Dagblaðið - 27.12.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 27.12.1977, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER lg77. CHARLES CHAPLIN JARDSETTUR í DAG Charles Chaplin, leikarinn heimsfrægi, verður jarðsettur í dag í kirkjugarði þorps þess sem hann hefur búið í siðustu. tuttugu og fimm ár. Þar mun þessi áttatíu og átta ára öld- ungur, sem áður fyrr skapaði og lék einn þekktasta trúð kvik- myndanna, hvíla innan um aðra látna þorpsbúa. Oona, eftirlifandi eiginkona hans, og átta af níu börnum hans ásamt nokkrum nánum ættingjum og starfsfólki á heimili hans verða þau einu sem við jarðarförina verða. Að sögn talsmanns fjölskyldunnar verður athöfnin mjög látlaus, aðeins lesnar nokkrar bænir við gröfina. Chaplin, sem Glísabet drottn- ing aðlaði fyrir tveim árum, fékk hægt handlát á jóladags- morgun. Hafði heilsu hans hrakað óðfluga siðustu vikur. Oona, fjórða eiginkona hans, sem er fimmtíu og eins árs og dóttir hins þekkta bandaríska leikritaskálds Eugene O’Neill, var við dánarbeð manns sins ásamt öllum börnum ’hans nema Geraldine sem býr á Spáni og vinnur um þessar mundir að upptöku á nýrri kvikmynd. I gær var sagt að hún yrði að öllum likindum ekki viðstödd jarðarför gamla mannsins. Charles Chaplin var fæddur í mikilli fátækt í Bretlandi. Tókst honum að brjótast til mikillar frægðar í bandarískum kvikmyndum. Fyrir tuttugu og fimm árum flutti hann þaðan á brott vegna ásakana um komm- únisma. 500 MILUARDA DOLLARA HAGNAÐUR OPEC RÍKJANNA Hin þrettán ríki sem eru með- limir í OPEC, samtökum oliuút- flutningsríkja, hafa hagnazt um 500 milljarða dollara síðan árið 1973, samkvæmt upplýsingum sem fram koma í efnahagsmála- grein sem birtist í dagblaðinu E1 Universal í Venezuela í gær. Hagnaður þessara ríkja áður en olíuhækkunin mikla varð áður- nefnt ár varð tæplega 81 millj- arður dollara þrjú árin þar á undan að því er segir í greininni í dagblaðinu i Venezuela. Tekjur OPEC ríkjanna hvers fyrir sig frá 1973 af olíuútflutn- ingi ásamt áætiuðum tekjum ársins 1977 eru taldar eftirfar- andi: Saudi Arabía 146 milljónir dollara, Iran 89 milljónir, Venezu- ela 42 milljónir, Kuwait 37 millj- ónir, Nigeria 36 milljónir, Irak 33 milljónir, Libýa 31 milljón, Arab- ísku furstadæmin 30 milljónir, Indónesía 22 milljónir, Alsír 18 milljónir, Gatar 8 milljónir, Gabon 3 milljónir og Ecuador rúmar tvær milljónir dollara. Portúgal: Eanes forseti herðir á stjómmálamönnunum Antonio Kamalho Eanes, for- seti Portúgals, kallaði leiðtoga hinna fimm stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á þingi lands- ins fyrir sig I gær. Er það í annað sinn á tveim dögum, að flokksleiðtogarnirerukallaðir á fund forsetans. Landið hefur nú veriö án rlkisstjórnar I þrjár vikur eða síðan minnihluta- stjórn jafnaðarmannaflokksins undir stjórn Mario Soares hlaut vantraust og sagði af sér. Að loknum fundi slnum með flokksleiðtogunum ræddi Eanes forseti i þrjár klukku- stundir við liðsforingja I bylt- ingarráðinu, sem sett var á laggirnar I hinni friðsamlegu uppreisn fyrir tveim árum. Byltingarráðið er talið mjög valdamikið og í raun hafa úr- slitavöld um það hvort lýðræði lifir eða deyr i Portúgal. Mjög þykir aðkallandi að mynduð verði ný ríkisstjórn í landinu til að hægt verði að snúast við margvislegum efna- hagslegum vanda sem nú steðjar að Portúgölum. Ekki er heldur talið óllklegt að nýrri ríkisstjórn verði falið það sem höfuðverkefni að undirbúa nýj- ar kosningar næsta vor. Engin vissa er þó talin fýrir því að auðveldara verði að mynda stjórn þá. I gær var haft eftir Eanes forseta að líklegast og eðlilegast væri að jafnaðar- menn undir forustu Soares fyrrum forsætisráðherra hefðu forustu um stjórnarmyndun. Þeir hafa aftur á móti talið að þeir flokkar sem steyptu stjórn þeirra fyrir þrem vikum ættu að standa fyrir myndun nýrrar stjórnar. Það hefur hægri flokkunum ekki tekizt en þeir voru helztu andstæðingar stjórnar jafnaðarmanna og greiddu atkvæði gegn þeim ásamt kommúnistum. Þykir vegur Soares og jafnaðarmanna hans nokkuð hafa vaxið aftur vegna gengis- leysis þeirra sem hugsanlega gætu myndað stjórn. Hefur Soares bent á að verk- fall flugliða hjá ríkisflugfélagi Portúgal TAP væri ljóst dæmi um aðkallandi verkefni nýrrar stjórnar. Ef stjórnmálaforingjum tekst ekki að mynda starfhæfa ríkisstjórn á næstunni er talið líklegt að Eanes forseti muni athuga möguleikana á að mynda stjórn utan flokka og án íhlutunar þingsins. Eanes forseti er farinn að krefjast þess af stjórnmálaleiðtogum að þelr leysl stjórnarkreppuna hið fyrsta. Erlendar fréttir JÓNAS HARALDSSON Sendi ræn- ingjum sínum jólakveðju Italski iðnrekandinn Enno De Vecchi sendi jólakveðjur til ræningjanna sem rændu honum og slepptu ekki úr haldi fyrr en greitt hafði verið fyrir hann jafn- virði 220 milljóna islenzkra króna árið 1975. I bréfi sem birtist í dagblaði á Sardinia segir Vecchi að hann vilji óska ræningjunum alls góðs því þeir hafi gefið honum það sem mest er vert — lif sitt. Iðnrekandanum sem er fjörutíu og átta ára að aldri var rænt frá sumarheimili sínu í Verona i ágúst árið 1975 og látinn laus að fimmtiu og tveimur dögum liðnum en þá höfðu ræningjarnir fengið lausnar- gjaldið fyrir hann afhent. Happdrættis- miðinn náð- ist af vasa- þjófnum Ekki mátti miklu muna að Mario Marcos vélvirki yrði fyrir tilfinn- anlegu tjóni þegar veski hans með jafnvirði rúmlega sjöhundruð ís- lenzkra króna var stolið frá hon- um rétt fyrir jól. Þannig er mál með vexti að Mario, sem búsettur er í Madrid á Spáni, hafði fengið sér happ- drættismiða í jólahappdrætti og dregið var i happdrættinu síðast- liðinn föstudag — Þorláksmessu. Lögreglan handtók nokkra vegna þessa máls og veskið fannst á einum þeirra og I því happ- drættismiðarnir. Var það heldur heppilegt fyrir Mario vélvirkja og fjölskyldu hans því vinningur kom á miðann og varð hann 25 milljónum krónum rikari. Mario, sem hingað til héfur búið I eins herbergis íbúð með eiginkonu sinni og fimm börnum, sagðist ætla að koma sér upp stærri Ibúð fyrir andvirði vinn- ingsins. Tvö fórnardýr bætast við íLos Angelses Lögreglan 1 Los Angeles hand- tók I gær tuttugu og fjögurra ára gamlan mann sem grunaður er um að hafa kyrkt tvær stúlkur sem fundust skömmu áður. Hún telur aftur á móti engan veginn víst að hér sé á ferðinni hinn alræmdi og óþekkti kyrkjari, sem myrt hefur og nauðgað ellefu kon- um í Los Angeles á undanförnum vikum. Fremur að tvö sfðustu morðin séu stæling á fyrri verkn- uðum, sem mjög hafi komizt I hámæli í fjölmiðlum og vakið mikinn ótta meðal borgarbúa. Lfk stúlknanna tveggja fundust með skömmu millibili og nærri hvort öðru. Voru fórnardýrin átján og tuttugu og eins árs. Bæðin likin voru nakin er þau fundust. Er það á sama veg og hin fyrri ellefu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.