20 18 Orient 21 5 8 8 23-27 18 Notts. Co. 21 5 7 9 26-34 17 B. Rov. 21 4 8 9 26-41 16 Mansf. 21 5 5 11 28-37 15 Millwali 21 2 10 9 18-29 14 Cardiff 20 4 6 10 20-43 14 Burnley 21 4 4 13 18-38 12 Jóhannes Eðvaldsson — tapaði jólagjöfunum en fékk beztu jóla- gjöfina, þegar hann skoraði. J0HANNES SK0RAÐISIGUR- MARK CELTIC Á AÐFANGADAG — Það var erfitt að eiga við leikmenn Dundee Utd. á iaugar- dag á Parkhead, leikvelli Celtic. komu með það eitt greini- í huga að ná jafntefli — og léku mjög stffan varnarleik. Komu bókstaflega ekkert fram. Þetta virtist lengi vel ætla að heppnast, því Ceitic gekk illa að brjóta niður vörn Dundee-liðsins. Það var ekki fyrr en á 82.mín. — átta mínútum fyrir leikslok — að mér tókst að skora. Fékk háa sendingu inn í vítateiginn og skallaði i mark. Fallegt mark, sagði Jóhannes Eðvaldsson, þegar Dagblaðið ræddi við hann f gær. Þetta var eina og sigurmark leiksins. — Við vorum með sama lið og áður — nákvæmlega sama lið og í jafnteflisieiknum, 3-3, gegn St. Mirren. Ein breyting var gerð í leiknum. Poul Wilson kom í stað Alfie Conn — og Dowie, ungur piltur, hefur tekið stöðu Frank Monro, sem farinn er til Úlfanna aftur, sem miðvörður. Ég var framvörður eins og að undan- fjörnu og líkar sú staða vel, sagði Jóhannes ennfremur. Einhver hreyfing í sambandi við veru þína á sölulista Celtic? — Nei, síður en svo. Celtic vill greinilega ekki ieyfa mér að fara og markaðurinn í Evrópu lokaðist vfða 10. desember — til dæmis f Þýzkalandi. Það komu einhverjar fyrirspurnir til Celtic í haust frá Vestur-Þýzkalandi í sambandi við mig m.a. frá Dettmar Cramer. En það voru engar ábyggilegar frétt- ir og datt strax uppfyrir. Nú er aðeins hægt að fara milli félaga á Englandi og Skotlandi en ég hef ekki áhuga á því. Stefni á megin- landið eins og ég hef sagt þér áður, sagði Jóhannes. Leikið var á Skotiandi á að- fangadag en ekkert á 2. í jólum eins og á Englandi. Rangers fékk heldur betur skeli í Aberdeen — tapaði 4-0 — en hefur þó enn þriggja stiga forustu á Aberdeen, sem er í öðru sæti, og hefur Ieikið einum leik minna. Annars urðu úrslit þessi á aðfangadag. Aberdeen-Rangers 4-0 Celtic-Dundee Utd. 1-0 Partic-Ayr 4-1 Hibernian-Motherwell 2-1 St. Mirren-Clydebank 2-0 , Jóhannes varð fyrir þvf óhappi tveimur dögum fyrir jói að brotizt var inn í nýjan bil háns, (Passat, og jólagjöfum, sem hann hafði keypt, stolið. Talsvert var skrifað um það mál daginn eftir í skozku blöðin — en Jóhannes hefur ekki enn fengið gjafirnar aftur. En hann var þó imjög ánægður í gær. Sagði, að markið, sem hann skoraði gegn ‘Dundee hefði verið bezta jóla- gjöf, sem hann gat. fengið einmitt skorað á aðfrngadag. Staðan S úrvalsdeildinni skozku <*r nú þannig: Rangors Abardesn Partick Oundea. litd. Celtic St. Mirren Hiber.'ian Motherwall Ayr Jlydebank Rosemarie Ackermann, bezti íþróttamaðurinn íEvrópu! — samkvæmt skoðanakönnun pólsku f réttastof unar PAP Austur-þýzka stúlkan, Rose- marie Ackermann, fyrsta konan, sem stökk yfir tvo metra í há- stökki, var kjörin bezti íþrótta- maður Evrópu 1977 i skoðana- könnun, sem gerð var af pólsku fréttastofunni PAP og 23 frétta- stofur í Evrópu tóku þátt í. Úrslit í könnuninni voru gerð kunn i gær. Rosemarie, sem vann afrek sitt að stökkva tvo metra í Austur- Berlfn 26. ágúst, hlaut 209 stig samtals — af 230 mögulegum. Hún var í efsta sæti á listunum hjá 10 fréttastofum. I öðru sæti varð heimsmeistarinn f kapp- akstri, Austurríkismaðurinn Niki Lauda — en hann var langt á eftir Rosemarie Ackermann. Þetta er i tuttugasta skipti, sem PAPgengst fyrir slíkri skoðanakönnun og sigurvegarinn frá í fyrra, Nadia Comaneci, rúmenska fimleika- konan snjalla, var nú ekki meðal tíu beztu. Listinn var annars þessi: 1. Rosemarie Ackermann, Austur-Þýzkalandi, heimsmet- hafi í hástökki, 209 stig. 2. Niki Lauda, Austurríki, heimsmeistari í kappakstri, 137 stig. 3. Vladimir Yashchneko, Sovét- ríkjunum, heimsmethafi í há- stökki, 134 stig. 4. Ingemar Stenmark, Svíþjóð, heimsmeistari í alpagreinum á skíðum, 120 stig. 5. Björn Borg, Svíþjóð, Wimble- don-meistari i tennis, 95 stig. 6. Irena Szewinska, Póllandi, heimsmethafi f 200 og 400 metra hlaupi kvenna, 85 stig. 7. Marlies Oelsner, Austur- Þýzkalandi, heimsmethafi i 100 metra hlaupi kvenna, 81 stig. 8. Vasily Alexeyev, Sovétríkj- unum, heimsmeistari í yfirþunga- vigt í lyftingum, 62 stig. 9. Lise-Marie Morerod, Sviss, heimsmeistari í alpagreinum kvenna á skíðum, 51 stig. 10. Janusz Peciak, Póllandi, heimsmeistari í nútíma fimmtar- þraut, 38 stig. Loks íslenskt Beróu þaó samanvió hrökkbrauö til sömu nota. Vittu hvort hefiir vimiiiiginn. Rúgkex meó osti, (t.d. kúmenosti). Rúgkex meó smjöri. Rúgkex meó sHd og eggi. Rúgkex meó kæfa. KEXVERKSMIÐJAN FRÓN

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.