Dagblaðið - 15.12.1978, Síða 33

Dagblaðið - 15.12.1978, Síða 33
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978. 41 Undirskriftasöfnun á Seltjarnamesi: Ríkið kaupi Nesstofu — þar verði komið upp saf ni um sögu læknisfræðinnar á íslandi „Það var Rotary-klúbburinn hér á Sel- tjarnarnesi sem gekkst fyrir þessari und- irskriftasöfnun og fengum við 812 undir- skriftir kosningabærra Seltirninga,” sagði Jón Gunnlaugsson, læknir á Sel- tjarnarnesi, i samtali við Dagblaðið. Á undirskriftalistanum segir svo: „Við undirritaðir kjósendur á Seltjarnar- nesi skorum á Alþingi að veita fé á fjár- lögum næsta árs til kaupa á þeim hluta Nesstofu sem enn er í einkaeign. Nes- stofa er eitt af elztu húsum landsins, full- gert 1763. Var það embættisbústaður og lyfjabúð fyrsta landlæknis á íslandi, Bjarna Pálssonar. Ber að stefna að því að gengið verði frá kaupum á húsinu fyrir 200 ára ártíð Bjarna Pálssonar 8. september 1979. Verði það síðan fært til upprunalegrar gerðar og varðveitt þann- ig.” Jón sagði að hann hefði ásamt Aðal- steini Guðmundssyni, forseta klúbbsins og Birni Jónssyni skólastjóra gengið á fund Gils Guðmundssonar forseta sam- einaðs Alþingis og afhent honum þenn- an undirskriftalista. Ætlun þeirra Rot- ary-manna með þessari undirskriftasöfn- un væri sú að því yrði komið til leiðar að þama mætti koma upp safni um sögu læknis- og lyfjafræði á íslandi en Bjarni rak eins og kunnugt er fyrsta læknaskóla á íslandi. -GAJ- Nesstofa, hús Bjarna Pálssonar, fyrsta landlæknis á tslandi. Seltirningar vilja nú að rikið kaupi þann hluta hússins sem enn er i einkaeign og verði þar komið upp safni um sögu læknis- og Ivfjafræði hér á landi. DB-mynd Hörður. Er hætt við að verkf ræði- kunnáttp hraki á Islandi? — það óttast Júlíus Sólnes prófessor, vegna minnkandi menntunarkrafna við Háskóla íslands og minni framhaldsmenntunar Er hægt að halda þeim gæðastimpli sem verið hefur á stétt íslenzkra bygg- ingaverkfræðinga? Svo spyr Júlíus Sól- nes prófessor i hugleiðingu um nám í þeirri grein og þróun þess við Háskóla íslands í Fréttabréfi Verkfræðingafé- Iagsins. Telur Júlíus að fram til þessa hafi kjarni islenzku verkfræðistéttarinnar byggzt á mjög vel menntuðum og hæfum einstaklingum, sem voru annað hvort fleyttir ofan af rjóma stærðfræði- deilda menntaskólanna eða síaðir inn i háskólann með „margfrægri Leifsfor- múlu”. Síðan hafi þessir menn að loknu fyrrihlutaprófi við Háskóla Islands hlotið verkfræðimenntun sina hjá beztu erlendu tækniháskólum með stóru loka- prófi. Júlíus Sólnes telur vafa leika á að hægt verði að tryggja jafnvel menntaða verkfræðistétt þar sem nú sé aðeins boðið upp á verkfræðinám við Háskóla íslands sem dugi til minni háttar prófs. (BS). Engin aðstaða sé við Háskólann til að auka menntunina ög raunar sé römm andstaða gegn því að sú aöstaða skapist. Samanber andstöðu sjálfstætt starfandi verkfræðinga og sumra ráðamanna rannsóknarstofnana gegn stofnun Verk- fræðistofnunar Háskóla íslands. Stofnun hennar sé algjör forsenda fyrir framhaldsnámi á þessu sviði. Einfald- asta aðstaða til verklegra æfinga sé í ýmsum mikilsverðum greinum ekki fyrir hendi. Námið sé þvi allt of bóklegt. Það er án tengsla við rannsóknir og verkleg- ar æfingar á rannsóknarstofum en slik tengsl séu aðalsmerki allra góðra verk- fræðiháskóla. Prófessorinn segir í grein sinni að þetta ástand sé þeim mun alvarlegra ef það færist í vöxt að hinir nýútskrifuðu islenzku verkfræðingar haldi ekki utan til framhaldsnáms og láti litla prófið frá Háskóla tslands nægja. Eða, eins og hann segir að gerist nú tíðara, að fara utan til náms, gutla á einhverjum nám- skeiðum í eitt til tvö misseri og koma svo heim reyndir i bjórdrykkju en próflausir. Júlíus Sólnes prófessor lýkur grein sinni á eftirfarandi: „Það virðist því sjálfsagt að Verk- fræðingafélag íslands taki þessi mál til athugunar og endurskoði jafnvel mat sitt og samþykki fyrir veitingu starfsheit- isins verkfræðingur fyrir nám við Há- skóla tslands og reyndar BS próf frá er- lendum tækniháskólum. Einnig kæmi til greina að fara að dæmi annarra háskóla- menntaðra stétta á íslandi, til dæmis lög- fræðinga og lækna, sem samþykkja ekki full starfsréttindi út á háskólaprófið eitt. Það virðist raunar fáránlegl að nýút- skrifaðir verkfræðingar geti lagt fram til samþykktar hjá byggingayfirvöldum hönnun og teikningar af flóknum mann- virkjum eins og hér er algengt. Hvernig væri til dæmis að verkfræðingur fái ekki að standa fyrir hönnun mannvirkja á eigin spýtur fyrr en hann hefur unnið hjá starfandi ráðgjafarverkfræðistofu í ein þrjú ár og siðan gengizt undir próf sem Verkfræðingafélag íslands gæti staðið fyrir í samráði og samvinnu við byggingaryfirvöld. Gaman væri að fá fram einhverjar umræður um ofangreind atriði, sem kæmi einhverju róti á þessi mál. Væri tilganginum með þessum skrifum þá náð,” segir Júlíus Sólnes prófessor að lokum. -ÓG. Garðbæingar fá jólatré Garðabær fær sitt jólatré eins og ýmsir aðrir kaupstaðir fyrir þessi jól. Það er Junior-Chamber klúbburinn sem gefur bæjarbúum tréð. Verður það af- hent með viöhöfn við Hofstaðaskóla á sunnudaginn klukkan 4. Þar leikur Lúðrasveit Garðabæjar, skólakórinn syngur og að sjálfsögðu koma jólasvein- ar i heimsókn og skemmta yngstu börn- unum. Er þcss vænzt að bæjarbúar fjöl- menni til athafnarinnar. - ASt. 29 en ekki 20 Rangt verð í jólagjafahandbók Prentvillupúkinn vildi ólmur að menn til frekari viðskipta. Klukkuna sagði keyptu sér útvarpsvekjaraklukku í hann kosta 20.860 en í rauninni kostar Radíóbúðinni. Hann sá sér leik á borði hún 29.860. DB biðst velvirðingar á og lækkaði verð hennar um 9 þúsundir i þessum mistökum. jólagjafahandbókinni til þess að fá menn - DS Frábært úrva! Kr. 16.495. Kr. 15.890. Leður með hrá- gúmml sóla HERRASKOR Laugavegi 69. Sími 16850.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.