Dagblaðið - 16.12.1978, Page 14

Dagblaðið - 16.12.1978, Page 14
14 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1978. OvissiiástaiHÍ eða auraleysi? — færri hótelgestir en á sama tíma í fyrra „Jú, þaö er minni nýting hjá okkur en á sama tíma i fyrra og er um að ræöa fækkun bæði á útlendingum og íslendingum, en þó einkum íslending- um,” sagði Konráð Guðmundson hótelstjóri á Hótel Sögu I samtali við Dagblaðið. Hann sagði að nýtingin væri alltaf léleg i desember en hún væri þó sýnu lakari nú en undanfarin ár. Um ástæður þessa sagði Konráð mjög erf- itt að segja en gestir hótelsins á þessum tíma væru yfirleitt fólk sem væri hér í viðskiptaerindum. Nú virtist sem minna væri af slíkum gestum og eins og eitthvert óvissuástand ríkti i þeim efnum. Emil Guðmundsson hótelstjóri á Hótel Loftleiðum hafði svipaða sögu að segja. Nýtingin á hótelinu væri e.t.v. ekki mikið minni en í fyrra en það væri áberandi hvað minna væri af íslendingum á hótelinu. Emil sagðist ekki kunna aðra skýringu á þessu en þá að nú væru „meiri blankheit” á fólki. Svipaða sögu virtist vera að segja af öðrum hótelum þó ekki væri það alveg algilt. Þannig var nýtingin á Hótel Borg og Hótel Holti sögð svipuð og í fyrra en á Hótel Esju og Hótel Heklu fengust þær upplýsingar að um töluverða fækkun væri að ræða. • GAJ - 40 íbúðir öryrkja teknar ínotkun f Kópavogi Giktarfélag íslands gerðist aðili að Öryrkjabandalági Íslands á síðasta aðal- fundi þess í október. Eru þá aðildar- félögin orðin tíu að tölu. Á aðalfundinum voru m.a. rædd at- vinnumál og þá mikið rætt um væntan- lega tengibyggingu milli húsa öryrkja- bandalagsins við Hátún í Reykjavik, en hún á að risa svo fljótt sem mögulegt er. Þessi tengibygging á að rúma vinnu- stofur og ýmsa félagslega þjónustu fyrir ibúa húsanna. Að henni munu standa SÍBS og væntanlega Blindravinafélag islands auk Öryrkjabandalagsins. Minniröryrkjabandalagið á minningar- sjóð urn Guðmund Löwe, fv. fram- kvæmdastjóra, sem stofnaður var til styrktar áðurnefndri tengibyggingu. Fást minningarkort sjóðsins á skrifstofu öl í Hátúni og hjá SÍBS i Suðurgötu. Hús öryrkjabandalagsins að Fann- borg I I Kópavogi hefur nú veriö tekið í notkun. Eru þar 40 íbúðir og gengu Kópavogsbúar þar fyrir um úthlutun að mestu leyti. Líf eyrissjóður Austurlands Stjórn Lifeyrissjóðs Austurlands hefur ákveðið að veita sjóðfélögum lán úr sjóðnum i janúar nk. Umsóknareyðublöð fást hjá formönnum aðildarfélaga sjóðsins og á skrifstofu hans að Egilsbraut 25 i Neskaupstað. Nauðsynlegt er að umsóknareyðublöðin séu fullkomlega fyllt út og að umbeðin gögn fylgi. Umsóknir um lán skulu hafa borist til skrifstofú sjóðsins fyrir 8. janúar nk. Stjórn Lífeyrissjóðs Austurlands “u þarf að huga að jólapóstinum mánudaginn er siðasti skilafrestur á jólapósti i Reykjavik. Það er vist óhætt að huga að jólakveðjunum sem póstleggja á núna um helgina. í gær var ekki orðin tiltakanleg ös á aðalpóststofunni, en þó greinilegt að annatiminn var hafinn og mikið f vændum. DB-mynd Hörður Bflgreinasambandið: Alvarlegt ástand að skapast í bflamálum i „Afkoma hefur almennt farið versnandi og gildandi verðlagsákvæði standa allri þróun innan bílgreinarinn- ar fyrir þrifum og í mörgum greinum er mjög alvarlegt ástand að skapast. Þar má helzt nefna að afkoma bif- reiðaverkstæða er mjög slæm, hlutur verkstæðanna i útseldri vinnu stendur engan veginn undir nauðsynlegum út- gjöldum og veitir ekkert svigrúm til endurnýjunar og uppbyggingar.” Þannig segir m.a. t fréttatil- kynningu frá Bílgreinasambandinu en á árlegum haustfundi þess sem hald- inn var 9. des. sl. voru mættir um 60 fulltrúar víðs vegar af landinu. Bílgreinasambandið beinir þvi til verðlagsyfirvalda að þau beiti sér fyrir úrbótum í verðlagsmálum bilgreinar- innar svo hægt verði að byggja upp betri þjónustu innan bílgreinarinnar. í tilkynningunni segir að núgildandi verðlagskerfi orki sem hemill á alla þróun og uppbyggingu innan bílgrein- arinnar. •GAJ 4 Hagstœtt verð Húsgagnaverzlun Reykjavíkur hf. Brautarholti 2 — Símar 11940 -12691 Hússtjórn Kjarvals staða fordæmd Stjórn Bandalags íslenzkra lista- manna hélt fund á fimmtudaginn ásamt formönnum aðildarfélaga bandalagsins. Þar var samþykkt ályktun sem fordæmir að tveir meðlimir hússtjórnar Kjarvals- staða, sem svo er nefnd, Sjöfn Sigur- björnsdóttir og Davíð Oddsson, skuli upp á sitt eindæmi taka ákvarðanir um notkun hússins, þegar málið er á við- kvæmu samningastigi og lána húsið til myndlistarsýningar, meðan bann Félag Islenzkra myndlistarmanna stendur, stutt öðrum samtökum listamanna. LÚÐRABLÁSTURÁ LÆKJARTORGI Nú eru jólasveinar daglegir gestir við útimarkaðinn á Lækjartorgi. Þar iðar mannlífið í góða veðrinu og mikil verzlun á sér stað. í dag bætist við lúðrablástur skóla- lúðrasveitar Árbæjar og Breiðholts. Ný- stofnað foreldrafélag sveitarinnar hefur köku- og kertasölu á útimarkaðinum í dag og sveitin mun minna á það með blæstri sinum. Stjórnandi sveitarinnar er Ólafur L. Kristjánsson. DB-mynd Höróur

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.