Dagblaðið - 16.12.1978, Side 26

Dagblaðið - 16.12.1978, Side 26
26 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1978. Skrifstofustjóri Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsóknar starf skrifstofustjóra I að svæðisskrifstofu Rafmagnsveitn- anna á Egilsstöðum. Umsóknir með upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist rafveitustjóra á Egilsstöðum eða starfsmannastjóra í Reykjavík. Raf magnsyeitur ríkisins Laugaveg!116 10SBeyk]avlk Ritari óskast Hafnrannsóknastofnunin óskar að ráða ritara til a.m.k. eins árs. Vélritunarkunnátta og vald á ensku og norðurlandamálum nauðsynlegt. Skriflegar umsóknir um menntun og fyrri störf sendist Hafrannsóknastofnuninni Skúlagötu 4 fyrir nk. mánaðamót. Nánari upplýsingar í síma 20240. MÍIMÚTU* GRILL Þúfœrð jólagjafimar hjú okkur SKRAUTBORÐ EGGJASJÓÐARI Sjónersögu ríkari í Austurveri, Hialeitisbraut 68, sími 84445 og 86035. r " - - NÝJAR BÆKUR Skáldsögur Blóð eftir Guömund L. FriðGnnsson. Dæmisaga úr dýralífinu sem á erindi bæði til unglinga og fullorðinna. Útg.: Almenna bókafélagið, 163 bls. Verð 6.960 kr. í röstinni eftir Óskar Aðalstein. Saga um sjávarpláss þar sem völd, ástir og sildarævintýrið eru hreyfiaflið. Útg.: Ægisútgáfan, 206 bls. Verð 5.400 kr. Smásögur og greinasöfn Sögur eftir Þorgils gjallanda. Þórður Helgason bjó til prentunar. Útg.: Rannsóknarstofnun i bók- menntafræði og Menningarsjóður, 301 bls. Verð 7.320 kr. Rautt I sáriö eftir Jón Helgason. Nýj- ustu smásögur þessa snjalla höfundar. Útg. Skuggsjá, 172 bls. Verð 6.996 kr. Stripl i Paradís eftir Ólaf Jónsson. Sögur af óræðum meyjum, vinnukon- um og stripli i Paradís. Útg.:ögur, 175 bls. Verð 5.160 kr. íslenzkar úrvalsgreinar, III bindi. Greinar frá 19. öld. Bjami Vilhjálms- son og Finnbogi Guðmundsson völdu. Útg.: Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins, 163 bls. Verð 5.760 kr. Ljóð Ljóðmæli eftir Sigurð Sigurðsson frá Arnarholti. Heildarútgáfa á ljóðum hans sem Jóhann Gunnar Ólafsson hefur séð um og ritar að henni fróðleg- anformála. Útg.: Helgafell, 291 bls. Verð 6.960 kr. Llfið er skáldlegt eftir Jóhann Hjálmarsson. Ný Ijóð þar sem höf- undur lýsir nánasta umhverfi sínu. Útg.:Iðunn, 58 bls. Verð 3.960 kr. Guðbergur Bergsson — Flateyjar- Freyr, Ljóðfórnir. Ljóð skrifuð til Freyslíkneskis Jóns Gunnars Árna: sonar i Flatey. Útg.: Helgafell, 446 bls. Verð 4.080 kr. Ingimar Erlendur Sigurðsson — Fjall I þúfu. Ellefta bók höfundar og sjötta ljóðabókin. Ljóð þessi eru í senn afar persónuleg og sam-mannleg. Útg.: Letur, 119 bls. Verð 4.248 kr. Ingimar Erlendur Sigurðsson — Ort á öxi. Endurútgáfa. Útg.: Letur, 85 bls., myndskreytt. Ævisögur og endurminningar Einars saga Guðfinnssonar, skráð af Ásgeiri Jakobssyni. Ævisaga hins kunna útgerðarmanns. Útg.: Skuggsjá, 367 bls. Verð 9.960 kr. Dalamaður segir frá eftir Ágúst Vig- fússon. Hann segir frá kynnum sínum af samferðafólki frá barnæsku til full- orðinsára. Lýst er mannlífi, búnaðar- háttum og vinnubrögðum. Útg.: Ægisútgáfan, 199 bls. Verð 4.200 kr. Ein á hesti. Lifsreisa Jónu Sigriðar Jónsdóttur. Andrés Kristjánsson endursagði. Lifsreisa kjamakonu. Útg.: Skuggsjá, 192 bls. auk mynda. Verð 6.996 kr. Bókin um Jón á Akri, skrifuö af vinum hans. Viðtöl við Jón og frásagnir. Útg.: Skuggsjá, 200 bls. auk mynda. Verð 7.996 kr. Um margt að spjalla eftir Valgeir Sigurðsson. 15 viðtalsþættir, m.a. við Hannes Pétursson, Indriða G. Þor- steinsson, Eystein Jónsson, Brodda Jóhannesson o.fl. Útg.: Bókaforlag Odds Björnssonar, 189 bls. Verð 6.840 kr. Þrepin þrettán eftir Gunnar M. Magn- úss. Endurminningar. Höfundur segir frá 13 æviárum sinum á Flateyri. Útg.: Setberg, 191 bls. Verð 5.880 kr. Nói bátasmiður eftir Erling Daviös- son. Endurminningar Kristjáns Nóa Kristjánssonar. Útg.: Bókaforlag Odds Björnssonar, 182 bls.Verð 6.840 kr. Konan við fossinn (Hugrún) cftir Magnús Sveinsson frá Hvítstöðum. Æviþættir Jóns Daníelssonar skip- stjóra og samband hans við huldukon- una sem fylgt hefur honum í lífi og starfi. Útg.: Bókaútgáfan Þjóðsaga, 116 bls. Verð 4.980 kr. Vonarland eftir Gylfa Gröndal. Ævi- saga Jóns frá Vogum. Jón frá Vogum seldi jörð sína og eigur og hugðist flytj- ast til Brasiliu . Útg.: Setberg, 151 bls. Verð 5.880 kr. Pétur G. Guðmundsson og upphaf samtaka alþýðu eftir Harald Jóhanns- son. Pétur var fyrstur hérlendra manna til að hefja skipulega fræðslu um jafnaðarstefnuna. Útg.: Iðunn, 218 bls. Verð 5.880 kr. Þannig er ég, viljirðu vita það, eftir Guðmund Frlmánn. Endurminningar hins norðlenzka skálds, aðallega frá æskuárum. Útg.: Ögur, 307 bls. Verð 6.960 kr. Þjóðlíf Islenzkar þjóðsögur I &II. Ólafur Davíðsson. Þriðja útgáfa. Þorsteinn M. Jónsson bjó til prentunar. Bjarni Vilhjálmsson sá um útgáfuna. Útg.: Bókaútgáfan Þjóðsaga, 396 bls. & 412 bls. Verð 17.340 kr. Ekki einleikið eftir Árna Óla. Höfundur segir frá dulrænni reynslu sinni. Útg.: Setberg, 148 bls. Verð 5.880 kr. Sagnir af Suðurnesjum og sitthvað fleira eftir Guðmund A. Finnbogason. Þjóðhættir, atvinnuhættir og fróð- leikur um sérkennilegt fólk á Suður- nesjum. Útg.: Setberg, 200 bls. Verð 5.880 kr. Reginfjöl) að haustnóttum og aðrar frásagnir eftir Kjartan Júliusson. „Þessi höfundur velur söguefni af mönnum sem lenda í skrýtilegum lífs- háska” (H. Laxness). Útg.: Iðunn, 151 bls. Verð 5.880 kr. Blandað efni Vitnað fyrir manninn eftir Jón Óskar. Ritgerðasafn höfundar þar sem fjallað er um skáldskap, myndlist, menn- ingarverðmæti o.fl. Útg.: Fjölvi, 189 bls. Verð 4.800 kr. Almanak hins tslenska þjóðvinafélags 1979. 105. árgangur. Reiknað hefur og búið til prentunar Þorsteinn Sæ- mundsson Ph.D. Raunvisindastofnun Háskólans. Útg.: Bókaútgáfa Þjóðvinafélagsins og Menningarsjóðs, 176 bls. Verð 900 kr. öld óvissunnar, — hugmyndir hag- fræðinnar og áhrif þeirra eftir John Kenneth Galbraith. Geir Haarde þýddi. Útg.: Bókaforlagið Saga, 239 bls. Verð 6.900 kr. Þessa heims og annars. Könnun á dul- rænni reynslu íslendinga, trúarviðhorf- um og þjóðtrú. Erlendur Haraldsson tók saman. Útg.: Bókaforlagiö Saga, 152 bls. Verð 5.880 kr. Efnahagsmál eftir Ásmund Stefánsson og Þráin Eggertsson. Yfirsýn yfir helztu þætti og þróun íslenzkra efna- hagsmála siðustu áratugina. Útg.: Almenna bókafélagið, 91 bls. Verð 4.920 kr. Hvernig kaupin gerast á eyrinni eftir Baldur Guðlaugsson. Um vandann á vinnumarkaðinum. Útg. Almenna bókafélagið, 150 bls. Verð 4.440 kr. Trúarbrögð mannkyns eftir Sigur- björn Einarsson biskup. Yfirlitsverk sem gerir grein fyrir meginatriðum í átrúnaði mannkyns gegnum aldirnar. Útg.: Setberg, 355 bls. Verð 6.960 kr. Afburðamenn og örlagavaldar. Ævi- þættir tuttugu og eins mikilmennis sögunnar. Fimmta bindi. Útg.: Ægisútgáfan, 232 bls. Verð 5.640 kr. Bahá’u’lláh og nýi tíminn eftir J.E. Esslemont. Eðvarð T. Jónsson íslenzk- aði. Bókin fjallar um Bahá’i-trúna og höfund hennar. Útg.: Andlegt þjóðráð Bahá’ía á Islandi, 286 bls. Verð 7.200 kr. Uppreisn alþýðu eftir Einar Olgeirs- son. Greinar frá timabilinu 1924— 1939 og um þau ár. MM-kiljur. Útg.: Mál & menning, 319 bls. Verð 4.440 kr. Læknisfræði. Alfræði Menningar- sjóðs. Guðsteinn Þengilsson tók saman. Útg.: Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins, 159 bls. Verð 5.880 kr. tslenzk plötusöfn eftir Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Byggt á Flóru Islands eftir Stefán Stefánsson skólameistara. Útg.: Menningarsjóður, 207 bls. Verð 5.880 kr. Thorvaldsen við Kóngsins nýjatorg. Endurminningar um daglegt líf Alberts Thorvaldsens eftir einkaþjón hans, Carl Fredrik Wilckens. Umsjón og þýðing: Björn Th. Bjömsson. Útg.: Setberg, 176 bls. Verð6.600 kr. Dýrmæta llf eftir Jörgen-Frantz Jacobsen. Úrval af sendibréfum sem höfundur ritaði vini sínum, skáldinu William Heinesen. Útg.: Menningarsjóður, 121 bls. Verð 4.200 kr. Gömlu steinhúsin á íslandi eftir Helge Finsen og Esbjöm Hiort. Dr. Kristján Eldjárn íslenzkaði. Útg.: Iðunn, 101 bls. Verð 9.960 kr. Stefnur og straumar eftir Heimi Páls- son. Yfirlit yfir þróun íslenzkra bók- mennta og hvernig þær tengjast er- lendum bókmenntum. Myndir valdi Jón Reykdal. Útg.: Iðunn. Verð 5.880 kr. öldin okkar, 1960—70. Ritstjórar Gils Guðmundsson og Björn Vignir Sigurpálsson. Útg.: Iðunn, 240 bls. Verð 13.800 kr. Bráðabirgðalög 2. Sönglög frá Októ- ber-forlaginu. Útg.: Október, 62 bls. Barna-og unglingabækur Flóttadrengurinn Hassan eftir Gunhild Sehlin. Skyggnzt inn i heim nútima flóttafólks. Útg.: Bókaútgáfan Salt, 165 bls. Verð 3.240 kr. Pési refur eftir Kristian Tellerup. Þór- hallur Þórhallsson islenzkaði. Létt og kátlegdýrasaga. Útg.: Almenna bókafélagið, 43 bls. Verð 1.680 kr.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.