Dagblaðið - 16.12.1978, Page 12

Dagblaðið - 16.12.1978, Page 12
Útgefandc D^hlaflM hf. FramhvamdaHárfc Svekin R. Eyjótfsson. Rttstjórí: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóffc Jón Birgir Pétursson. RitstjómarfuRtrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjóri rítstjómar J6- hannos RaykdaL íþróttir Haflur Sfmonarson. Aóstoóarfréttastjórar Atli Stsinarsson og Ómar Valdi- marsson. MsnninflarmÉI: Aðabteinn IngóHsson. Handrit Ásgrimur Pélsson. Blaóamonn: Amw Bjamason, Ásgair Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefénsdóttir, EHn Afcerts- dóttk, Gisaur Siflurðsson, Gunnlaugur A. Jónssorr Halur HaHsson, Holgi Pétursson, Jónas Haraldsson,' ólafur Gairsson, ófaifur Jónsson. Hönnun: Guðjón H. Pélsson. Ljósmyndir Ari Kristktsson, Ami Péll Jóhannsson, Bjamlelfur Bjamleifsson, Hörður Vilhjélmsson, Raflnor Th. Siflurðsson, Svakin Þormóðsson. Skrífstofustjóri: Ótariur Eyjólfsson. GjaMksrfc Þréinn ÞorisHsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. DreHing- arstjórfc MUrEJM. HaHdórsson. Rltstjóm Siðumúla 12. Afgrsiðela, áskriftadeHd, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. AðaislmiblBðsinsar 27022 (10 Hnuri. Áskrift 2600kr. é ménuði innanlands. i lausasölu 126 kr. sintakið. Sstnktg og umbrot: Da^iiaflið hf. Slðumúla 12. Mynda- og plötugsrð: Hlmir hf. Siðumúia 12. Prantun: Arvakurhf. SkaHunni 10. „Við skulum gefa ríkisstjórninni tæki- jf| færi til að sýna, hvort hún getur eitthvað. Ég er ekki ánægður með frammistöðu hennar hingað til, en ég kaus einn stjórn- arflokkinn i síðustu kosningum og tel mig því stuðningsmann stjórnarinnar, að V minnsta kosti ennþá.” Eitthvað á þessa leið hljóðuðu dæmigerð svör þeirra, sem spurðir voru um afstöðu til ríkisstjómarinnar í skoðanakönnun Dagbiaðsins. Þrjátíu og níu af hundraði spurðra sögðust fylgjandi ríkisstjóminni, tuttugu og sjö af hundraði kváðust and- vígir, en rúmur þriðjungur, þrjátíu og fjórir af hverjum hundrað, var óákveðinn. Þegar hinum óákveðnu er sleppt, fær stjórnin fylgi 59,1 af hundraði en 40,9 af hundraði eru henni andvígir. Skoðanakönnun Dagblaðsins á kjörfylgi flokkanna, ef kosið yrði nú, sýnir talsvert fylgistap stjórnarflokkanna en fylgisaukningu Sjálfstæðisflokksins. Sama fólk var spurt um afstöðu til ríkisstjórnarinnar, og kemur í ljós, að stjómin hefur að kalla allt það fylgi, sem stjórnar- flokkamir sem slíkir mundu á annað borð fá í kosning- um. Þetta er önnur útkoma en var, þegar Dagblaðið gerði í fyrra könnun á fylgi ríkisstjórnar Geirs Hallgríms- sonar. Þá kom í ljós, að fjöldi þeirra, sem töldu sig kjós- endur Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokks væru ekki lengur stuðningsmenn ríkisstjórnar þessara flokka. Að þessu leyti fær ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar því all- góða útkomu, þótt flokkarnir, sem að henni standa, hafi týnt niður nokkru af fyrra fylgi sínu. Núverandi stjórnarflokkar fengu í síðustu kosningum samtals 61,8 af hundraði atkvæða, en Sjálfstæðisflokkur- inn 32,7 af hundraði. Auk þess voru smáflokkar og listar utan flokka. Greinilegt var af svörum í skoðanakönnuninni, að al- menningur átti erfitt með að gera upp hug sinn gagnvart ríkisstjórninni. Það er skiljanlegt. Gerðir ríkisstjórnar- innar til þessa eru býsna óljósar. Kjarasamningarnir voru settir í gildi að hluta um skamman tíma, og síðan var vísitalan aftur tekin úr sambandi. Með afnámi sölu- skatts á matvælum var verð á þeim lækkað um skeið og enn eimir eftir af verðlækkun á sumum vörum. Á móti þessu kom skattahækkun, sem fólk hefur enn ekki áttað sig á. Ríkisstjórnin byggir að mestu leyti á loforðum, sem fólk getur trauðla metið til fulls. Verða þau efnd eða svikin? Er eitthvað til í því, að verðbólgunni verði komið niður í þrjátíu prósent á næsta ári án verulegra fórna? Verður það unnt án atvinnuleysis? Stendur ríkisstjórnin við loforðin um úrbætur í margs konar málum og bar- áttu gegn skattsvikum og annarri spillingu? Skoðana- könnun sýnir, að fólk almennt hefur enn ekki svarað þessum og öðrum spurningum. Menn bíða og sjá, hvað setur. Stjórnarflokkarnir hafa þó misst fylgi. Um það er engum blöðum að fletta. Áugljóst er, að mikill fjöldi kjósenda sýnir ríkisstjórninni enn biðlund en mun snúast gegn henni, verði gerðir hennar ekki meira afgerandi á næstu mánuðum. Þriðjungur kjósenda er óákveðinn í afstöðu til ríkis- stjórnarinnar, sem hvarvetna þætti mikið og vera sterk aðvörun til stjórnarinnar. Lifi stjórnin eitthvað áfram, sem engin leið er að full- yrða, verður hún að taka sig á. DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1978. ----- ' Rúmenar leita halds og trausts vestra og hjá Evrópukommum — Carter Bandaríkjaf orseti sendi Blumenthal f jármála- ráðherra sinn f heimsókn til Ceausescu Rúmeníuforseta „Afstaða okkar til stefnu Rúmeníu 1 alþjóðamálum og viðleitni stjórnar hennar til að minnka spennu er já- kvaeð,” sagði Michael Blumenthal fjármálaráðherra Bandarikjanna i var- lega orðaðri yfirlýsingu sinni er hann var á ferð I Bukarest á dögunum. Ráð- herrann, sem að sjálfsögðu var sérleg- ur fulltrúi Jimmy Carters Bandarikja- forseta, ræddi við Nicolae Ceausescu forseta, en Ijóst var að Bandaríkja- menn vildu ekki styggja Sovétmenn um of. Þess vegna var undirstrikað að ástæðan fyrir heimsókn Blumenthals væri vegna langrar samvinnu Banda- rikjanna og Rúmeníu. Undir þetta tóku Rúmenareinnig. í tilkynningu hinnar opinberu rúm- ensku fréttastofu segir að viðræður bandariska ráðherrans við Ceausescu forseta og fjármálaráðherra landsins hafi verið framhald af viðræðum for- seta landanna, en Ceausescu kom til Bandaríkjanna I april siðastliðnum. Þó þetta sé opinberlega sagt vera helzta ástæða heimsóknar hins banda- ríska ráðherra, þá er öllum Ijóst að hin skyndilega ákvörðun um hana hefur verið tekin í Ijósi þeirra deilna sem komnar eru i dagsljósið á milli Rúmeníu og Sovétrikjanna ásamt öðrum Varsjárbandalagsríkjum. Enda er ekki nema eðlilegt að slík stórtíðindi komi til tals í tengslum við umræður um samvinnu landanna. Sá orðrómur hefur verið á kreiki að undanförnu að miklir liðsflutningar hafi átt sér stað hjá herjum Varsjár- bandalagsins innan landamæra Sovét- ríkjanna og Ungverjalands, þar sem þau liggja að Rúmeníu. Þetta eru þó óstaðfestar fregnir og alls ekki Ijóst hvort þær hafa við nokkur rök að styðjast. Raunar herma fregnir og þær byggja á heimildum frá Ungverjalandi og einnig frá fundi bandaríska ráðherr- ans með ráðamönnum Rúmeníu að Varsjárbandalagsrikin með Sovétríkin í forustu muni leitast við að leysa deil- una við Rúmena eftir samninga- leiðum. Deila þessi, sem bæði fjallar um her- fræðileg efni og heimildir Rúmeniu til að taka sjálfstæða stefnu I alþjóða- málum án tillits til skoðana herranna i Moskvu, er engan veginn ný af nál- inni. Ceausescu forseti hefur lengi verið með verulega tilburði til sjálf- stæðis. Rúmenia er eina ríkið austan- tjalds sem hefur formlegt stjórnmála- samband við tsrael. Þeir hafa ekki fengizt til að taka afstöðu til deilna Kína og Sovétrikjanna. Ceausescu var lika litt hrifinn af aðgerðum Varsjár- bandalagsins í Tékkóslóvakíu fyrir tíu árum. Deilan kom upp á yfirborðið ný- lega, þegar Ceausescu stóð upp í hár- inu á öðrum ráðamönnum Varsjár- bandalagsins, sem vildu auka útgjöld rikjanna til hermála. Á slíku sagði Rúmeniuforsetinn alls ekki vera neina þörf. Auk þess sagði hann land sitt verða að verja meira fjármagni til að bæta kjör þegnanna, sem væru lakari en í flestum öðrum ríkjum í bandalag- inu. Auk þess bætti Ceausescu við að aukin útgjöld og umsvif á hernaðar- sviðinu í Evrópu samræmdust alls ekki margumræddri detente stefnu, sem er árangur Helsinkifundar flestra ríkja heims fyrir nokkrum árum. Lausn á þessari deilu Rúmena við Moskvuvaldið með friðsamlegum hætti er einnig það sem stjórnin i Washington óskar eftir. Mun það hafa komið fram á fundi Blumenthals fjár- málaráðherra með Ceausescu á dög- unum. Afstaða annarra Varsjárbandalags- rikja er ólík til sjálfstæðistilburða Rúmena. Pólskir og tékkneskir ráða- menn hafa lýst yfir andstöðu sinni en Ungverjar eru I það minnsta að nokkru á annarri línu. Miðstjórn kommúnistaflokksins þar i landi hefur sent frá sér yfirlýsingu um málið. 1 henni er að nokkru tekið undir sjónar- mið Rúmena. Tekið er fram að þörf sé á aðdraga úr fjárveitingum til hernað- ar og verja fjármagninu frekar til að' bæta efnahagsleg og félagsleg kjör fólksins. Hinir svonefndu Evrópukommún- istar eða forustumenn þeirra komm- únistaflokka i Vestur-Evrópu, sem telja sig eiga að hafa sjálfstæði um stefnumörkun og sveiflast ekki stöðugt eftir Ifnunni frá Moskvu hafa einnig komið við sögu að undanförnu. Þannig hafa leiðtogar frá kommún- istaflokkum Frakklands, ttaliu og Spánar komið við hjá Ceausescu í Búkarest honum til halds og trausts. Spænski kommúnistaflokkurinn hefur formlega lýst yfir skilningi og stuðn- ingi við stefnu Rúmena. Nicolae Ceausescu forseti Rúmeniu hefur löngum sýnt mikla tilburði til sjálfstæðis gagnvart Moskvuvaldinu.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.