Dagblaðið - 02.06.1978, Page 8

Dagblaðið - 02.06.1978, Page 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1978. Blikkval s.f. Höfuin opnað nýja blikksmiðju að Smiðjuvegi 54, sími 76655, Kópavogi. Önnumst hvers konar blikksmíði, svo sem loftræstikerfi, þakrennur og niðurföll. Einnig þakkanta, ventla, túður o. m. fl. Tökum einnig að okkur viðgerðir á bensintönkum. Reynið viðskiptin. Nýir umboðsmenn Dagblaðsins. Reykjahlíð v/Mývatn Erla Sigfúsdóttir, Helluhrauni 5, sími 44133. Sauðárkrókur Branddís Benediktsdóttir, Raftahlíð 40, sími 5716. EMBIABW TILBOÐ óskast í eftirfarandi bifreiðir í tjóns- ástandi: FIAT132 árg. 1978 MERCURY COMET árg. 1974 MAZDA 929 árg. 1977 MAZDA 818 station árg. 1975 SAAB 99 GLárg. 1976 CORTINA árg. 1971 FIAT127, gulur, árg. 1974 FIAT127, grænn, árg. 1974 FIAT850 árg.1971 TOYOTA COROLLA árg. 1971 Bifreiðirnar verða til sýnis að Melabraut 26, Hafnarfirði laugardaginn 3. júní nk. kl. 13— 17. Tilboðum óskast skilað til aðalskrifstofu Laugavegi 103 fyrir kl. 17 mánudaginn 5. júní nk. Brunabótafélag íslands BLAÐBURÐARBÖRN ÚSKAST STRAX: Skjólin Aðalstrœti Hagar Miðbœrinn UppL á afgreiðslunni; sími27022. MMBIAÐW LISTAHÁTÍÐ || 1978 Þótt hinir myndlistarmennirnir séu góðir og jafnvel meira en þaö kemst líklega enginn sýning á listahátíö í hálfkvisti við sýningu Errós á Kjar- valsstöðum. Hann sýnir I47 verk, mis- ntunandi stór og frá hinum ýmsu tím- um lifs síns. Er þetta því nefnd yfirlits- sýning. Myndir Errós eru flestar stórar og í hverri þeirra má sjá ótal smáatriði sem endalaust er hægt að skoða. Þrátt fyrir það segist hann hafa málað um tvö þúsund myndir, hvílík afköst. Að- eins 17 myndanna eru til sölu, ein- staka stórt málverk og svo litlu mynd- irnar Kína i Reykjavik sem sérstaklega eru gerðar fyrir listahátíð. Kosta þær um hundrað þúsund. Fyrir þá sem ekki geta keypt myndir er huggun i því að póstkort af mörgum þeirra eru til Hvað er í boði á morgun? ERRO RISINNI MYNDUSTINNI sölu á eitt og tvö hundruð krónur. Plakat eins og það sem víða hefur ver- ið sett upp i tilefni sýningarinnar verð- ur einnig hægt að fá áritað og númer- að(60eintök). Erró eða Guðmundur Guðmunds- son eins og hann heitir i rauninni er fæddur i Ólafsvik árið ] 932- Hann útskrifaðist úr Myndlistaskólan- um í Reykjavík árið 1949. Árin 1955-58 var hann við nám á Italíu og settist að i Paris ’58.1967 bjó hann um tíma á Kúbu og má sjá áhrif þeirrar dvalar glögglega á myndum hans eftir það. Frá I972 hefur hann dvalið leng- ureðaskemur i Thailandi og Austur- löndum fjær og hafa aðstæður þar eystra sett mikið ntark á myndir hans. Má í því sambandi vísa á myndasyrp- una Kína í Reykjavík. Aðalsteinn Ingólfsson mun i næstu viku verða með langt viðtal við Erró í blaðinu, liklega hið lengsta sem hann hefur veitt islenzkum blöðum. Þangað til verða þessar upplýsingar látnar nægja. DS. Peterson, Pedersen og Pass Að öðrum dagskrárliðum ólöstuðum er hingaðkoma triós Oscars Petersons stærsti liðurinn á þessari listahátíð. Enda sýndi miðasalan það að menn ætl- uðu ekki viljandi að láta tónleika þeirra félaganna fram hjá sér fara. Þegar fjall- að er um einhvern hinna þriggja tríó- nianna. Oscar Peterson, Joe Pass eða Nils Pedersen, eru þeir yfirleitt taldir þeir allra beztu hver á sitt hljóðfæri. Og trióið i heild á ekki marga alvarlega keppinauta um efsta sætið á gæðalistan- um. Oscar Peterson er liklega frægastur þeirra félaganna. Sagt er að hann sé ein- faldlega bezti jasspíanisti heims. Oscar Peterson er einn af fáum pianóleikurum sem er á við heila sinfóniuhljómsveit. Niels Pedersen bassaleikari. DB-mynd Ragnar. Peterson er fæddur í Kanada árið 1925. Þegar hann var 6 ára hóf hann að leika á trompet en varð að hætta því vegna berklaveiki. Þá tók pianóið við. Aðeins 14 ára hafði hann útvarpsþátt einu sinni í viku og hafði þá þegar unnið til verðlauna. Á síðustu árum hefur Pet- erson samið æ meira af verkum til flutn- Sjálfur Oscar Peterson. fyrir Pedersen, því að hann sé bezti bassaleikari i heimi og engir aðrir komist þar nálægt. Pedersen er fæddur árið 1946 i Dan mörku. Hann er því langyngstur i tri- óinu. Fyrst hóf hann nám á píanó en þegar jassinn náði tökum á honum ákvað hann að kontrabassinn væri það hljóðfæri sem hann helzt vildi leika á. Strax upp úr fermingu var Niels farinn að leika með þekktum jassistum og var fljótlega fastráðinn í Big-Bandi danska útvarpsins. Með því hefur hann lcikið af og til hin seinni ár en þess á milli með ýmsum frægum köppum. Niels heiðraði okkur með nærveru sinni og félaga sinna í apríl og vakti mikla hrifningu. Af þessari upptalningu ætti að mega sjá að þeim tíma sem varið er i að hlýða á þetta trió, sem haldið hefur verið fram að væri hið bezta í heimi, er hreint ekki illa varið. Samkvæmt fregnum sem bárust i morgun kemur Joe Pass ekki hingað vegna veikinda. DS. Joe Pass gitarleikari. ings og jafnan flutt þau sjálfur. Hann gerði tilraun til að reka skóla en það gekk ekki vegna timaskorts. Joe Pass er núna virtasti jassgítaristi heims. Hann heitir fullu nafni Joseph Antoni Jacobi Passalaqua og er sagður hafa mótað spunastil og tæknisnilld sem eigiengansinnlika. Joe er fæddur 1929 í New Jersey og byrjaði fyrst að glamra á gitar níu ára gamall. Um tvitugt var hann kominn til New York og farinn að spila með fræg- 'um mönnum. Núna er Pass eftirsóttui konserttónlistarmaður og leikur með fólki eins og Oscari, Ellu Fitzgerald og Count Basie. Niels-Henning Pedersen er virtasti bassaleikari heims. Lesendur Melody Maker kusu hann jassbassaleikara ársins i fyrra. Þó finnst ýmsum öðrum jassist- um sem nokkuð skorti enn á virðinguna EKKIEINIR AF ÞEIM BEZTU, HELDUR ÞEIR BEZTU Hjóninf kjallara Norræna hússins BLANDA AF NÆFNi OG ÝKTU RAUNSÆI Listamennirnir Seppo Mattinen og hjón, sýna málverk og grafik i kjallara Helle-Vibeke Erichsen, sem reyndar eru Norræna hússins frá og með morgun- Helle-Víbckc og Scppo hcngja upp vcrk sin. DB-mynd Hörður. deginum og út listahátið. Verðursýning- in opin kl. I4—19. Hjónin eru komin hingað til lands til þess að vera viðstödd opnun sýningarinnar. Seppo er fæddur i Helsingfors árið 1930. Hann er mjög virtur listamaður og er verk hans að finna i flestum meiri- háttar listasöfnum á Norðurlöndum og annars staðar. Hann hefur tekið þátt i opinberum listsýningum viða í Evrópu, Kanada og Bandaríkjunum. Helle-Vibeke er fædd í Danmörku ár- ið 1940 og búa þau hjónin núna þar. Hún er talin meðal fremstu grafiklista- manna í Danaveldi og er einnig málari góður. Hún og Seppo hafa vakið athygli fyrir sérstæðan stíl i verkum sinum sem helzt mætti lýsa sem blöndu af næfni (naívisma) og ýktu raunsæi. Á sýningu hjónanna eru 55 málverk og 50 grafikmyndir og eru nokkrar þeirra til sölu. DS.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.