Dagblaðið - 02.05.1978, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 02.05.1978, Blaðsíða 22
22 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. MAl 1978. t fþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir West Ham á barmi falls —í2. deild ef tir ósigur gegn Evrópumeisturum Liverpool. Bolton sigurvegari í 2. deild og Southampton ogTottenham fylgdu Bolton upp Eftir síðasta leikdaginn i ensku deildakeppninni á laugardag cr aðeins þremur spurningum ósvarað. Þau svör fást, þegar nokkrum leikjum, sem fresta varð fyrr á leiktimabilinu, lýkur. Þessar þrjár spurningar eru: Fellur West Ham eða Úlfarnir ásamt Leicester og Newcastle niður í 2. deild? — West Ham virðist fallið. Úifarnir eiga tvú leiki eftir og þurfa eitt stig úr þeim — en þetta eru erfiðir leikir við Aston Villa, sem enn hefur möguleika i UEFA-keppnina. Hvaða lið fellur i 3. deild ásamt Hull og MansField? Þar koma nokkur lið til greina — Orient, Cardiff, Millwall, Charlton og Blackpool. Furðulegt, Blackpool er i mikilli hxttu. Cardiff á eftir tvo heimaleiki við Notts County og Orient, sem einnig á eftir að leika á heimavelli við Charlton. Þá á Millwall eftir að leika við MansField i Lundún- um og sigur bjargar liðinu frá falli. Litlar likur voru á þvi á tímabili, að Millwall gæti haldið sæti sinu. Þriðja spurning er hvort það verður Preston eða Peterborough, sem kemst upp i 2. deild ásamt Wrexham og Cambridge. — Peterborough á einn leik eftir — erFiðan leik við sigurvegara 3. deildar Wrexham og það í Wales. Peter- borough verður að sigra til að komast upp. Preston hefur einu stigi meira og miklu hagstæðari markamun. Á laugardag beindist áhuginn mest að toppbaráttunni í 2. deild og fallbar- áttunni í þeirri fyrstu. I 2. deild náði Tottenham jafntefli i Southampton — og við það tryggðu bæði lið sér sæti í 1. deild næsta keppnistímabil. Totten- ham eftir eitt ár i annarri deild. Þetta var mikill baráttuleikur og Lundúna- liðið að mörgu leyti heppið að hanga á stigi. Tunnell átti stangarskot fyrir Dýrlingana í fyrri hálfleik og Ted .MacDougall, sá mikli markaskorari, spyrnti framhjá Tottenham-markinu í opnu færi. Mikill fögnuður var í Southampton eftir leikinn — hjá leik- mönnum og fylgjendum beggja liða. Jafnvel þó Southampton hafi misst af efsta sætinu með jafnteflinu. Bolton náði því með því að gera jafntefli við Fulham á heimavelli á laugardag i leik þar sem Bolton-liðið hafði mikla yfir- burði í síðari hálfleik. Leikmenn Brigh- ton sitja eftir með sárt ennið — hlutu 56 stig eins og Tottenham en voru með lakari markamun. Brighton, sem aldrei hefur leikið í 1. deild en er nú að verða stórlið undir stjórn Alan Mullery, áður fyrr fyrirliða Englands, Tottenham og Fulham, komst þvi ekki upp þó svo liðið hlyti fleiri stig en nægt hefur til að ná sæti í 1. deild undan- farin ár. Það kemur næsta ár, sagði Mullery eftir leikinn. Tveir leikir voru mest í sviðsljósinu í 1. deild — leikir West Ham og Liver- pool, Úlfanna og Man. Utd. Leikmenn West Ham — talsvert taugaspenntir — höfðu aldrei möguleika gegn Evrópumeisturum Liverpool. Töpuðu 0-2 og eftir það gátu leikmenn tveggja annarra Lundúnaliða andað léttar — Chelsea og QPR, og einnig leikmenn Úlfanna. Áhorfendur voru 37.500 á Upton Park — leikvelli West Ham, svo ekki vantaði stuðning þeirra. Met- aðsókn á leiktímabilinu. Á 39. min. átti Pop Robson slæma sendingu aftur, fyrirliði Liverpool Emlyn Hughes náði knettinum. Gaf á Terry MacDermott, sem skoraði fallegt mark. Á 57. min. gaf Graeme Souness snilldarlega á David Fairclough, sem skoraði síðara mark Liverpool. Nú verða leikmenn West Ham að setja allt sitt traust á Aston Villa í sambandi við leikina við Úlfana. I Wolverhampton náði heima- liðið dýrmætum stigum gegn Man. Utd. Þar börðust Úlfarnir hetjulega þvi lengi vel áttu þeir í vök að verjast gegn United. Á 34. mín. skoraði Man. Utd. glæsilegt mark. Stuart Pearson gaf fyrir. Joe Jordan skallaði fyrir fætur Brian Greenhoff, sem sendi knöttinn i netið. Á 51. mín. tókst Martin Patching að jafna fyrir Úlfana og spenna var gífurleg á vellinum — jafnt meðal leikmanna Úlfanna sem áhorfenda. Á 76. mín. skoraði hinn ungi Mal Eves og það reyndist sigur- mark Úlfanna í leiknum. Þýðingar- mikil mörk, sem þessi ungi piltur hefur skorað að undanförnu fyrir lið sitt. Mörk, sem. sennilega bjarga þvi frá falli. En það er nú víst kominn tími til að lita á úrslitin á laugardag. 1. doild Arsenal — Middlesbro 1-0 Aston Villa — Ipswich 6-1 Bristol City — Coventry 1-1 Evorton — Chelsea 6-0 Leicester — Newcasde 3-0 Man. City — Derby 1-1 Norwich - WBA 1-1 Nottm. For. — Birmingham 0-0 QPR - Loeds 0-0 West Ham — Liverpool 0-2 Wolves — Man. Utd. 2-1 F/ Nýkomnir DEMPARAR Benz—Datsun—Fiat Ford—GÆ — Mazda Mini — Mitsubishi — Opel Peugeot—Renault Rover—Saab— Toyota Vauxball— Volkswagen Volvo-Willyso.fi. Ötrúlega hagstætt verö Póstsendum um allt land HÖGGDEYFIR Dugguvogi 7—Sími 30154 Reykjavík Alan Ball — leiddi Southampton aftur í 1. deild — og hélt siðan á sunnudag til Bandarikjanna til að leika þar. Bohon — Fulham 0-0 Brighton — Blackpool 2-1 Bumley — Luton 2-1 C. Palace — Blackbum 5-0 Hull — Bristol Rovers 0-1 Mansfield — Oríent 1-1 Millwall - Oldham 2-0 Sheff. Utd. - Cardrff 0-1 Southampton — Tottenham 0-0 Stoke — Notts County 1-1 Sunderiand — Chartton 3-0 3. deild Bradford - Walsall 2-3 Cambridge — Exeter 2-1 Cariisle — Swindon 2-2 Chester — Peterbro 4-3 'Colchester — Sheff. Wed. 1-1 Gillingham — Lincoln 0-0 Hereford — Wrexham 1-1 Oxford — Bury 0-0 Plymouth — Port Vale 3-2 Preston — Shrewsbury 2-2 Rotherham — Portsmouth 0-1 Tranmere — Chesterfield 1-1 4. deild Aldershot — Hardepool 3-0 Bamsley — Wimbledon 3-2 Daríington — Scunthorpo 1-1 Doncastor — Reading 2-2 Grimsby — Brentford 2-1 Huddersfieid — Boumomouth 2-0 Newport — Southend 1-2 Rochdale — Torquay 1-3 Swansea — Halifax 2-0 Watford — Southport 3-2 York — Northampton 0-3 Stockport — Crewe 1-2 Mikil spenna var á Goodison Park í Live^óol í sambandi við hvort Bob Latchford tækist að skora tvö mörk. Vinna þannig til verðlauna Daily Express og Adidas, sem heitið hafa 10 þúsund sterlingspundum til þess leik- manns, sem fyrst skoraði 30 deilda- mörk á leiktímabili. Það hefur engum tekizt undanfarin ár. Fyrir leikinn hafði Latchford skorað 28 mörk — og það leit ekki vel út'hjá honum gegn Chelsea. Everton skoraði hvert markið á fætur öðru — en Latchford komst ekki á blað — fyrst Martin Dobson, þá Mick Lyons og Billy Wright, og fjórða mark Everton skoraði Neil Robinson. 4—0 og 12 mín. til leiksloka en þá komst Latch- ford í færi, 5—0. 39 þúsund áhorf- endur voru með á nótunum og hrópin gífurleg. Fimm min. fyrir leikslok var dæmt viti á Chelsea. Latchford tók það. Skoraði og 10 þúsund sterlings- pundin voru hans — mark, sem gaf 4.7 milljónir króna. Aston Villa skoraði einnig sex gegn úrslitaliðinu I bikarkeppninni, Ips- wich. 17 ára piltur í marki Ipswich, Paul Overton, þurfti sex sinnum að hirða knöttinn úr netinu en varði þá oft snilldarlega. Marga fastamenn Ips- wich vantaði og þeir, sem léku forð- uðust meiðsli. Úrslitaleikurinn við Arsenal er næsta laugardag. Mörk Villa skoruðu John Deehan, tvö, Andy Gray, sem lék snilldarlega, Little, Carrodus og Cowans. Meistarar Nottingham Forest léku vel í fyrri hálfleik gegn Birmingham án þess að skora. 1 siðari hálfleiknum náði Birmingham-liðið algjörum yfir- burðum en Peter Shilton varði mark Forest eins og honum er einum lagið. Bjargaði liði sínu frá tapi. Arsenal sigraði Middlesbro með marki Frank Stapleton. Man. City og Derby deildu stigunum. Mike Channon skoraði fyrir City — Gerry Daley fyrir Derby. QPR náði þýðingarmiklu stigi í jafn- teflisleiknum við Leeds. Þar átti Tony Currie stangarskot fyrir Leeds en hinu megin bjargaði Trevor Cherry á mark- línu. QPR var betra liðið. Cyrille Regis náði forustu fyrir WBA í Norwich en Foulkes jafnaði. Leicester vann sinn stærsta sigur á leiktimabil- inn gegn Newcastle — Goodwin, Roger Davies og Salmons skoruðu. Áhorfendur aðeins átta þúsund. 1 2. deild vann Brighton sigur á Blackpool með mörkum Peter Ward og Brian Horton. Bob Hatton skoraði fyrir Blackpool og leikmenn liðsins börðust af hörku. Fjórir bókaðir. En Blackpool tapaði og er nú allt í einu í mikilli taphættu. Brighton hefur staðið sig mjög vel síðustu vikurnar þó það nægði ekki til að komast i 1. deild. En þetta er bezti árangur í sögu félags- ins — fjórða sæti í 2. deild. Bristol Rovers, sem náð hefur ágætum árangri síðan Bobby Gould kom til félagsins, bjargaði sér með sigri í Hull. Blackpool stanzaði á 37 stigum — og Charlton, Millwall, Cardiff og Orient geta komizt upp fyrir þá stigatölu ef stigin dreifast í innbyrðisleikjum þeirra, sem eftir eru. Cardiff lagaði mjög stöðu sina með sigri í Sheffield og ætti að sleppa með tvo heimaleiki eftir. Orient á einnig tvo heimaleiki — og getur sent Charl- ton niður i 3ju deild. Skrítið ef Orient, sem komst í undanúrslit í bikarkeppn- inni, fer að falla. Stigið, sem liðið náði í Mansfield, getur reynzt mjög þýðingarmikið. Mayo skoraði mark Orient þar. 1 3. deild tryggði Cambridge sér rétt að leika i 2. deild næsta keppnistímabil með sigri á Exeter. Hefur komizt úr 4. í 2. deild á tveimur leiktímabilum. Peterborough tapaði í tvisýnum leik í Chester og verður nú að sigra efsta liðið í 3. deild i Wrexham til að komast upp. Preston hefði getað náð þvi með sigri á Shrewsbury á laugardag — en lið Nobby Stiles náði ekki nema jafn- tefli á heimavelli. Verður því að bíða eftir úrslitunum i Wrexham. Niður í 4. deild falla Port Vale, Bradford, Here- ford og Portsmouth. — Plymouth tókst að bjarga sér með sigri á Port Vale en Malcolm Allison hefur tekizt mjög að hressa leikmenn Plymouth eftir að hann tók þar við stjóminni í vetur. Sæti þeirra í 3. deild taka Watford, Southend, Brentford og Swansea — og á laugardag skoraði John Toshack síðara mark Swansea gegn Halifax, sem gulltryggði sigurinn og þar með sæti i 3. deild. , . . - hsim. Staðan er nú þannig: 1. deild Nottm. Forest 40 25 12 3 07-22 62 Everton 42 24 7 11 70-45 55 Uverpool 40 23 0 9 61-34 54 Arsenet 41 21 10 10 00-34 52 Men. City 40 19 11 9 74-49 50 Coventry 42 19 13 11 77-02 49 WBA 41 10 13 10 01-51 49 A. Ville 40 17 10 13 50-38 40 Leeds 42 18 10 14 63-53 40 Man. Utd. 42 16 10 10 07-03 42 Birminghem 42 16 9 17 55-00 41 Nonwich 42 11 18 13 62-60 40 Derfay 41 13 13 15 51-59 39 Middlesbro 42 12 15 15 42-54 39 Bristol City 42 11 13 18 49-53 35 Ipswkrh 41 11 13 19 46-59 35 QPR 41 9 15 17 48-81 33 Chelsea 40 10 13 17 41-70 33 Wolves 40 10 12 18 46-82 32 WestHam 42 12 8 21 52-09 32 Newcasde 42 6 10 28 42-78 22 Leicester 42 5 12 25 20-70 22 2. doild Bolton 42 24 10 8 63-33 58 Southampton 42 22 13 7 70-39 57 Tottenham 42 20 18 6 83-49 50 Brighton 42 22 12 8 63-38 50 Blackbum 42 16 13 13 50-00 45 Sunderland 42 14 16 12 67-57 44 Stoke 42 10 10 16 53-49 42 Oldham 42 13 16 13 54-58 42 C.Palaca 42 13 15 14 50-47 41 Fulham 42 14 13 15 48-49 41 Bumlay 42 15 10 17 58-64 40 Sheff. Utd. 42 16 8 18 62-73 40 NottsCo. 41 11 16 14 53-60 38 Birstol Rov. 42 13 12 17 01-77 38 Luton 42 14 10 18 54-52 37 Blackpool 42 12 13 17 59-00 37 Charlton 41 13 11 17 55-68 37 Millwall 41 11 14 16 48-57 36 Cardiff 40 12 12 16 49-69 36 Orlent 40 9 17 14 42-49 35 Mansfiekl 41 10 11 20 49-68 31 Hull 42 8 12 22 34-52 28 Rangers varð skozkur meistari á Ibrox Park — sigraði Motherwell 2-0. Celtic komst ekki í Evrópukeppni meistaratitlinum til nágranna sinna, Rangers. Celtic beið lægri hlut gegn St. Mirren, 3—l. Mögru keppnistima- bili Celtic iokið — en liðið hafnaði i fimmta sæti eftir að hafa um tíma veriðí fallhættu. Úrslit á Skotlandi á laugardag urðu: Rangers tryggði sér skozka meistaratitilinn I knattspyrnu á laugar- dag, sigraði Motherwell 2—0 á Ibrox Park I Glasgow. Það var mikið um dýrðir á Ibrox, 40 þúsund manns fylgdust með er skozki meistaratitill- inn varð Rangers. Colin Jackson kom Rangers yfir jvegar á 6. mínútu gegn Motherwell er hann sendi knöttinn í netið — og á 18. mínútu skoraði Gordon Smith fyrir Rangers, 2—0 — eftir góðan undir- búning Derek Johnstone. Fögnuður áhangenda Rangers var ■ mikill — og áhorfendur þyrptust niður á völlinn eftir leikinn og dönsuðu af fögnuðu. Hins vegar var fögnuður Celtic ekki eins — í fyrsta sinn i 17 ár komst Celtic ekki i Evrópukeppni, hið fræga Glasgow-lið varð að sjá á eftir United. Nú er aðeins einn leikur eftir í úr- valsdeildinni skozku — viðureign Dundee Utd. og Clydebank en staðan er: Clydebank — Ayr 0-2 Dundee Utd. — Partick 5—2 Hibernian — Aberdeen l-l Rangers — Motherwell 2-0 St. Mirren — Celtic 3—l Aberdeen er veitti Rangers harða keppni varð að sætta sig við jafntefli i Edinborg — gegn Hibernian, 1—1. Arthur Duncan náði forustu fyrir Hibernian, en lan Scanlon jafnaði fyrir Aberdeen, er keypti hann frá Notts County. Hibernian komst þar með í UEFA-keppnina ásamt Dundee Rangers Aberdeen Dundeo Utd. Hibemian CeWc Motherwel! Partlck St Mirren Ayr Clydebank 36 24 7 5 78-39 55 38 22 9 5 68—29 53 35 16 8 11 42-39 40 36 15 7 14 61-44 37 38 15 6 15 63-53 38 38 13 7 18 45-52 33 36 14 5 18 52-64 33 36 11 8 17 62-63 30 36 9 6 21 36-68 24 35 5 7 23 21-63 17 Morton og Hearts tryggðu sér sæti í úrvalsdeiidinni — þrátt fyrir sigur Dundee gegn Morton 3—2 á iaugar- dag nægði það Dundee ekki — Hearts sigraði Arbroath 1—0. Dundee hafði lengst af forustu í 1. deild en missti þráðinn i iokin.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.