Dagblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 25
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978.
" ...............................
33
\
| Hvað hefur ordið um vini
-i_l okkar á Eaton Place?
Það er nú orðið talsvert liðið síðan
vinir okkar úr Húsbændum og hjúum
kvöddu okkur á skjánum, en ennþá er
þátturinn sýndur í mörgum öðrum
löndum og nýtur hann álíka mikilla
vinsælda þar og hér.
En hvað hefur orðið um leikarana
sem léku aðalhlutverk í þáttunum?
Hélt mikið upp á
Bellamy lávarð
David Langton sem orðinn er 60 ára
hafði marga kosti til að leika húsbónd-
ann i Eaton Place húsinu. Það eina
sem hann vantaði var hinn háskólalegi
bakgrunnur.
Hann hafði þar á móti mikla samúð
með persónunni sem hann lék og gat
því lifaðsig inn I hlutverkið af hinni al-
kunnu snilld.
Og svo er hann líka nágranni húss-
ins við Eaton Place, þar sem mynda-
flokkurinn var myndaður. Eitt sinn
var David hræddur um að hlutverkið
sem Bellamy lávarður myndi eyði-
leggja fyrir honum framtiðina sem
myndaflokkaleikari, en nú hefur hann
leikið i kvikmyndum og sjónvarpsþátt-
um víða um heim við miklar vinsæld-
ir.
Um þessar mundir er David Lang-
ton í London þar sem hann leikur á
hverju kvöldi í leikriti, í einu af fræg-
ustu leikhúsum þar í borg.
mjög góður skapgerðarleikari. Húh
lézt skömmu eftir töku á síðasta þætti
myndaflokksins.
Það var þó happ fyrir sjónvarps-
áhorfendur að það gerðist ekki fyrr því
Mrs. Bridget fékk sina stóru ást í lok
þáttarins.
Daisy komin
á ekta leiksvið
Jaqcueline Tong, 26 ára, fékk sitt
stærsta hlutverk sem Daisy í Hús-
bændum og hjúum og það hlutverk
veitti henni síðan enn stærri hlutverk.
Hún skrifaði sjálf marga af þáttun-
um. Hún hefur nú flutt sig til Ameriku
til að breyta örlítið til. Hún vill t.d.
fara að leika á leiksviði í staðinn fyrir
i sjónvarpi, eins og hún hefur gert i
svo mörg ár.
Mr. Hudson,
græddi mikið á
sínu hlutverki
Gordon Jáckson, 55 ára, er
skozkur. Hann byrjaði að leika árið
1942 en það var ekki fyrr en sem yfir-
þjónninn Hudson aö hann varð vin-
sæll. Hann hefur nú fengið mjög
mikið lof fyrir leik sinn sem Hudson.
Vinnu- og vinkonurnar Rósa, leikin af Jean Marsh, og Daisy, sem leikin er af
Jacqueline Tong.
„Fjölskyldan” á Eaton Place.
Gordon hefur notað þessar vinsæld
ir sinar til að auglýsa postulín og enskt
te og fleira og hefur fengið dável
greitt fyrir það.
Nú er hann farinn að leika aftur,
bæði í kvikmyndum og í sjónvarpi.
Hans fyrsta stóra hlutverk eftir Hud
son varsem varahermaður.
Miss Georgina,
striplari
Lesley-Anne Down, 24 ára, vissi
fyrir ellefu árum að hún vildi verða
kvikmyndastjarna, en hana dreymdi
ekki um að einn sjónvarpsmynda-
flokkur myndi færa hana upp á
stjörnuhimininn.
Eftir að hún sýndi sitt fagra andlit i
Húsbændum og hjúum. er hún nú á
leiðinni að verða ein af stærstu stjörn-
unum.
Hún hefur leikið í enskri mynd um
striplarann Phyllis Dixie og hún hefur
nýlega leikið i mynd þar sem hún leik-
ur hjúkrunarkonu sem verður ástfang-
in af hermanni. Núna er hún að leika i
mynd sem spáðer miklum vinsældum.
Þýtt-ELA
Mrs. Bridget og mr. Hudson sem leikin eru af Angelu Badderly og Gordon
Jackson.
Mrs. Bridget —
Nú er hún látin
Angela Badderly var ein af þeim
leikurum í Húsbændum og hjúum sem
fólk hélt mikið upp á, þvi hún var svo
eðlileg og skemmtileg sem Mrs. Bridg-
et, sem þó var alltaf röflandi.
Áður en hún hóf leik sinn I þáttum
þessum var hún þekkt I Englandi sem
Bellamy húsbóndi, lávarður. Leikinn
af David Langton.
Hún er nú vinsæl í öðrum mynda-
flokkum sem sýndir eru víða. Eftir að
hafa leikið Daisy fékk hún sitt fyrsta
tilboð að koma á ekta leiksvið sem
leikhúsleikari.
Miss Georgina — Lesley-Anne Down.
Fékk hugmyndina
að þeim öllum
Jean Marsh var leikar sem allt i
einu fékk hugmyndina að Húsbænd-
um og hjúum. Hana jraði ekki fyrir
þeim vinsældum sem þættirnir hlutu
né heldur að þeir yrðu svona margir.
Melissa
LAUGAVEGI
66
SÍMI
12815
AHtaf
ettthvað nýtt
Nú er jólagjöfin fundin.
Glæsilegir morgunsloppar á eiginkon-
una og unnustuna. Margar geröir og
litir.
Vorum að taka upp
fallegar drengjaskyrtur.
Vesti og vestispeysur
á drengi.
Opin telpnavesti, háls-
band fylgir, mjög
vandaðar jólagjafir.
Telpnaskokkarnir
margeftirspurðu
eru loksins komn-
ir, stærðir 2—8,
verð kr. 12.900
m/heilu millipilsi,
sem kemur í stað-
inn fyrir blússu.
Mjög sætur jóla-
klæðnaður fyrir
ungu dömurnar.
Mikið úrval af pilsum,
peysum, buxum og bolum
á börnin.