Dagblaðið - 16.12.1978, Side 3

Dagblaðið - 16.12.1978, Side 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1978. 3 Óþarfa eyðsla á bréfsefni — þar sem rætt er um bruðl á nýja barnaheimilinu í Kópavogi Spurning dagsins Ertu farinfn) að skrifa ó jólakortin? Jóhanna Thorsteinson skrifar: Ekki get ég á mér setið að bruðla litið eitt með blek og pappír til þess að svara „bruðl”grein sem DB birtir í les- endadálki sínum 12. des. sl., vegna þess að „bruðl”mál bréfritara er mér dulítið skylt, og „skylt er að hafa það sem sannara reynist”. Ekki þekki ég til sona eða annarra afkomenda Þorsteins Einarssonar íþróttafulltrúa en efast ekki um að hann og hans fólk sé hið ágætasta í alla staði. Ekki þekki ég heldur með hvaða hætti eða við hvaða kringum- stæður ríkið greiðir framlag til íþrótta- mannvirkja landsmanna austanfjalls sem annars staðar. Hitt þykir mér lík- legt að framlag ríkisins til hinna ýmsu framkvæmda komi seint og um siðir og þá í harla verðlitlum krónum. Allt um það vil ég upplýsa bréfrit- ara og aðra landsmenn um að nýja barnaheimilið í Kópavogi reisti bæjar- sjóður Kópavogs en ekki rikissjóður — ef bréfritara er einhver huggun í því — og þótti ekki dýrt, þvert á móti er það talið mun ódýrara miðað við hvert dvalarpláss heldur en mun stærri (og maður skyldi halda miklu hagkvæm- ari) barnaheimili, s.s. Víðivellir i Hafnarfirði, Múlaborg og Austurborg i Reykjavík. Að visu ber rikinu lögum sam- kvæmt að greiða 50% af stofnkostn- aði nýs barnaheimilis, en í þessum sömu lögum er hvergi svo mikið sem einn bókstaf að finna um það hvenær þau 50% skuli greidd hlutaðeigandi sveitarfélögum sem í slikar fram- kvæmdir hafa ráðizt. Þær krónur til- greinir fjármálaráðherra hverju sinni í fjárlögum rikisins og skila þær sér bæði seintogilla. Sjálft „Ríkið” reisir engin barna- heimili fyrir heilbrigð börn Péturs eða Páls. Hins vewgar setur rikið engum stólinn fyrir dymar sem vill byggja dagvistarheimili og visa ég bréfritara á dagvistarfulltrúann i menntamála- ráðuneytinu ef hann hyggst ráðast í slíkar framkvæmdir. Þó er skylt að taka fram að rikið greiðir ekki eina ein- ustu krónu í rekstur slíkra stofnana, reksturinn er alfarið greiddur af við- komandi sveitarfélögum. Þess vegna getur bréfritari alls ekki vænt aðstand- endur banraheimilanna um bruðl á kostnað skattþegnanna. Hvað viðkemur augljósum áhyggj- um bréfritara af bruðli á barnaheimil- um fyrir þroskaheft börn þá játa ég að þau mál þekki ég af afspurn einni saman, en aldrei hef ég heyrt nokkurn mann hrósa fjárveitingum til þeirra stofnana, því síður að bruðl væri fram- kvæmanlegt, þvi fé til þeirra stofnana er svo mjög skorið við nögl að al- mennri furðu sætir. Hér má að lokum geta þess að ekki dugir að framleiða dagvistarstofnanir í tugatali til að fullnægja eftirspurninni eftir dagvistarrými, handa sonum og dætrum íþróttafulltrúa sem og ann- arra barna), það verður að leggja til með þessum heimilum hæft starfsfólk. Fóstrur eru af skornum skammti, þær liggja ekki á lausu enda fóstur- starfið svo illa launað að bréfritari hittir sennilega marga fóstruna í hinum ýmsu störfum þjóðfélagsins. millikl 13 og 15 ^méÉÉÉÍ jafnt i fiskvinnslu sem á skrifstofum lögfræðinga, heildsala (enda þar með þokkaleg laun) og allt til fulltrúastarfa í stjórnarráði íslenzku þjóðarinnar. Sömu sögu má eflaust segja um þroskaþjálfa en þeir starfa við upp- eldisstörf á heimilum fyrir þroska- hefta. Ég vil því hvetja (trúlegast skatt- píndan) bréfritara að kynna sér þessi mál ofan i kjölinn. Ég þykist vita að honum muni verða fagnað á öllum barnaheimilum, bæði í Reykjavík og i Kópavogi, og fyrir hönd starfsfólks á nýja barnaheimilinu í Kópavogi býð ég hann hér með velkominn þegar hann sér sér fært að skreppa í heim- sókn. Gunnlaugur Þórarinsson rafvirki: Nei, ætli ég byrji ekki um helgina. Ég sendi 20 stykki. Jólasveinninn Blómavalun Nei, ég er heldur seinn i þvi. Ætli ég byrji ekki að skrifa í kvöld, ég hef ekki haft tima til þess fyrr. Hvað ég sendi mörg? Ekki yfir hundrað. Jóhanna Bárðardóttir skrifstofumaðun Nei, en ég er að hugsa um að gera það sem fyrst, það er lítill tími eftir. Ég sendi svona nokkur stykki. Árný Steingrimsdóttir afgreiðslumaðun Nei, ég ætla að gera það um helgina. Ég sendi dálitinn slatta af jólakortum. Elin Káradóttir húsmóðir: Já, ég er rétt að byrja. Ekki seinna vænna, þau eru farin að detta inn um lúguna hjá mér. Ég var að fá eitt frá útlöndum sem ég átti ekki von á nærri strax. Adólf Jónsson garðyrkjumaðun Já, ég er aðallega búinn að skrifa til þeirra sem búa I útlöndum. Ætli ég sendi ekki svona 30—40 kort I allt. f/estum góðum verz/unum

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.