Dagblaðið - 10.01.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 10.01.1979, Blaðsíða 1
7" 5. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 10. JANUAR 1979 — 8. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMULA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI27022. Afgreiðslu fjárhags- áætlunar frestað: Borgarstjórn áætlar 12% útsvar í ar heimild Alþingis Siðari umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavikurborgar hefur verið frestað þangað til i febrúar. Áður var áformað að hún yrði hinn 18. janúar. „Það eru mörg atriði sem valda þvi, að þessari umræðu hefur nú verið frestað,” sagði Björgvin Guðmunds- son borgarfulltrúi í viðtali við DB. Fréttamaður spurði Björgvin aö þvi, hvort þessi frestun stæði i sambandi við hugmyndir um að Alþingi heimil- aði sveitarfélögum að leggja á tólfta prósentið i útsvör i stað þeirra 11 %, sem lög heimiluðu nú. „Samband islenzkra sveitarfélaga hefur óskað eftir lagaheimild til þess að leggja á 12% i útsvör. Raungildi þeirra 10%, sem ákveðin voru árið 1972 er nú um 7—8%. Síðan voru heimiluð 11%. Ríkisstjórnin telur að fari verðbólgan yfir ákveðið mark, komi til greina að veita rýmri heimild til álagningar útsvara,” sagði Björgvin. „Annars eru það fjölmörg atriði, sem enn eru óljós og varða fjárhag sveitarfélaga,” sagði Björgvin. „Meðal annars má þar nefna framlög sveitar- félaga til sjúkrasamlaga. Á síðastliðnu ári var sveitarfélögum gert að greiða kostnað af viðhaldi sjúkrahúsa, sem áður var innifalið í daggjöldum. Það eru þvi mörg atriði, sem er í höndum Alþingis að ákveða, sem hafa bein áhrif á fjármál sveitarfélaga. Það fer svo líka meðal annars eftir því, hvað hægt er að skera niður í út- gjöldum, hvort notuð yrði heimild til að leggja á 12. prósentið,” sagði Björg- vin Guðmundsson. Alþingi kemur ekki saman fyrr en 25. janúar og sem fyrr segir, verður síð- ari umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavikur frestað þar til efnahags- ráðstafanir rikisstjórnarinnar liggja fyrir. BS. A Með Þursum llinn íslenzki þursatlokkur heldur í lok nastu viku utan til NortV urlanda til hljónileikahalds, að hluta til ásamt ískn/ka dans- Hokknum. Þursarnir héldu tónleika í Menntaskólanum vió llamrahlió i gærkvöld o(» vóktu mikla hrifninsu áhevrenda. Á mvndinni eru tveir þursanna, K}jill Ólafsson oj; Þóróur Árnason. DB-mvnd: Rasnar Th. f * Ssðasta tækifærið tilað greiða atkvæðií vinsældavalinu ídag! — sjá POPPábls. 15 Atvinnu f íslenzkum sjávarplássum fórnað fyrir hagsmuni olíufursta? — sjá bls. 8 „Læt ekkert hafaeftirmér um vitleysis- áform strákanna” - segir skipstjórinn á Bakkafossi - sjá baksíðu # 25%vextirá 3mánaða innlánum - nýjar vaxtareglur á bls. 15 ..... Heimilistæki og munaðar- varningurífiski- lestinni heim — sjá baksíðu Helztu popp- hetjurnar „opnuðu” bamaárið — ogWaldheim lét Sihanouk bíða — sjá erl. fréttirá bls. 6 og 7 * „Danmark blev til grin mod Island” - sögðu dönsku blöðin í morgun um fyrsta ósigur Dana frá upphafi í landsleik íRanders -sjáíþróttiríopnu # „Af hverju reyki éghass? Öll nautn verðurbetri” -sjá bls.2og3 Færeyingar heimila m.a. Bretum veiðar hjá séren... vilja árs- af la fimm togara íslands á miðum — auk aflamagns nokkurra loðnubáta á vetrarvertíð Þrátt fyrir að íslenzk skip sem sækja i bolfisk hér séu tímabundið sett í þorsk- veiðibann af og til til að létta á sókninni i ofnýttan stofninn, er nú stödd hér fær- -eysk sendinefnd stjórnvalda þar til að ræða um veiðiheimildir Færeyinga við ísland og hafa sett fram kröfur um svipað aflamagn og þeir fengu að veiða hérifyrra. Það var 17 þúsund tonn af botnfiski, þar af 7 þúsund tonn af þorski. Miðað við meðalaflatölur íslenzkra togara þýðir þetta ársafla fimm togara, sem þegar eru þó taldir of margir hér. Þá hljóðaði heimild þeirra í fyrra og væntanlega óskir þeirra nú upp á 35 þúsund tonn af loðnu á vetrarvertíðinni, sem svarar til vertíðarafla allnokkurra loðnubáta, en nú er yfirvofandi að ein- hverjar takmarkanir verði settar á loðnuveiðar okkar í vetur til að koma I veg fyrir ofveiði, svo sem DB skýrði frá í gær. Um viðbrögð íslenzkra stjórnvalda við málaleitan Færeyinganna nú er enn allt á huldu og átti síðari fundur samn- inganefnda að hefjast kl. 10 nú fyrir há- degið. Svo sem fram hefur komið, hefur fjöldi islenzkra hagsmunaaðila svo sem sjómanna og útgerðarmanna harðlega i mótmælt öllum samningum við erlendar i þjóðir um veiðar hér við núverandi ástand fiskistofna við tsland og jafn- framt lagt þunga áherzlu á uppsögn gild- ‘ andi samninga við aðra en Færeyinga. Þótt blaðið hafi ekki fengið það stað- fest, má vænta þess að Færeyingar bjóði I staðinn 35 þúsund tonna kolmunnaafla við Færeyjar sem fyrr, en sá kvóti hefur j nýtzt okkur illa hingað til, en kvótar Færeyinga vel hér. Um leið veita svo Færeyingar EBE löndum heimild til veiða á 40 þúsund tonnum af bolfiski á heimamiðum sínum, m.a. Bretum og V-Þjóðverjunj. GS i i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.