Dagblaðið - 10.01.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 10.01.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR ÍO.JANÚAR 1979. Kappskuröarvél óskast til kaups. Upplýsingar í síma 93-7192. ÚTBOÐ Óskum eftir tilboði í hitaofna fyrir níu hæða sambýlishús BSAB í Mjódd við Stekkjarbakka samkvæmt ofnaskrá er vitja má á skrifstofu BSAB að Síðumúla 34. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 16. jan. 1979 kl. 17. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Styrkur til háskólanáms í Svíþjóð Sænsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa lslendingi til háskólanáms í Sviþjóð háskólaárið 1979—80. Styrkurinn miðast við átta mánaða námsdvöl og nemur styrkfjárhæð s.kr. 1.960 á mánuði. Til greina kemur að skipta styrknum ef henta þykir. Umsóknum um styrk þennan skal komið til nienntamálaráðuneytis- ins, Hverfisgötu 6 Reykjavík, fyrir 15. febrúar nk. og fylgi staðfest af- rit prófskírteina ásamt meðmælum. — Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Manntamálaröðuneytifl, 4. janúar 1979. RITARI óskast til starfa. Umsóknir sendist ráðuneyt- inu fyrir 20. janúar nk. t/iðskiptaráðuneytið, 4. jan. 1979. Nýr umboðsmaður Dagblaðsins er Árni Elísson, Túngötu 5, sími 97-4265. HMEBIABa Til sölu sem nýtt orgel verð 1.500.000.- greiðsluskilniálar. Einnig Vilson Orgel með skemmtara og trommuheila, verð 550.000,- Upplýsingar í síma 85989. NewYork: Waldheim á popp- hátíö og prínshm máttibíöa — heimsf rægar poppstjörnur skemmtu á hinni f ormlegu opnun barnaársins Kurt Waldheim aðalritari og fleiri yfirmenn Sameinuðu þjóðanna voru svo uppteknir við að hlusta og horfa á Thc Bee Gees, Rod Stewart, Donnu Summer. Abba, Oliviu Newton-John, Andy Gibb, Kris Kristoferson og eiginkonu hans Ritu Coolidge í gær- kvöldi að Sihanouk prins frá Kambódíu varð að sætta sig við lágtsetta móttökunefnd, þegar hann kom til New York I gærkvöldi. Waldheim aðalritari var ásamt þús- undum annarra á tónleikum helztu poppstjarna heims, sem haldnir voru í húsakynnum Sameinuðu þjóðanna í New York. Var þetta hin formlega opnunarhátíð vegna hins alþjóðlega barnaárs. Ekki var annað að sjá en allir skemmtu sér konunglega. Skemmti- kraftarnir sem fram komu hafa allir gefið Barnahjálparsjóði Sameinuðu þjóðanna rétt sinn til allrar þóknunar fyrir sérstaka söngva sem samdir hafa veriðaðþessu tilefni. Lagið Too Much Heaven, sem Bee Gees flytja, mun nú vera í efsta sæti á vinsældalistum í Bandaríkjunum. Er það helgað Barnahjálpinni. Sjötiu lönd hafa keypt réttinn til að sýna kvikmynd af tónleikunum i sjón- varpi en þeim verður varpað út um öll Bandaríkin í kvöld. Kynnir á hljómleikunum var sjón- varpsstjarnan David Frost og sagðist hann áætla að Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna mundi bera jafnvirði fjög- urra milljarða íslenzkra króna úr býtum vegna þessarra hljómleika og í þóknun fyrir hin ýmsu lög. Margrét Trudeau fyrrum eiginkona Pierre Trudeau forsætisráðherra Kanada leikur i kvikmyndinni The Guardian Angel, sem frumsýnd var i Montreal fyrir nokkrum dögum. Þar fer hún með hlutverk eiginkonu riks iðnrekanda, sem heldur við einkalögreglumann. Á myndinni hér að ofan er Margrét með franska leikaranum Francis Lemaire i einu atriði kvikmyndar- innar. Spánn: Baskar saklausir af dómaramoröi íMadrid —andfasistahreyf ingin GRAPO lýsir sig seka Lögreglan í Madrid leitar nú morð- ingja dómara eins, sem var myrtur á götu i borginni er hann var á leið til vinnu sinnar. 1 fyrstu var talið lik- legast að þarna hefðu verið á ferðinni félagar i ETA samtökum öfgasinnaðra Baska. í gærkvöldi lýstu Graposam tökin sök á hendur sér í þessu máli. Eru það öfgasinnuð andfasistasamtök. Er þetta sjötta pólitíska morðið á Spáni það sem af er þessu ári. Graposamtökin rændu háttsettum herhöfðingja fyrir tveim árum og myrtu fangelsisstjóra i marz siðastliðn- um. Eru samtökin einnig talin bera ábyrgð á dauða nokkurra lögreglu- manna og nokkrum sprengjutilræðum síðan í október árið 1975. Lögreglan á Spáni hefur nokkrum sinnum naldið því fram að gengið hafi verið milli bols og höfuðs á Grapo- samtökunum. Meira en þrir tugir fé- laga þeirra eru nú i spænsku n fangels- um.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.