Dagblaðið - 02.05.1978, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 02.05.1978, Blaðsíða 24
24 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1978. Þessir skemmta í Höllinni á morgun Þá styttist óðum i hljómleika Stranglers, Poker, Þursaflokksins og Halla og Ladda. Stranglers koma til Handsins um miðjan dag i dag, skoða Hljóðrita, þar sem þeir halda fund með islenzkum blaðamönnum og skella sér svo i Klúbbinn i kvöld. Þar verður boðið upp á alls kyns skemmti- atriði fyrir erlendu gestina. Siðdegis á morgun verður nýja LP platan með Stranglers, Black And White, kynnt í skiðaskálanum i Hveradölum. Ensku blöðin hafa farið nokkrum orðum um kynninguna og þykir hún greinilega á undarlegum stað. Með. hljómleikunum annað kvöld hefst ferðalag Stranglers um Evrópu. Ensku blöðin hafa slegið þessu ferðalagi upp á síðum sinum og undantekningarlaust tekið fram að hljómsveitin muni heimsækja 'tsland og Júgóslavíu. Hljómleikarnir annað kvöld munu standa yfir í þrjár klukkustundir. Forsala aðgöngumiða gengur vel að sögn þeirra, sem sjá um hana. Er Dag- blaðið ræddi við þá á laugardaginn hafði á annað þúsund miða selzt. Fjár- hagsáætlun hljómleikanna miðast við að þrjú þúsund manns komi. ísienzku hljómsveitirnar Poker og Þursaflokkurinn munu leika í rúmlega hálftíma hvor. Poker hefur verið önnum kafinn undanfarna daga við að æfa upp ný lög, sem flutt verða í Höllinni. ÖH eru þau eftir meðlimi hljómsveitarinnar. Sömuleiðis mun Þursaflokkurinn leika eitthvað nýtt af nálinni, en að sögn Egils Ólafssonar söngvara flokksins eru meðlimir hans geysilega önnum kafnir á öðrum vett- vangi og hafa þvi ekki getað gert mjög mikið. „Við höfum þó æft dálitið nýtt efni og breytt gömlu lögunum talsvert,” sagði Egill. „Prógrammið okkar er þannig, að það býður upp á mikinn sveigjanleika í útsetningum.” Halli og Laddi sjá um að kynna atriðin og eru einnig með stutta skemmtiþætti bæði á ensku og íslenzku. Stranglers sjálfir enda siðan hljóm- leikana. Þeir leika i svo sem klukku- stund. Að sögn Nicks Leigh umboðs- manns hljómsveitarinnar mun húp blanda lagalistann sinn talsvert með gömlum lögum og nýjum. Samkvæmt umsögnum erlendra blaða um hljómleika Stranglers, fyrst á smástöðum í Englandi og siðar hljóm- leikasölum í Bandaríkjunum, er hljóm- sveitin með hressilegt prógramm. Stranglers fá mikið lof fyrir sviðsfram- komu sína — enda ofarlega á blaði fyrir sviðsframkomu í kosningum Melody Maker á síðasta ári. Eftir að Stranglers hafa lokið ferð sinni um Evrópu um miðjan júlí næst- komandi liggur leiðin aftur til Banda- rikjanna. New Wave hljómlist er óðum að vinna sér sess þar i landi. Enskir tónlistarmenn eru þar tíðir gestir, — til dæmis hefur Elvis Costello farið í þrjár hljómleikaferðir um landið. Hann var þó ekki uppgötv- aður fyrr en í júlí í fyrra. Sömuleiðis er Nick Lowe í Bandaríkjunum þessa dagana. Nýjasta LP platan hans, Jesus Of Cool, hlaut þar góðar viðtökur. Margir hafa velt því fyrir sér, hvort heimsókn Stranglers til islands sé eins merkilegur viðburður og blöðin vilja vera láta. Að dómi undirritaðs eru Stranglers stærsta númer sem komið hefur síðan Led Zeppelin voru á ferð fyrir tæpum áratug. Aðrar erlendar hljómsveitir, sem hingað hafa komið, hafa undantekningarlítið verið á niðurleið. Undan er þó skilin hlióm- sveitin Procol Harum. ÁT. Lummurum land allt UMFLCST LÍK SYSWRSINNI Gunnar Þórðarson £r Lummumar LUMMUR UM LAND ALLT Útgefandi: Ýmir (Ýmir 006). Stjóm upptöku, útsetningar og hljóðblöndun: Gunnar Þórðarson. Upptökumaður Tony Cook. Hljóðritun: Hljóðriti i jan. 78. Ég hygg að flestir séu nú hættir að röfla um að útgáfa Lummuplatnanna tveggja eigi ekki rétt á sér sakir létt- leika. Fólk skiptist orðið í tvær fylk- ingar. Önnur fylkingin skrúfar upp í útvarpinu þegar Lummulög eru leikin (er sem sagt með útvarpið á fullu allan daginn). Hin lætur sér nægja að slökkva án nokkurra láta. Nýja Lummuplatan, Lummur um land allt, er um flest lík systur sinni, Gamlar góðar lummur. Undirleikur er allur hinn einfaldasti, en aðaláherzlan lögð á fjölbreyttar útsetningar fyrir söngraddir. Fyrst i stað þykir manni eitthvað skorta í söng Lummanna, — það vantar rödd Ólafs Þórðarsonar. — En áður en langt um liður hefur það lagazt, og þegar búið er að hlusta svo sem tíu sinnum á Lummur um land allt, liggur við að Ólafi sé ofaukið á Gömlu lummunum. Gunnar Þórðarson hefur kosið að velja rólegri lög á nýju plöluna en þá gömlu. Sum eru reyndar hressileg í gömlu útsetningunni, en orðin hægari nú. Fyrir bragðið venst nýja platan ekki alveg jafn fljótt og hin. Það gerir það jafnframt að verkum að hún verður ekki jafn fljótt leiðinleg. Ég óttaðist alltaf að Gunnar Þórðarson félli i þá gryfju að velja handa Lummunum lag, sem hann gæti ekki betrumbætt í útsetningu. Það gerist á Lummum um land allt, því miður. Lagið Ég vil fara upp í sveit verður ekki gert betra en það var eftir að Ellý Vilhjálms _söng það á sínum tíma. Að öðru leyti hef ég ekkert að lagavali og útsetningum að finna. Það er dálitið skemmtilegt. — eða öllu heldur — ákaflega sorglegt að bera saman þá dægurlagatexta sem hljóma af plötum dagsins I dag og þá sem notazt var við þegar Lummulögin komu fyrst út. Þvílíkur gæðamunur! Ég vil sérstaklega vekja athygli á hnyttnum og vel ortum textum Jóns Sigurðssonar. Sömuleiðis virðist Ólafur Gaukur og nokkrir fleiri hafa verið vel liðtækir í gamla daga. Textar þessara manna standa vel af sér tim- ans tönn og enn i fullu gildi nú, um það bil tuttugu árum eftir að þeir voru ortir. Einn afkastamesti textahöf- undur okkar nú, Þorsteinn Eggerts- son, hefur látið hafa það eftir sér í við- tali, að allt sé i lagi þó að textar hans séu lélegir. Þeir eigi hvort sem er ekki eftir að heyrast um aldamótin. Hann sæmir sig meira að segja nafnbótinni Heimsmeistari i bulli. Þvílíkur metn- aður! En snúum okkur aftur að Lummun- um. Lummurnar sjálfar, Jóhann, Linda, Ragnhildur og Jóhann, eru samar við sig. Þó má merkja tals- verðar framfarir hjá Ragnhildi, — hún þjálfast stöðugt. Jóhann Heglason reynir greinilega að gera sitt ítrasta að þessu sinni og tekst viðast hvar vel upp. Hann skýtur þó alvarlega yfir markið í laginu Adam og Eva. Þar er oft erfitt að greina hvort hann eða náttúrusöngvarinn Steini spil fara með aðalhlutverkið. — Þorsteins er þó hvergi getið á umslagi plötunnar. Þegar þetta er ritað er fyrsta upplag Lumma um land allt uppselt, — heil fimm þúsund eintök. Útgefandinn er nýbyrjaður á sólóplötu sinni, tvöfaldri plötu, sem kemur út einhvern tíma fyrir áramót. Á blaðamannafundi vegna útkomu Lummuplötunnar benti útgefandinn á að góð sala Lummanna þýddi að hann gæti vandað sig sem bezt við sólóplötuna. Megi þær seljast sem bezt. ÁT

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.