Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 16.12.1978, Qupperneq 20

Dagblaðið - 16.12.1978, Qupperneq 20
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1978. 20 € Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir D V, þar scni Stj<>rnubio stendur. Vaír.glímmölluriiin Skdlur, en pár v'ar;GHmuféla@ó "Afniann stofnaö hinn 15. dúsember 188S. K Sjórn GlimiAii^Mi^ • . - Armanns 1978 - -u Glímufélagid Ármann 90 ára: Stofnað á Skelli —túninu vestanRauðarár, þar sem nú stendurStjömubíó Glimufélagið Ármann varð 90 ára 1 gær. Það var stofnað af nokkrum ungum mönnum á Skelli, túni rétt vestan við Rauðará i Reykjavik, þar sem nú stendur Stjörnubió. Minningarskjöldur um stofnun félagsins hcfur verið settur á húsið við Laugaveg — og i gær aOijúpaði formaður Ármanns, Gunnar Eggertsson, skjöldinn að viðstöddum ýmsum forustu- mönnum og konum iþróttahreyfingar- innar og Ármenningum. Við það tilcfni flutti Ármenningurinn Þorsteinn Einars- son iþróttafulltrúi eftirfarandi ávarp, þar sem hann rakti aðdraganda að stofnun Ármanns. „Háttvirtu tilheyrendur. Við höfum komið hér saman 15. dag desembermánaðar á gangstétt við mal- bikað stræti og umhverfið er steinsteypt- ar byggingar og eftir götunum fara vél- knúin tæki. Tilefnið er að á þennan sama stað fyrir réttum 90 árum söfnuðust 20—30 ungir menn til glimuæfmgar. Hér var þá vallgróið tún og ekki sást til þéttbýlisins Reykjavikur. Þau 3—4 hús, sem sást til hér innra, voru meira sveit en bæjar- hluti. Þann 25. nóv. 1888 gekk Hclgi Hjálmarsson, þá prestaskólanemi, i IOGT-stúkuna Einingu og þar kynntist hann Pétri Jónssyni blikksmið. Barst tal þeirra brátt að glimu og að þeir gengjust fyrir æfíngum innan stúkunnar. Fyrsta æfíng var i templarahúsinu þann 30. nóvember. Að hefðbundnum íslenskum sið þótti þeim forystumönnunum, Helga Þingeyingi og Pétri úr Þingvallasveit, rétt að efna til glimufundar úti við og var hann ákveðinn 15. desember og staðurinn fenginn hjá Guðlaugi sýslu- manni Guðmundssyni sem átti hentug- an túnblett hér vestur af Rauðará. Nokkrir af forustumönnum Ár- manns gegnum árin. Talið frá vinstri Gunnlaugur J. Briem, Þor- steinn Kristjánsson, Jón Þorsteins- son, Þorsteinn Einarsson, Jóhann Jóhannesson, Gunnar Eggertsson, núverandi formaður, og Guð- mundur Freyr Halldórsson, við is- lenzka fánann. Til vinstri flytur Þorsteinn ávarp sitt. DB-myndir Bjamleifur 'jt ^ ; * V' t LANDSLEÍK/R / HANDKNA TTLEIK Danirnir koma! Island-Danmörk í Laugardalshöllinni sunnudaginn 17. og mánudaginn 18. kl. 21. Allir í höllina, hvetjum ísland til sigurs. Áfram ísland! HSI. Forsala aðgöngumiða hefst kl. 13 á txeLson sunnudag í Laugardalshöllinni. Austurstrœti 14 - Sími 12345 i ^ Mffl Mig Æu rRYGGINGAR 3ðumaa 39/Sitni 82800 yisthússtræti 9 / Simi 17700 JU /IUSTURBAKKI HF M SKEIFAN3A - SÍMAR38944-30107 Mætt var á staðnum á hinum boðaða degi. Tekið var til við glímu. i hléi milli lota kvaddi Pétur sér hljóðs og bar undir glimumenn hvort eigi skyldu þeir stofna með sér félag. Var það samþykkt. Pétur valdi þvi nafn og stakk upp á Ármann. Var það samþykkt með margföldu húrra. — Ármann. Hvaðan var það fengið? Pétur Jónsson var fæddur og uppalinn i Þingvallasveit. Honum mun þvi hafa veríð kær vætturin Ármann sem bjó i Ármannsfelli norðan Þingvalla og af er hugnæm saga, sem greinir frá hctjudáð um i leikjum á Hofmannaflöt og mun án efa hafa verið Pétri kær. Sagan greinir frá bónda sem Ármann mætti er hann leitaði sér búsetu — en bóndinn á aö hafa.þekkt til bans og hafa mælt til Ármanns: „Þú færir heill.” Þessa mun Pétur án efa hafa minnst við nafngiftina. — „Þú færir heill.” í dag er 30 manna félag um eina íþrótt orðið félag rúmlega 3000 kvenna og karla sem iðka á þess vegum 10 íþrótta- greinar — og iðkunarstaður er eigi einn, Skellur, túnflötur við Raúðará, heldur dreifast þeir á fjallasvæði, laugar. hús, velli og bátanaust — völl á það og iþróttahús i smiöum, skiðalyftur og skála og starfrækir heilsuræktarstöð. Svo skal eigi þessi góða stund liða að við minnust ekki, án þess að nöfn séu nefnd, allra þeirra ágætu fórnfúsu kvenna og karla sem borið hafa uppi stjórn félagsins í heild og í deildum, og þá eigi siður þeirra sem axlað hafa kennslu, þjálfun og leiðbeiningar — borið fram merki félagsins i um 40 utan- landsferðum, fjölmörgum ferðum um flcstar byggðir landsins, leitt fram á leik- svæðin, vettvang húsa og lauga, hina stóru hópa, hvatt fram úr hópnum landsmeistara, Norðurlandameistara, ólympiuþátttakendur og methafa. — Hvilik störf hafa ekki verið unnin af þegnskap. Hafí þetta fólk allt þökk okk- ar einlæga i dag og með okkur eiga þau sem horfín eru engu minni þátt í því að réttlætanlegt er í dag á 90 ára afmæli Glímufélagsins Ármanns að staður i borginni okkar, félagsins okkar, sé merktur félaginu. Þið sem að þessu hafíð staðið eigið þökk okkar einlæga. Megi Glimufélagið Ármann ávallt færa með sér heili fyrir einstaklinga, borgogþjóð. Með þessum afmælisóskum bið ég þig, formaður Glimufélagsins Ármanns, Gunnar Eggertsson, að afhjúpa minn- ingarskjöld um stofnun Ármanns á þessum stað.”

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.