Dagblaðið - 02.05.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 02.05.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. MAl 1978. 7 Stjórnarráðsbletturinn var þétt setinn á útifundinum i gær.... — og nú fer að byrja striðið um það, hversu margir voru á fundinum. DB-ljósm. R.Th. — stof na þarf sameinaðan öf lugan verkalýðsf lokk „Áður en þeir ganga til sængur annað kvöld, munu þeir hafa fengið tilkynn- ingu um aðflutningsbann á olíur,” sagði Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Verkamannasam- bands íslands á fjölmennum I. maí- fundi á Lækjartorgi í gær. Guðmundur flutti aðalræðuna en aðrir ræðumenn voru Ragna Bergmann, varaform. Verkakvennafélagsins Framsóknar, Hallgrímur G. Magnússon, formaður Iðnnemasambands íslands, og Kristján Thorlacius, formaður Bandalags starfs- manna ríkis og bæja. Kjörorð þessa baráttu- og hátiðisdags verkalýðsins var: „Samningana i gildi”. Er þá átt við að breyting sú, sem varð á gildi sólstöðusamninganna með laga- setningu Alþingis, verði aftur tekin. Það sagði Kristján Thorlacius. Hann benti á tilgangsleysi samninga, sem væru að engu hafðir af stjórnvöldum. Hann minnti á, að opinberir starfsmenn hefðu ekki fyrr en árið 1976 fengið jafn sjálf- sögð mannréttindi og verkfallsrétt. Taldi Kristján tímabært að stofnaður yrði sameinaður ötlugur verkalýðsflokkur. „Það hefur aldrei verið meira fjör I verðhækkunum en eftir að kjara- skerðingarlögin voru sett,” sagði Guðmundur J. Hann taldi, að með rétt- látri skiptingu þjóðarteknanna gæti íslenzk þjóð lifað góðu lífi. Það væri táknrænt, að stjórnarherrar körpuðu um jjað i sjónvarpi frammi fyrir alþjóð, hvort þeir hefðu tæpa eða röska milljón I laun á mánuði. Eða þá, hvort það væri rösk eða tæp milljón, sem þeim væri Á kröfuspjöldum kenndi margra grasa eins og sjá má og litirnir voru rauðir en staf- irnir hvitir. Undir merki BSRB gengu fjöldamargir og trúlega hefur 1. mai ganga ekki verið jafn fjölmenn fyrr. DB-mynd R.Th. Sig. Upplagt að hvila lúin bein i hlýrri vorgolunni og verða kannski dálitið útitekinn um leið og hlustað er á boðskap ræðumanna 1. mai. — DB-mynd R.Th.Sig. var megininntakið i máli ræðumanna, að höggvið væri svo nærri samningsrétti og samningsfrelsi með slíkum aðgerðum stjórnvalda með tilstyrk Alþingis, að hvort tveggja væri í raun að engu gert. gefin eftir við kaup á eigin bilum. Á sama tima væru þessir menn að svipta láglaunafólk, sem væri að kikna undan skattbyrði og vöxtum, möguleikanum á mannsæmandi lífi. „Varnaraðgerðir okkar, svo sem út- flutningsbannið, veldur mun meira tapi en nemur kaupinu, sem um er deilt,” sagði Guðmundur, og bætti við: „við skulum ekki afskrifa möguleikann á allsherjarverkfalli.” BS Þvi mætti ekki láta undan I þeirri bar- áttu, sem nú væri hafin til þess að samn- ingsréttur væri ekki aðeins orðin tóm. „Þótt launafólk vinni sæmilega sigra i kjaradeilum, þá er eins og það eigi ekki nægilega marga málsvara á Alþingi,” Rauð verkalýðseining hélt fund við Miðbæjarbarnaskólann gamla. Þar voru fundar- menn talsvert yngri en þeir á stóra fundinum á Torginu. — DB-mynd Hörður. Nú er að vísu sumar, en ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Væri ekki viturlegt að hugsa núna um fyrirhugaðar framkvæmdir í vetur? Margir hyggja t.d. á utanlandsferð með fjölskylduna um næstu jól eða einhvern tíma í vetur. Til sólarlanda eða á skíði. Og sjaldnast eru auraráðin of mikil þegar ætlunin er að gera góða reisu. Við segjum aðeins þetta: Fyrirhyggja léttir framkvæmdir. Fyrirhyggjan felst í því að eiga kost á IB láni. Meðreglubundnum sparnaði og IB-láni geturðu tryggt þér nægilegt ráðstöf- unarfé. Leitið upplýsinga um IB-lán, fáið bækling. Banki þeirra sem hyggja að framtíðinni ; Iðnaðarbankinn Aðalbankiogútibú «ii

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.