Dagblaðið - 15.12.1978, Page 4

Dagblaðið - 15.12.1978, Page 4
DACiBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978. J DB á ne vtendamarkaði ANNA BJARNASON. Jólin koma: mMÉR finnst fólk ekki SPARA NEITT VIÐ SIG” Marin litla Ásmundsdóttir, sex ára gömul, heldur þarna á „sveppa”kertunum, sem eru sérlega jólaleg. „Það er svona rétt að byrja að koma almennt jólastuð i mannskapinn, — það eru auðvitað alltaf einn og einn sem eru komnir á kreik. Mér finnst fólk ekki spara neitt við sig í innkaup- unum,” sagði Ásmundur Jónsson skreytingameistari, sem ræður rikjum i Dögg í Hafnarfirði. Þar er á boðstólum mikið úrval af alls kyns jólavörum, keramik, kopar- hlutum, kertum, skreytingarefnum og skreytingum, fagmannlega tilbúnum. Er blm. Neytendasíðunnar kom i Dögg á miðvikudagsmorgun var rétt verið að taka fram fyrstu jólaskreyt- ingarnar með lifandi blómum. Skreyt- ing með tveimur hyacintum kostaði 2.975 kr. Einnig er hægt að fá blómin ein sér og kostar stykkið af hyacint- unni 960 kr. Aðrar jólaskreytingar kosta frá 2000 kr. upp í 6.400 kr. Margar tegundir af kertum eru á boðstólum í Dögg. Við sáum t.d. þrjú flotkerti í pakka á 560 kr. — Þau hafa 6 klst. brennslutíma. Túlípanakertin kosta 640 kr. stk. — Þarna voru til 37 cm há eldrauð kínversk kerti, sem kosta 1350 kr. Kínversku kertin eru yfirleitt mjög ódýr. Dálítill galli þykir þó á þeim að hvítu kertin eru yfirleitt dálítið gulleit. „Fólk heldur að rauði liturinn sé litur jólanna, en í raun og veru er litur kristinna jóla lilla-blár. Rauði liturinn er sennilega kominn frá Dönum, sem hafa tekið hann eftir Þjóðverjum,” sagði Ásmundur. — „Þess vegna erum við með lilla-bláar skreytingar á að- .ventukrönsunum.” Skreytíngar með hyacintum voru rétt að koma fram I Dögg þegar við vorum þar á ferð á miðvikudaginn. Skreytíng með tveimur kostar 2.975 kr. DB-myndir Bjarnleifur Aðventukransarnir í Dögg kostuðu 5.200 kr. og 6.400 kr. — Þar er einnig hægt að fá jólatrésskraut. Ódýrustu kúlurnar kostuðu 150 kr. og þær stærstu, álíka stórar og stórar appel- sinur, kostuðu 450 kr. og 480 mynd- skreyttar. Þarna voru skemmtileg eld- rauð „epli” til að hengja í skreytingar, á 850 kr. Loks rákumst við á „nýjasta nýtt” frá Þýzkalandi, borðskreytingu sem samanstóð af þremur mismun- andi stórum kerta„sveppum”, með hvítum stilk og rauðdoppóttum „hatti”. Hún kostaði 1870 kr. Einnig voru til einstök „sveppa”kerti á 740 kr. t Dögg eru aðeins seld gervijólatré. Tvær tegundir voru af eins metra há- um trjám, sem kostuðu 8.160 kr. og 5.810 kr.Trénsem voru 175cmáhæð kostuöu 15.200 kr. Sagði Ásmundur að mjög væri að ryðja sér til rúms að fólk keypti sér gervitré, sem það getur áttárfráári. - A.Bj. Bakað með Dagblaðinu Sykurbrauðsbotnar geymast vel í frysti Tertubotna er hentugt að eiga í frysti og til þess að grípa til. Margir nota tvo botna í senn en aðrir láta sér nægja að nota einn Jólatrésmarkaður í ALFARALEIÐ / SKEIFUNN111, NORDURENDA 1500ferm salseljum við: Jólatré íþúsundatali Greinar • Skreyttar greinar á leiði Jólaskrauf Stormkerti á leiði Urval afjólatrjám og öllum pakkað í net. NÆG BÍLASTÆÐI JÓLATRÉSMARKAÐURINN SKEIFUNN111 SÍMI39770 - OPIÐ TIL KL10 ALLA DAGA VIKUNNAR Heimabakaðir tertubotnar geym- ast vel innpakkaðir i frysti. Sumir ganga meira að segja svo langt að skreyta terturnar með kremi, ávöxtum og rjóma og frysta siðan. Það er auðvitað mjög mikill tima- sparnaður að slikri vinnuhagræð- ingu. DB-mynd Bjarnleifur botn. Slíkar tertur eru ekki alveg' eins matarmiklar og þessar tvö- földu. Þannig er nóg að nota einn botn ef verið er með eitthvað fleira á boðstólum. Hins vegar er réttlæt- anlegt að nota tvo botna ef aðeins ein terta er á boðstólum. Héma er uppskrift að Ijómandi góðum tertubotnum., Það koma tveir meðalstórir botnar úr uppskrift- inni. 5 egg eru þeytt mjög vel með 1 bolla af sykri 1 bolli hveiti er látinn út í ásamt 2 sléttfullum tsk. af lyftidufti. Botnarnir eru bakaðir í u.þ.b. 15 mín. við 175—180°C þar til þeir eru ljósbrúnir. Hráefnið í botnana kostar í kringum 350 kr„ þannig að hver botnkostarum 175 kr. • A.Bj.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.