Dagblaðið - 16.12.1978, Side 29
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1978.
29
Á saurblöðum I báðum bökum, teikningar af höfundum.
Cv
AÐAlSTEíNi'J
INGÓLFSSON
Bók
menntir
Bjargvættur ungra
skálda
Fjölvaútgáfan gef ur út Ljóð
yrkir til Islands
Þau eru orðin nokkuð mörg bresku
skáldin sem gist hafa Island og skrifað
um það, en í þeim hópi hlýtur frú
Margaret Rowntree að vera sér á
parti. DB hefur borist Ijóðakver
hennar sem hún nefnir „Sixty Years
of Verse" og er þar kafli helgaður
Íslandsdvöl hennar. Frú Rowntree,
hefur aðhafst ýmislegt um dagana eins
og kemur fram i formála að bókinni.
Hún er menntuð sem kennari og
stundaöi kennslu lengi framan af
ásamt eiginmanni sinum, en siðan tók
hún þátt i borgarstjórn heimaborgar
sinnar, Fleetwood, og varð fyrsta
konan til að gegna borgarstjóraemb-
ætti þar. Var hún siðar sæmd M.B.E.
orðu fyrir framlag hennar til borgar-
stjórnarmála og önnur félagsstörf, en
frú Rowntree virðist hafa verið
óþreytandi i starfi sínu. Hún mun hafa
skrifað mikið af skáldskap um dagana,
sem birst hefur i timaritum í heima-
högum hennar og einnig virðist hún
hafa ferðast víða. Hingað til tslands
mun hún oftsinnis hafa komiö og ferð-
ast um á hjóli og með tjald, og vinum
sinum hér tileinkar hún tslandsljóð sin
i bókinni. Þau ganga flest út á náttúru-
fegurð landsins: „Sweeping waves on
a lonely firth / Foam on a rockbound
coast / Rainbow spray from a silver
foss / What shall I treasure most?"
Auk þess hefur frú Rowntree ánægju
af islenskum mat: „Pleasant meetings
with kindly friends / Coffee and cakes
and tea / Ponnakökur and cream and
skyr / All will be there for me”. Frú
Rowntree er einnig barngóð og eru
nokkur Ijóðanna skrifuð um islensk
börn og unglinga sem hún hefur hitt
og að lokum þessa íslenska þáttar i
Frú Margaret Rowntree á yngri árum.
bókinni skrifar hún langt Ijóð um
hringferð um landið og lýsir helstu
viðkomustöðum.
A.I.
Það er alkunna að útgáfa Ijóðabóka
hefur mjög dregist saman á undanförn-
um árum og hefur þetta einkum bitnað á
ungum skáldum sem ekki fá komið
bókum sínum á framfæri nema i fjöirit-
un. Það er því fréttnæmt að ein bókaút-
gáfan, Fjölvaútgáfan, skuli leggja
áherslu á að koma á framfæri fagurlega
frágengnum kiljum með Ijóðum ungra
skálda og það er ekki nema von að þeir
.Fjölva-menn segi um sjálfa sig á einum
stað:„Fjölva-útgáfan er að verða algert
furðufyrirbæri. Að hún skuli láta sér
detta í hug að gefa út Ijóðabækur, þar
sem hún stendur upp fyrir haus í verð-
bólguskriðunni, meðan flestir aðrir snúa
sér að útgáfu reyfara og kynsprengju-
bókmennta.” Forlagið hefur nú sent frá
sér 5 Ijóðabækur og þær nýjustu eru
Horft í birtuna eftir Þóru Jónsdóttur og
Förunótt eftir Aðalstein Asberg Sigurðs-
son. Eru þær báðar myndskreyttar og
fallega útlítandi. Þóra Jónsdóttir
hefur tvívegis áður gefið út Ijóðabækur
en Förunótt er önnur Ijóðabók Aðal-
steins Asbergs. Einkenni Ijóða Þóru er
knappt og fágað orðaval og hún spyr
margra spurninga um tilveru manneskj-
unnar i hverfulum heimi. Aðalsteinn
Ásberg er hins vegar stöðugt að þroska
stil sinn og undirbýr nú skáldsögu.
- A.I.
Keppinautur
Barbiedúkkunnar
— heitir Amy eins og dóttir forsetans
Nýjasta nýtt i Bandarikjunum er
dúkka sem heitir í höfuðið á dóttur
Carters forseta. Sem sagt Amy Carter.
Höfundurinn er þekktur barnabóka-
höfundur þar í landi, Tom McPart-
land, sem sést hér ásamt brúðunni
Amy. Þykir hætt við að hún verði
skæður keppinautur hinnar þekktu
Barbiedúkku enda engin smásmíði,
um hálfur metri á hæð. Amy verður
að sögn komin I hverja einustu verzl-
un áður en hámarki jólakauptiðarinn-
ar verður náð þar vestra.
HONT
BLANC
er toppurinn
Vissulega eru Mont Blanc pennar
eilítið dýrari en aðrir pennar, en þeir
eru líka í sérflokki um gæði og feg-
urð.
i'ást uóeins í
Pennaviðgerðinni, Ingólfsstræti
Skákhúsinu, Laugavegi 46
Bókabúð Helgafells, Laugavegi 100
Bókabúð Keflavíkur
Bókabúð Jónasar, Akureyri
/ ^
16
rX
m f~
5 **
---