Dagblaðið - 16.12.1978, Page 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1978.
Ifr
Ólafur Jóhannesson forsxtisráðherra
„Fjarri lagi að
stjórnin sé
vinsæl”
— segirGeir
Hallgrímsson
„Ég er nú ekki kunnugur for-
sendum þessarar skoðanakönnunar og
vil því ekki tjá mig um hana sem
slíka,” sagði Geir Hallgrimsson, for-
maður Sjálfstæðisflokksins.
„Ég get hins vegar sagt að ég tel það
fjarri lagi að þessi ríkisstjórn njóti vin-
sælda meginþorra landsmanna, en það
eru varla fréttir frá mér.”
- HP
Geir Hallgrimsson, formaður Sjálf-
stxðisflokksins
„Kemur mér
ekki á óvart”
— segirÓlafur
Jóhannesson
„Þetta kemur mér ekkert á óvart,
þetta er það sem ég hef heyrt hjá
mönnum,” sagði Ólafur Jóhannesson
forsætisráðherra í viðtali við Dag-
blaðið um niðurstöður skoðanakönn-
unarinnar. „Þó vil ég taka fram að það
er óvarlegt að taka fullt mark á svona
könnunum, þó svo að niðurstöður geti
verið í samræmi við raunveruleikann
einu sinni, þvi það er ekki hægt að
treysta þvi að fólk segi hug sinn allan I
svona könnunum.”
- HP
Skin og skúrir skiptast á i stjórnmálunum. Hér takast þeir fast i hendur Benedikt
Gröndal og Ólafur Jóhannesson. Nú er karpað um hvort á að hafa forgang, til-
lögur manna Ólafs eða tillögur liðsmanna Benedikts. DB-mynd Bjamleifur
Pólýfónkórínnflytur Jólaóratóríu Bachs:
Lyfta huganum yfir
peningakapphlaupið
— kórinn sjálfur fjárhagslega illa staddur
Jólarjúpurnar og rauðkálið er gott i
magann — en einhvers hlýtur andinn
að þurfa með á fæðingarhátíð frelsar-
ans. Það finnst félögum Pólýfón-
kórsins að minnsta kosti og hafa nú í
margar vikur æft sig að syngja hina
miklu og fögru Jólaóratoríu Bachs.
Árangurinn munu Reykvíkingar og
nærsveitamenn fá að heyra á tvennum
tónleikum i Háskólabiói síðasta og
næstsiðasta dag ársins, það er að segja
þeir sem verða svo heppnir að ná I
miða.
Alls taka um 200 manns þátt I flutn-
ingi verksins, þar af 37 hljóðfæraleik-
arar. Stjórnandi er eins og áður Ing-
ólfur Guðbrandsson. Einsöngvarar
eru 4, Elísabet Erlingsdóttir, Sigriður
E. Magnúsdóttir og Jón Þorsteinsson,
sem öll hófu söngferil sinn I Pólýfón-
kórnum, og Michael Rippon sem hlaut
mikið lof i Italíuferð kórsins I fyrra.
Konsertmeistari er dóttir Ingólfs, Rut,
en af einleikurum má auk hennar
nefna Kristján Þ. Stephensen, Bernard
Williams, Lárus Sveinsson og Pétur
Þorvaldsson.
Aðgöngumiðar eru seldir hjá
Eymundsson, Ferðaskrifstofunni
Útsýn og Hljóðfærahúsinu. Þeir kosta
3000 krónur og fylgir þeim fallegt kort
svo þeir eru tilvalin jólagjöf.
Þetta er 21. árið sem Polýfónkórinn
starfar og ef til vill það síðasta. Stjórn
kórsins tjáði blaðamönnum á fimmtu-
dag að starfinu yrði ekki haldið áfram
nema hið opinbera rétti fram sína
margumbiðluðu hjálparhönd og tæki
þátt i kostnaðinum við raddþjálfun.
hljóðfæraleikara og einsöngvara. Þeir
bentu á þá staðreynd að hverjir tón-
leikar Sinfóníuhljómsveitarinnar eru
niðurgreiddir með um tíu milljónum
króna. Þótti þeim full ástæða til að
ríkið veitti kórnum einhvern fastan
styrk. Máli sinu til stuðnings bentu
þeir á í fyrsta lagi: að allt söngfólkið
gefur sína vinnu og i öðru lagi: að
listalif í landinu verður miklu fjöl-
breyttara ef hlúð er að frumkvæði
áhugafólks heldur en það sé takmark-
að við miðstýrt ríkiskerfið.
Með englasöng sínum fyrir áramót-
in stefnir kórinn að því að komast inn I
himnaríki, en það er líkt með himna-
ríki og fjárlögum rikisins að mjög erfitt
er að komast þar inn en lika litil hætta
á að manni verði fleygt þaðan út aftur.
IHH
Pólýfónkórínn er 1 þann mund að senda frá sér tónverkið Messlas á þremur hljómplötum.
Forsvarsmenn Pólýfónkórsins halda á mynd af fxðingu Krísts og prýðir hún albúm þessa mikla verks. Frá vinstri:
Sigurjón Jónsson lyfjafræðingur, Bjarni Bragi Jónsson hagfrxðingur, Fríðrík Eiriksson formaður kórsins og Ingólfur
Guðbrandsson stjórnandi kórsins.
V
DB-mynd Bjamleifur
Jólapakkakvóld
Síðasta skemmtikvöld Hótels Loftleiða á jólaföst-
unni verður sunnudaginn 17. desember í Blóma-
salnum. Kvöldið nefnum við jólapakkakvöld, því
að þá verður efnt til jólapakkahappdrættis. Allir
matargestir fá ókeypis happdrættismiða við inn-
ganginn, og dregið verður um veglega vinninga á
staðnum. — Módelsamtökin sýna tískufatnað frá
Dömunni, Lækjargötu ogViktoríu, Laugavegi.
Siqurður Guðmundsson leikur á Hammondorgel.
Garðar Cortes syngur jólalög við undirleik Jóns
Stefánssonar.
Sérstök kynning verður á kristalsmunum frá Kosta
Boda, Verslanahöllinni.
Matseðill:
Humarsupa að hætti hússins.
Fylltur grísahryggur á stlfurvagni.
Appelsínuundur í ábæti.
Matur framreiddur frá kl. 19 en dagskráin hefst
klukkan20. Borðpantanir í ámum 22321 og22322.
Skammdegisskemmtun fyrir alla.
Verið velkomin,
HÓTEL
LQFTLEIÐIR