Dagblaðið - 15.12.1978, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978.
13
Erlendar
fréttir
f >!EUTER
. V.—, .i i ■ i' —'
Bandaríkin:
Reyna að forða
Cleveland frá
gjaldþroti
Borgarstjóm Cleveland borgar i Ohio-
fylki í Bandaríkjunum hélt skyndifund í
gær til að reyna að koma i veg fyrir
gjaldþrot borgarinnar. Væri það þá i
fyrsta skipti í síðustu fimmtíu ár sem
slikt yrði þar vestra. Er verið að reyna að
fá nokkra banka til að gefa greiðslufrest
á afborgunum lána.
Snowdon grftist
aftur
Snowdon lávarður, fyrrum eigin-
maður Margrétar prinsessu, systur
Elísabetar Bretadrottningar, ætlar að
ganga i hjónaband að nýju. Eiginkonan
væntanlega er Lucy Lindsay Hogg, þrjá-
tíu og sjö ára gömul og starfar við sjón-
varp.
I
Friðarsamningar ísrael og Egyptalands:
Deilur með ísraelum
og Bandaríkjamönnum
—búizt við að Israel haf ni síðustu
tillögum Egypta
Svo virðist sem mikii deila sé að
koma upp á milli ísraelsmanna og
Bandarikjastjórnar vegna friðarsamn-
ingaviðræðna hinna fyrrnefndu við
Egyptaland. Talið er vist að stjórn
ísraels muni hafna nýjustu tillögum’
Egypta á sérstökum ríkisstjórnarfundi
sem haldinn verður t dag.
Þvi hefur verið lýst yfir af hálfu
fulltrúa Jimmy Carter Bandaríkjafor-
seta, að nú hvíli ákvörðun og öll
ábyrgð á tsraelsmönnum hvað varðar
árangur í friðarviðræðum Egypta og
ísraelsmanna. Þó lét Carter forsed hafa
það eftir sér í fyrrakvöld að hann hefði
ekki með öllu gefið upp þá von að rik-
in tvö gengju frá friðarsamningum á
surinudaginn næstkomandi. Þá verða
þrir mánuðir liðnir siðan Camp David
samkomulagið var undirritað og upp-
haflega var ætlunin aö ganga frá form-
legum friðarsamningum innan þess
tima. Þó mun ljóst að þrátt fyrir að
svo takist ekki til þá verður friðar-
samningum haldið áfram.
Egyptar vilja nú að samningar land-
anna verði endurskoðaðir innan fimm
ára og einnig að látið verði hjá líða að
skipa sendiherra þar til gengið verður
tryggilega frá sjálfstjórn vesturbakka
árinnar Jórdan og Gazasvæðisins.
Misklíðin á milli Bandarikjanna og
ísraels kom greinilega í Ijós í ummæl-
um fjármálaráðherra ísraels í gær,
sem sagði að afstaða Bandaríkjanna
hefði þvi miður breytzt gagnvart Isra-
el.
Frá útför Goldu Meir fyrrverandi for-
sætisráðherra tsraels, sem fram fór
siðastliðinn þriðjudag.
AFBURÐAMENN
OG
ðRLAGAVALDAR
ÆV|»ÆTTIR TUTTUGU
OG EINS
MIKILMENNIS SÖGUNNAR
ÓskarAðalsteinn
Afburðamenn og örlagavaldar
ævíþættir 20 mikilmenna sögunn-
ar,fimmta bindi, Bárður Jakobs-
son skráði.
Hafa þá birst 100 slíkir þættir I
þessu safni og má f ullyrða að þar
er mikinn fróðleik að finna, þótt
að sjálfsögðu verði að stikla á
stóru. Auk þess eru margar frá-
sagnirnar ósvikinn skemmtilest-
ur. Þetta er eigulegt safn á
hverju heimili og verðið ótrúlega
lágt, aðeins 14.400 (búðarverð),
myndskreytt í snotru bandi.
Kjörin jólagjöf.
I röstinni Skáldsaga eftir Oskar
Aðalstein.
Sagan gerist á (safirði og sögu-
sviðið er hinir fornfrægu at-
hafnastaðir Hæstikaupstaður og
Neðstikaupstaður. Ungur fram-
gjarn maður, Hringur, brýst þar
áfram og lætur ekkert mótlæti á
sig fá, þó á ýmsu gangi.
Baráttan er hörð og ekki alltaf
dans á rósum. Ástamálin skipa
sinn sess, síldarævintýrið kemur
við sögu, síldarstelpurnar sofna
við kassana og síldarkóngarnir
fara á hausinn. Margar sér-
kennilegar persónur birtast á
sviðinu sem maður kannast við.
þótt höf undur hafi skapað
eina persónu úr mörgum.
öll er þessi saga iðandi af lifi og
athöfnum og það verður enginn
sem á rætur úti á landsbyggðinni
fyrir vonbrigðum með þessa bók.
Bækur sem vert er aö lesa
Svfföu seglum þöndum ishafs-
ævintýri
Þessar bækur Jóhanns Kúld
koma nú í einu bindi. Þær voru
gefnar út fyrir nærfellt 4 áratug-
um, seldustfljótlega upp og þóttu
afburðaskemmtilegar. Ævintýri
Jóhanns eru næsta furðuleg. út-
gerðarbrask staurblankra strák-
anna á Sigluf irði er grátbroslegt.
Selveiðarnar I Norðurlsnum voru
vissulega enginn barnaleikur. Á
línuveiðum með norskum við ís-
land. Þar les maður um ótrúlega
hrikaleg slagsmál og þannig
mætti endalaust telja því alltaf
er eitthvað að gerast, sem kemur
manni á óvart.
Það er tæpast fáanleg æskilegri
sjómannabók en þessi.
Dalamaöur segir frá eftir Agúst
Vigfússon. Minningabrot frá
æsku til fullorðins ára.
Ágúst er sem fyrr fundvís á hið
sérkennilega í fari samferða-
fólksins og laginn að skyggnast
undir yfirborðið og skynja það
sem í sálinni býr undir hrjúfu og
hversdagslegu yfirborði.
Fjölmarga eftirminnilega og
skemmtilega þætti er að finna í
þessari bók.
þér leitið að óskabók fyrir
guðhrætt fólk þá gleymið ekki
bókinni hans Páls Hallbjörnsson-
ar sem hefur I flestum búðum
verið látin undir borðið. Hún heit-
ákall"og er kjörgripur
li.