Dagblaðið - 27.12.1977, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 27.12.1977, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 1977. 15 \ Svonagetaþeirlifaö CCDf)ACT IIM sem bua i alvorulondum: | Llilrflw I w Iwl HEIMINN A LYSTISNEKKJU „Þaó eru nú orðin um tuttugu ár sfðan við fluttumst til Kanada,“ sagði Ásthildur Gunnarsson frá Vancouver í Kanada í samtali við DB er hún var í heimsókn í Reykjavík á dögunum. Asthildur er gift Snorra Gunnarssyni en þau ráku um skeið raftækjaverzlun I Lækjargötu. Eftir að Snorri kom út vann hann í hálft ár hjá öðrum en stofnaði þá sitt eigið húsbyggingafyrirtæki. Hann hefur nú látið af störfum, ekki nema fimmtíu og þriggja ára gamall. Var hann farinn vestur um haf er við hittum Ásthildi. — Er algengt að fólk láti af störfum á miðjum aldri? ,,Já, það er mjög algengt að fólk hætti að vinna eða í það minnsta breyti til og fái sér einhver hægari störf,“ sagði Ásthildur. — Hvað hafið þið þá fyrir stafni núna? Búa um borð „Við erum eiginlega búin að vera á ferðalögum um heiminn í sl. tvö ár. Við seldum húsið okkar í Vancouver og keyptum okkur bát, sem við höfum eigin- lega búið í síðan í apríl 1976 Báturinn er 40 feta langur með tveim dísilvélum. Um borð eru 2 svefnherbergi og stofa og~2 baðherbergi þannig að það hefur ekki væst um okkur. Sumarið 1976 ferðuðumst við um suðurströnd Englands og fórum yfir til Frakklands. Síðan létum við flytja bátinn yfir til Vera Cruz í Mexico. Báturinn var sfðan fluttur yfir á Kyrrahafsströndina, yfir eiði sem Mexikanar hafa hug á að gera skipaskurð þegar tímar liða. Báturinn var fluttur til Salina Cruz og þaðan sigldum við svo alla leið upp til Vancou- ver. Þetta er 5500 mílna löng ferð og við vorum ellefu mánuði á leiðinni. Auðvitað vorum við ekki á beinni siglingu allan tímann. Við stoppuðum á stöðum sem okkur leizt á og ég get sagt þér að þeir voru margir. Þetta var alveg dásamlegur tími. Við vorum t.d. þrjá mánuði i Los Angeles.“ — Búið þið þá um borð í bátnum á meðan á ferðalaginu stendur og þið hafið einhvers staðar viðdvöl'7 ,,Að sjálfsögðu. Þá erum við í smábátahöfnum sem smábáta- klúbbar starfrækja viða. Það er ntjög gott samfélag sem báta- fólk hefur með sér. Við verzlum i landi og matreiðum handa okkur um borð. Það er mjög ódýrt að lifa í Mexikó en að sjálfsögðu eru ekki stórverzl- anir í smábæjum á þessari leið, heldur verður að kaupa inn í matinn á markaðinum eins og hinir innfæddu gera. Mér fannst þetta ekki mjög lystugt til að byrja með og Snorri keypti í matinn. En svo venst maður þessu og nú finnst mér ekkert athugavert að kaupa svona óinnpakkað kjöt. Við erum staðráðin í að vera í Mexicó í vetur, þó ekki á bátnum. Snemma næsta vor ætlum við ásamt fleiri vinum okkar og bátaeigendum að sigla upp til Alaska.“ — En af hverju lifið þið þá, fyrst þið eruð búin að selja allt ykkar í Vancouver? Lifa ó vöxtunum „Við létum peningana okkar inn í bankann og lifum svo af vöxtunum. Við þurfum ekki að Agústa sagði að það hefði vakið mikla athvgli meðal bátafólksins í Mexicó þegar hún sat uppi á dekki á bátnum sínum og prjónaði lopapeysur. Hún hélt auðvitað áfram að prjóna á meðan hún stóð við hér. Þarna er hún á heimili æskuvinkonu sinnar, Erlu Hannes- dóttur, að Hofteigi 23. DB-mvnd Bjarnleifur. Ætlaði að fara í eina veiðiferð — en var út vertíðina „Við vorum alveg undrandi yfir þessu, því við bjuggumst ekki við að honum gengi svona vel. Sturla er núna 26 ára gamall og búinn að vera við háskólanámið i viðskiptafræði i tvö ár. Það er mjög erfitt að komast inn i kvikmynda Fóik þarf ekki að vinna eins mikið og hér — Eru lifskjör fólks svipuð og hér á tslandi í Vancouver? „Ég held að almenningur þurfi ekki að vfnna eins mikið og almenningur hér. Eg held að fólk vinni almennt ekki meira en 35-40 stundir á viku og eigi svo frí. t Brezku Columbiu er eiginlega meiri sósíalisering en Sturla Tómas hefur unnið frækileg afrek á sviði kvikmyndalistar. Fær hann nú það verkefni að búa til kvikmynd algjörlega að eigin vali fyrir National Filmboard of Canada. Hver veit nema við fáum einhverntima að sjá hana í sjónvarpinu hér, en þar eru oft sýndar myndir frá NFB. Báturinn góði. Það væsir svo sem ekki um neinn á svona farkostl, sízt af öllu undan ströndum Mexico. greiða neina skatta, nema af vöxtunum og eignarskatturinn af bátnum er enginn. Aftur á móti verðum við að greiða eignarskatt af lóð sem við eig- um í Vancouver og hyggjumst byggja okkur hús á einhvern- tíma seinna." Verðlaunasonur Hið eiginlega tilefni að við leituðum eftir samtali við Ást- hildi á meðan hún dvaldi hér í haust var frækilegt námsafrek sonar hennar, Sturlu Tómasar. Hann var við nám i kvikmynda- gerð í háskólanum British Colombia og fékk hann fyrstu verðlaun fyrir kvikmynd sem hann gerði. „Myndin er 4 mín. og 20 sek. löng og heitir A Day Much like The Others. Þetta gerir Sturla kleift að búa til kvikmynd alveg eftir sínu höfði hjá National Filmboard of Canada, sem þeir sjá um kostnaðar- hliðina á. Að því loknu má hann eiga kvikmyndina. Þetta er líka fjárhagslegt atriði fyrir hann því hann getur selt slíka kvik- mynd og fengið gott verð fyrir,“ sagði Agústa. „bransann" vestanhafs svo við erum mjög ánægð fyrir hans hönd. Annars hefur Sturla lagt gjörva hönd á ýmislegt. Hann hefur BA próf í ensku og bók- menntum. Hann var í Bretlandi á síðasta ári og er nú að vinna að meistaragráðu sinni. Hann var eitt ár í Grikklandi og lærði grísku. Hann hefur lika verið eitt ár hér heima á tslandi. Þá réði hann sig á bát í eina veiði- ferð,' en líkaði svo vel að hann var út alla vertlðina. Hann hafði að vísu ekki mikið upp úr því annað en reynsluna, sem er mikils virði. Hann talar mjög góða íslenzku," sagði Agústa. hér. T.d. eru öll lyf ókeypis en sjúkrasamlag er ekki, nema fólki er auðvitað frjálst að kaupa sér einkasjúkratrygg- ingar. Þær eru með mjög sér- stæðum hætti., þvi gjaldið miðast við þær tekjur sem viðkomandi hefur.Trygging- arnar greiða svo allt, allan sjúkrahúskostnað og læknis- hjálpina og meira að segja sjúkrabflinn lika. Maðurinn minn þurfti einu sinni að leggj- ast inn á sjúkrahús til smávægi- legrar aðgerðar. Einásem hann þurfti að greiða voru 5 dollarar á dag vegna þess að hann vildi vera á einkaherbergi. Ég hef heyrt að tannlækningatrygg- ingar séu væntanlegar. Allir sem eru sextíu og fimm ára og eldri fá öll sfn lyf ókeypis. Eitt- hvað er einnig um að þeir fái einnig gleraugu frftt, að minnsta kosti að einhverju leyti. En það skal tekið skýrt fram að þetta er ekki svona 1 öllum fylkjum Kanada, í B. C. er sérlega gott fyrirkomulag á þessum málum. Atvinnuleysis- tryggingar eru einnig mjög góðar. Fólk borgar ákveðið gjald í atvinnuleysistrygginga- sjóð og atvinnuveitandinn lika. Þeir sem sfðan fá úr sjóðnum eru því ekki að þiggja neinn styrk heldur hafa þeir sjálfir tryggt sig gegn atvinnuleysi,“ sagði Asthildur Gunnarsson. A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.